23.8.2007 | 21:48
Stuðmenn og miðbær Reykjavíkur um helgar
Það er nú aldeilis búið að skeggræða Stuðmenn og "stuðið" sem þeir komu öllum í á tónleikum KB Banka á Laugardalsvelli í síðustu viku. Ætla svosem ekki að bæta mikið við þá umræðu. Hins vegar ætti Borgarstjórinn og Lögreglustjórinn að velta fyrir sér möguleikunum sem klárlega opnuðust þegar á allt þetta er litið.
Jú, menn eru að velta því fyrir sér hvernig megi bregðast við öllum þessu látum í miðbæ Reykjavíkur um helgar, að fólk hangi þar of lengi. En þegar tónleikarnir á Laugardalsvellinum eru skoðaðir, þá sést það greinilega að völlurinn byrjaði að tæmast uppúr því þegar Stuðmenn voru búnir að spila í 5 mínútur plús mínus 3.
Hvernig væri að fá Stuðmenn til að halda útitónleika á Lækjartorgi allar helgar og láta þá hefjast milli kl 3 og 4 um nóttina? Bærinn myndi líklega tæmast á innan við klukkutíma.
Þetta og bann við sölu á köldum stökum bjórdósum í miðbænum myndi sennilega snúa öllu til betri vegar,......................right??
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha, heyr heyr !
Arna (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.