Farsímatæknin og framfarir hennar

Magnað að hugsa til þess að það er ekki nema 20 ár síðan þessi tækni kom fram á sjónarsviðið. Að vísu voru farsímar komnir fyrr, þá NMT kerfið.

Ég eignaðist minn fyrsta GSM síma árið 1996. Þetta var stór og mikill sími frá Motorola, líklega um hálft kg að þyngd. Ég man að það var pínulítið hallærislegt að vera með síma þá fyrir svona almúgamann amk, þótti svolítið snobb og sýndarmennskulegt að standa út á götu eða sitja á Café Paris og tala í síma.  Á þessum tíma var ekki einu sinni komið SMS í símana, pælið í því :)

1997 fór ég svo að starfa við sölu á farsímum svo ég er búinn að vera viðloðandi þennan bransa í 10 ár núna.

Þróunin í farsímum er auðvitað bara svakaleg á þessum 10 árum. Fyrir 10 árum var SMS að vísu nýkomið og 1998 komu svokallaðir Triband símar og það þótti rosalega flott að vera með svoleiðis. Triband fyrir þá sem ekki vita þýðir að hægt er að nota símann víðast hvar í USA og jafnvel fyrir fólk sem eingöngu fór þangað einu sinni á ári, eða jafnvel annað hvert ár, þá voru menn og konur tilbúin til að borga miklu meira fyrir Triband síma,.....bara af því að svo gæti farið að þau þyrftu að fara til Bandaríkjanna.

Svo kom Bluetooth og sagan endurtók sig, fólk keypti það í hrönnum án þess að nota nokkuð.

Í dag er fólk hins vegar farið að nota virkilega tæknina í mun meiri mæli en áður enda eru fyrirtæki ýmiskonar farin að styðja mun betur við farsímatæknina og símarnir farnir að styðja betur við aðra staðla.

Já, það er vissulega gaman að rifja upp gamla tíma í farsímunum, tíma þegar hringitónar var það fyrsta sem fólk skoðaði í símunum, tímann þegar titrarahringingin kom fyrst og konur spurðu okkur sölumennina með lágri röddu og roðnuðu um leið "Er titrari í honum?". Á þessum tíma fylgdi því töluvert daður að selja konum farsíma :)

Útvarp, MP3, 5MP myndavél, Videoupptökuvél, GPS staðsetningartæki, Word, Excel, Powerpoint, Acrobat reader, Reiknivél, Sjónvarp, Tölvupóst, Internetið, Bluetooth, 3G, Mini USB, Bloggið, Youtupe, MSN messenger, 8GB minni og fleira og fleira má í dag finna í einum og sama símanum. Pælið í því :)


mbl.is Farsímatæknin orðin 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha ég átti einmitt motorola flare gulan 96 ógisslega töff

girly (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband