Færsluflokkur: Bloggar
27.5.2008 | 16:51
Myndavélasímarnir standa fyrir sínu
Nú eiga bara allir að fara og kaupa sér myndavélasíma og halda uppi öflugu eftirliti með lögreglumönnum. Nei, þetta er nú líklega bara eitt af örfáum rotnum eplum í liðinu. EN,.... miðað við fjölda lögreglumanna þarna á staðnum þegar þetta er tekið upp, hvað getið þið ímyndað ykkur að hefði orðið um þetta mál ef ekki væri fyrir þetta myndbrot?
Verð að viðurkenna að mér finnst þetta ansi ljótt að sjá. Þarna er um mann að ræða sem er sérþjálfuður í að handtaka menn við flestallar aðstæður. Hann tekur ungan dreng kyrkingartaki vegna þess eins að hann svaraði fyrir sig. Ljótt mál.
![]() |
Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 19:00
Á ekki við um íslendinga
Það er nú þannig með dani að þeir eru í endalausum fríum. Því hef ég kynnst í gegnum árin sem ég hef í gegnum starf mitt átt viðskipti við dani í dönskum fyrirtækjum. Ætli þeir fitni ekki bara svona mikið á barnum á níundu og svo aftur á átjándu?
Á sama tíma koma svo íslenskir karlar í kjörþyngd og valta yfir danina, kaupa upp fyrirtækin. Dæmin eru mörg. Jón Ásgeir, Hreiðar Már í KB, Björgólfur Thor, Bjössi í WorldClass og fleiri "þungavigtar"menn eru allir í massaformi,...eða amk ekki í yfirvigt.
![]() |
Aukakíló auka framalíkur karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 10:42
Júrópartý í kvöld
Þá er júródagurinn runninn upp og það verður bara að segja eins og er að ég er hrikalega spenntur fyrir kvöldinu. Spennan byggist nú kannski ekki beinlínis að því hvort við vinnum keppnina eða ekki heldur hvort þau Regína Ósk og Friðrik Ómar muni ná að flytja lagið jafnrosalega vel og þau gerðu á fimmtudaginn. Þvílíkur flutningur sem það var. Ég efast reyndar ekkert um að þau muni skila jafnvel eða betur í kvöld.
Það verður partý hjá mér og ég er byrjaður að stilla græjurnar. Búinn að stilla upp auka hátölurum og svaka bassaboxi svo sándið verði nú í lagi. Vona samt pínulítið að Gísli nágranni verði ekki heima í kvöld svo maður geti blastað þessu með hreinni samvisku. Nema ég bara bjóði honum líka........hver veit.
En það er ekki bara júródagur því Flugdagurinn er í dag og því liggur leið okkar Óðins beint niður á Reykjavíkurflugvöll eftir hádegi í dag. Það verður fullt af spennandi hlutum þar að sjá. Heyrði því meira að segja fleygt að franski flugherinn sem sér um að vernda okkur fyrir vondu köllunum þessa dagana muni taka eins og eitt flyby.
En semsagt flugjúródagur í dag og hugsanlega Nasa í kvöld.
Og að lokum, stóra spurningin: Hvaða þjóð verður í 5. sæti í kvöld?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 09:32
Kjánahrollur dauðans
Ég get ekki gert að því en ég fyllist svo mikilli ættjarðarást og stolti þegar ég sé þetta myndband...................................eða ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 10:50
Gas...........

![]() |
Ísland friðsælast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 09:18
Þessi maður......
Hann má bara alls ekki út í samfélagið aftur. Stundum þarf bara að klára málin strax og það á við hérna. Hann á að vera í gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn yfir honum og svo beint í afplánun. Svo á hann ekki að fá styttri dóm en sem nemur þeim árafjölda sem hann framdi þessi ódæðisverk.
Menn sem nauðga börnun eru skepnur, ómannlegar skepnur. Menn sem nauðga sínum eigin börnum eru skrímsli og ekkert annað og fá mann í alvöru til að staldra við og hugsa þegar maður er spurður um álit sitt á dauðadómum.
![]() |
Varðhald stytt yfir grunuðum barnaníðingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 19:55
Og ekki stoppa þarna
Rosalega líst mér vel á þetta.
Reyndar er ég í þessu eins og svo mörgu, vill ganga lengra. Hef lengi talað um þá skoðun mína að loka eigi fyrir bílaumferð á Laugarvegi (frá Bankastræti að Snorrabraut) fyrir fullt og allt, amk yfir sumartímann. Það myndi klárlega auka umferð gangandi fólks á svæðinu og auka þar með viðskipti á svæðinu sem ekki er vanþörf á. Ég er sannfærður um það.
