6.11.2007 | 20:37
Styðjum hjúkkurnar og aðra sem eru á móti þessu
Ég tek undir þessa áskorun FÍH til stjórnvalda að hafna með öllu hugmyndum um að koma áfenginu í 10-11, 11-11, Krónuna, Bónus og aðrar matvöruverslanir.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur, Hagkaup og Nóatún munu ALDREI halda uppi þessu háa þjónustustigi sem Vínbúðirnar eru að gera í dag hvað varðar gæði, úrval og þekkingu á vínum. Fyrir utan að halda uppi mjög öflugu eftirliti með að fólk undir aldri hafi ekki beinan aðgang að áfengi í verslunum.
Ég tel að mjög margir sem eru fylgjandi þessu í dag séu ekki að horfa lengra á málið en það að vilja geta farið á hvaða tíma sem er út í búð til að kaupa áfengi, en gleymi að hugsa um allt hitt, minna úrval og hærra verð. Ekki halda í eina mínútu að verðið hækki ekki.
Höldum áfenginu á sínum stað en höldum bara frekar uppi kröfum um að Vínbúðirnar viðhaldi og bæti sína þjónustu. Rekum svo endahnútinn á þetta með að færa ALLT tóbak í Vínbúðirnar og út úr sjoppum, bensínstöðvum og matvöruverslunum. Það væri vitrænt skref.
Tek það fram fyrir þá sem ekki vita að ég nota bæði áfengi og tóbak.
Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 1225
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.