30.5.2011 | 15:00
Af hverju apótekum???
Ég er reykingamaður,...því miður. En ég hef nokkuð oft og nokkuð víða tjáð mig um skoðun mína á þessum málum og læt því flakka enn og aftur.
Mér finnst alveg út í hött að færa almenna sölu á tóbaki til Apóteka, get með engu mótiu skilið þá leið. Sú leið sem ég tel að muni klárlega leiða til minnkunnar reykinga í framtíðinni er að færa alla sölu tóbaks í verslanir ÁTVR, Vínbúðirnar. Og að þar verði eingöngu hægt að kaupa karton, ekki einn og einn pakka.
Ég er sannfærður um að þetta hefta aðgengi muni minnka líkur til muna á að ungt fólk hefji reykingar. Það mun líka minnka "sprengingar" hjá þeim sem eru að hætta því þeir geta ekki skotist út í sjoppu að kvöldlagi og hafa því nokkra klukkutíma til að hugsa sig um,.....komi þörfin upp að kvöldi til eins og svo oft vill verða.
Það EINA sem virkar af einhverri alvöru í stríðinu gegn reykingum er að hugsa til framtíðar, ekki koma með skyndilausnir, þær virka ekki á okkur sem reykjum.
Tóbak verði bara selt í apótekum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meiri vitleysan,þjá þessum þingmönnum sígarettur í apótekum.Ég sem reykingarmanneskja vil fá að kaupa minn pakka hvar sem er.Banna,banna er ekki rétta ráðið,og þín hugmynd líst mér ekki á,bara kartón í vínbúðum ekki góð hugmynd Reyni hvort sem er að láta kaupa karton hjá fjölsyldunni þegar farið er út.Öðru hverju er gott að vita hvernig aðrar þóðir hagi sé.Dóttir mín er fædd í stórborg uppalin þar ekkert bann var í sölu,og bæði hún og margar af hennar vinkonum reykja ekki né drekka,svo bann getur haft öfug áhrif.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 30.5.2011 kl. 15:19
Það er bannað að neyta áfengis á almannafæri, þ.e. utan leyfishafandi veitingastaða. Samt er ekkert farið eftir þessu banni. Drukkið lið í miðbæ Reykjavíkur um helgar sveiflar bjórflöskum og dósum, ber með sér glös út af veitingastöðum og löggan gerir ekkert frekar en fyrri daginn. Fullt af fólki undir lögaldri er ekkert að fela áfengið í miðbænum og löggan keyrir um og gerir ekkert í málinu. Hver á að fylgja reykingabanni eftir á almannafæri? Löggan? Ef verið er að tala um heilsuvernd og hollustuhætti, verður þá ekki að banna notkun neftóbaks og munntóbaks á almannafæri? Það fylgir munntóbaki mikill sóðaskapur ekki síður en reyktóbaki þótt það sé ekki eins sjáanlegt. Hvað með tyggigúmmí ef verið er að tala um sóðaskap? Ég þori að veðja hverju sem er að það er miklu meira af tyggjóklessum á götum borgarinnar heldur en af sígarettustubbum. Það er bannað að vera með hunda á Laugaveginum t.d. en þar er eini staðurinn sem ég hef stigið ofan í hundaskít síðustu áratugi.
Það er kominn tími til að hægja svolítið á sér í forsjárhyggjunni. Ég get ekki séð að neinn geti bannað reykingar utandyra, hvort sem um er að ræða lóðir opinberra bygginga eða annars staðar, frekar en að banna neftóbak, munntóbak, tyggjó, mat eða drykk á þessum stöðum. Á ekki bara að banna fólk? Og bönnum þá hunda og ketti í leiðinni í þéttbýli.
corvus corax, 30.5.2011 kl. 15:23
Það var nú reyndar talað um að það þar tóbakslyfseðil sem maður fær ef önnur úrræði hafa ekki dugað til að hjálpa manni að hætta. Þess vegna apótek. Því meira vesen og erfiði sem það er að nálgast sígarettur því færri byrja.. þar á meðal ungt fólk.
Kona (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 16:18
Þetta er svo típískt fyrir Ísland! Hérna er aðalvandamálið það að risastór hópur af börnum eru SPRAUTUFÍKLAR!!! og í stað þess að reyna að gera eitthvað í þeim sorglega hryllingi þá er sett í gang svona ruglumbull um að láta lækna skrifa uppá lyfseðla svo að tóbaksfíklar einir geti farið í apótek og keypt sígó. Þetta er svoooo heimskulegt!
halkatla, 30.5.2011 kl. 17:59
Nú eru afleiðingar mikillar hækkunar á áfengi kommnar að fullu fram.
Kassi af bjór kostar eins og 2-+3 grömm af hassi eð um gramm af kóki!
Það er auðveldara og ÓDÝRARA að nálgast stórhættuleg eiturefni.
Kommarnir í USSR voru öðruvísi en kommarnir hér og höfðu m.a. vit á að hafa sprúttið ódýrt þar sem þá var mun minna um önnur vímuefni og auk þess mun minna um mótmæli.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 18:04
Ég styð þessa tillögu og það mætti svo hækka verðið verulega og nýta það til frekari forvarna og hjálp fyrir þá sem vilja hætta. Finnst síðan umræðan varasöm þegar fólk talar um hversu auðvelt það er að verða sér útum ólögleg efni, það er lögbrot og ef fólki vinnst í lagi að brjóta lögin af því að það er svo auðvelt þá hlítur eitthvað að vera að....
Ómar Á. (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 20:31
Samála þér Steini ATVR og ekkert annað!
Sigurður Haraldsson, 31.5.2011 kl. 01:04
Eru apótekin ekki söluaðilar fyrir hönd heilbrigðisstéttarinnar?
Dr. Saxi (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 06:23
Styð þetta frumvarp heilshugar.
Strax að taka á fitukeppum landsins sem eru að sliga heilbrigðiskerfið en meir en smókararnir. Eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi.
itg (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.