En þetta þarf sjálfsagt að gera í smá skrefum og fyrsta skrefið væri finnst mér að nú í sumar yrði gerð tilraun í þessa átt með því að loka fyrir umferð bíla um Laugarveg, Pósthússtræti og Austurstræti frá kl 10 á föstudagsmorgni til mánudagsmorguns.
Svo eiga bara veitingastaðirnir við Laugarveginn og allt þetta svæði að fylla göturnar fyrir framan staðina af borðum og stólum þegar þannig viðrar og reyna að ná fram þessari stemningu sem við öll kunnum svo vel við í erlendum borgum.
![]() |
Lok lok og læs í Pósthússtræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 12:02
Frábært :)
Þetta finnst mér alveg súper skemmtilegt að lesa því jafnvel þótt töluvert sé af stígum um borgina sem henta hjóla, göngu og línuskautafólki eins mér, þá vantar mikið uppá að þetta sé nógu gott. Ennþá er alltof mikið af gangstéttum um alla borg sem alltof erfitt er að nota á línuskautum. Og NB, línuskautar eru mjög vinsæl íþrótt svo ekki gleyma okkur :)
Ég fagna því mjög að borgaryfirvöld séu að gera átak í þessu og mættu þau gera enn betur í að huga að þessum málum. Ef hjóla og línuskautastígar verða af einhverri alvöru hérna í borginni, þá erum við loksins farin að tala um raunverulega möguleika fólks á að hjóla eða skauta í vinnuna.
Gísli og félagar, MEIRA AF ÞESSU TAKK.
![]() |
Nýr hjólastígur um Ægisíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 14:32
Mikil er ósanngirnin
Mér finnst þetta nú algjörlega út úr kú. Maðurinn er að bjarga bílnum sínum sem þar að auki er bundinn við björgunarsveitabíl meðan á öllu stendur. Þeir eru bara að bjarga verðmætum úr sjó og ekkert annað. Hann var ekki að aka bílnum sem by the way var óökuhæfur, ónýt kúpling. Eina hættan sem þarna skapaðist var hættan á olíumengun í sjónum ef bíllinn yrði ekki tekinn.
Ég vildi vilja sjá svona harða dóma í nauðgunar- og öðrum ofbeldismálum en ekki í málum sem hinn almenni þegn getur auðveldlega sett sig í sömu stöðu og spurt sig, hvað hefði ég gert.
![]() |
Sat fullur undir stýri meðan bíll var dreginn á land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2008 | 19:04
Flensa, reunion og Gunnar Andri
Núna er dóttir mín, Allý búin að krækja sér í flensuna sem ég barðist við síðustu viku. Helvíti svæsin flensa og úr því að hún náði að leggja mig í 4 heila daga auk 2 daga sem tók að verða eðlilegur á ný, þá er hún líka ansi sterk því ég er aldrei veikur meira en sólarhring þá sjaldan það gerist. Nú er ég bara að vona að hún verði vægari við Allý.
Reyndar erum við að stækka aðeins við fjölskylduna núna í vikunni því frænka mín hún Diljá mun búa hjá okkur í tæpa viku meðan mamma hennar er erlendis. Það verður heilmikið challence að vera með tvo unglinga. Nú reynir á kallinn
Annars rétt tókst mér að taka þátt í sölunámskeiði sem haldið var innan fyrirtækisins um daginn. Það var snillingurinn og vinur minn Gunnar Andri sem hélt námskeiðið. Ég þreytist nú ekki á því að segja frá hæfileika Gunnars Andra til að selja og að kenna að selja en kallinn er alveg magnaður. Ég hef sótt mörg námskeið hjá honum í gegnum árin fyrir utan að hann þjálfaði mig í upphafi ferils mín sem sölumanns. Nokkuð sem ég bý alltaf að. Og eitt má Gunni eiga, hann verður bara betri með hverju árinu og ef ég ætti að gefa sölumönnum einhver ráð til að verða betri í dag en þeir voru í gær, sama hvað þeir eru að selja, þá myndi ég ráðleggja þeim hverjum og einum að fara á námskeið hjá Gunna, minnst einu sinni á ári.
Núna styttist svo í árgangsmótið fyrir austan. Í ár eru 25 ár síðan 69 árgangurinn fermdist og í tilefni af því þá ætlum við í 69 árganginum á Reyðarfirði að koma saman helgina 30. maí (afmælisdaginn minn)-1. júní. Mér skilst að eingöngu einn úr hópnum komist ekki svo þetta ætlar að heppnast mjög vel. Og ekki sakar að 68 árgangurinn ásamt 72 og 73 ætla víst að vera líka með árgangsmót sín þessa sömu helgi. Hvað mig varðar þá er rosa spenningur í gangi vegna þessa. Hlakka hrikalega mikið til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar