Jón Baldvin

Ég var eitthvað að mæra hann hérna á blogginu um daginn. Ástæðan, jú að mér hefur alltaf fundist hann mjög magnaður stjórnmálamaður sem hefur náð vel til mín.

En fyrir mér jarðaði hann þessa skoðun mína í dag með því að taka þátt í mótmælum þar sem múgurinn öskraði bara DAVÍÐ BURT, DAVÍÐ BURT!!! Algjörlega burtséð frá Davíð og mismunandi skoðunum manna og kvenna á honum, þá held ég að Jón Baldvin ætti að vita að það er nú varla við Davíð einan að sakast. Hélt í alvöru að Jón væri málefnalegri en þetta.


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vissulega er ekki við Davíð einn að sakast, heldur m.a. Jón Baldvin sjálfan, sem kom okkur í það EES, sem gerði bæði þessa ævintýramennsku bankamanna mögulega og setur á þjóð okkar þungan skuldaklafa, m.a. (sem þó er minnst) vegna Icesave-reikninganna. En um hlut Davíðs hef ég oft fjallað, þótt ég ræði málið á miklu breiðari grundvelli, t.d. í þessari nýju grein minni, þar sem líka er vísað á gagnrýni mína á Davíð, m.a. ofurlaun hans.

Jón Valur Jensson, 25.10.2008 kl. 19:22

2 identicon

Ég er alveg sammála þessu í ég hef lengi haldið fram þeirri skoðun minni að tveir stjórnmálamenn síðari tíma hafi staðið öðrum framar þ.e Davíð Oddsson og Jón Baldvin en því miður hef ég algerlega misst allt álit á Jóni.   Árangurinn af þessari vegferð hans verður ekki meiri en þegar Bryndís grét fyrir framan jarðýturnar í Álafosskvosinni. 

hordur (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hann tapaði kannski annars góðu innsæi sínu maðurinn rétt þarna og lét stjórnast af múgæsingunni eins og fleiri.
Annars er Jón minn maður

Kv. Rambling Rose... 

Linda Lea Bogadóttir, 26.10.2008 kl. 12:37

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er nú alveg dæmigert fyrir ringulreiðina nú um stundir. Þú skammast hér út í karlinn fyrir að taka þátt í einhverjum "Davíð burt" múgæsing, en víða um bloggheim eru aðrir að skamma hann aumingjan fyrir alveg öfugt, að hafa "rofið samstköðu" og verið með eitthvert einkaflipp í þágu dóttur sinnar!

Frekar ruglingslegt og ekki bætir svo kenning Jóns Vals úr skák hérna, með sömu röksendarfærslu væri hægt að fara mun aftar í tíma og þykjast þar með finna enn fleiri sökudólga!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2008 kl. 01:06

5 identicon

Heyr heyr, ég var rosa ánægð með hann eftir silfrið um daginn en þegar hann tók uppá þessu var það álit fljótt að fara.

Arna frænka (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband