2.7.2007 | 22:57
iPhone
Hmmm,...hvað er hægt að segja um iPhone, tæki sem svo ofboðslega margir elska að elska en aðrir elska að hata? Tjah, maður spyr sig.
Ég er nú ekki beint aðdáandi en á móti er ég ekki andstæðingur í þeim skilningi. Mér finnst hins vegar alveg með ólíknindum hvað tekist hefur að hypa upp þessa græju miðað við hvað hún er ofsalega takmörkuð, já alveg svakalega takmörkuð miðað við aðra farsíma sem eru á markaðinum. Svo ekki sé talað um þá síma sem eru nýjir og væntanlegir frá öðrum framleiðendum.
Ég ætla ekki að fara að telja þetta allt upp, nenni því alls ekki núna. En þetta er samt alveg með ólíkindum. Í mínum huga er þetta svona eins og Yamaha setti loksins bíl á markað og þessum bíl yrði hrósað í hástert fyrir þær nýjungar að vera sjálfskiptur og með regnskynjara á framrúðu. Semsagt annars vegar eitthvað sem er í mjög mörgum bílum og hins vegar tæknibúnað sem ekki er í mörgum bílum en er svo sannarlega ekki nýjung.
Já, þeir kunna þetta hjá Apple, kunna að nappa fólk til að kaupa vöruna þeirra, BARA vegna þess að hún lúkkar vel.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.