14.9.2007 | 17:49
Ég bara verð aftur,.......Vörutorgið :)
Já, ég semsagt sit heima núna og þetta yndislega Vörutorg er í sjónvarpinu. Ætlaði að skipta um stöð áðan en verð að viðurkenna að ég bara festist við þetta, alveg sprenghlægilegt og ekkert annað.
Swivel Sweaper er nýjasta afurðin. Þetta er semsagt "kústur" sem hreinlega þrífur ALLT sem fyrir honum verður, sama hvernig gólf það er. Það fer ÖLL drulla upp í pínulítið hólf sem er á þessum MAGNAÐA kúst. Svo fylgir hleðslutæki og rafhlaða og það magnaða er, er að hana má hlaða HVENÆR SEM ER. Það er reyndar alveg ótrúlega fyndið að sjá þegar verið að sýna hvernig hann virkar að pínulítið og fislétt Cheerious varla haggast fyrr en búið er að láta "kústinn" liggja vel og lengi yfir því.
Svo er það candyfloss vélin,.....Þú þarft ekki lengur að bíða eftir því að Tívolíið komi til landsins því nú býður Vörutorgið upp á Candyfloss vél sem mun tryggja að öll barnaafmæli verði sem carnival veisla. Hver vill það ekki. Og mjög ákveðið er tekið fram að þetta sé EKTA candyfloss.
En ég semsagt sé að ennþá hefur enginn vinur eða fjölskyldumeðlimur þess sem sér um þetta blessaða Vörutorg sagt honum hvernig hann kemur út í sjónvarpi.
Æi, þið sem hafið ekki séð þetta bara verðið að gefa ykkur 5 mínútur í að horfa. Það bjargar deginum :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verð ég ekki að eiga svona Swivel Sweaper ??
Katla (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.