18.9.2007 | 22:34
Veðramót - Tær snilld
Var að koma úr bíó þar sem ég sá íslensku myndina Veðramót.
Verð bara að hrósa þessari mynd í einu og öllu. Sagan er virkilega góð, leikurinn MJÖG góður og af öðrum ólöstuðum þá er leikur Tinnu Hrafnsdóttur og Hilmis Snæs alveg ótrúlega góður og sannfærandi, en reyndar má segja það um leik allra í myndinni. Trúverðugleikinn er ótrúlega mikill.
Myndin er vönduð í alla staði. Já, ég hef bara ekki séð jafngóða og vandaða íslenska mynd áður. Hún fjallar auðvitað um mjög alvarleg mál sem þegjandi samkomulag ríkir um að grínast ekki með. Samt tekst leikstjóra og handritshöfundi að fá salinn til að skella uppúr hvað eftir annað á milli þess sem maður bara situr stjarfur í sætinu og gengur svo algjörlega orðlaus út í lokin.
Mæli hiklaust með þessari mynd. *****
Annars hefur þessi dagur verið frekar undarlegur, svolítið erfiður og svolítið sorglegur. Formlega lauk ákveðnum hluta í lífi mínu í dag en ég held reyndar að þetta sé bara ný blaðsíða. Blaðsíðurnar á undan eru ennþá þarna og verða alltaf, sumar svolítið krumpaðar. En ég trúi því að með tímanum þá sléttist úr þeim.
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.