23.11.2007 | 09:26
Þvílík breyting
Í fyrradag byrjaði ég að flísa, fékk svo píapar í gærdag, rafvirkja í gærkvöld. Bæði rafvirkinn og píparinn voru eiginlega sammála því að ég þyrfti að rífa utanaf einum vegg í viðbót til að komast að lögnum svo enn eykst á verkið.
Sko, fyrst ætlaði ég bara að vera voðalega easy á því og skipta bara um innréttingu. Breyta engu í raun öðru. Staðan í dag er sú að ég mun skipta um loftið eins og það leggur sig, gólfið eins og það leggur sig, tvo veggi eins og þeir leggja sig auk þess að opna auðvitað á milli stofu og eldhúss.
Jú, ég verð klárlega miklu ánægðari með þetta þegar ég er búinn að öllu en djö... þoli ég ekki draslið og rykið sem fylgir þessu. Sér í lagi þar sem ég sé fram á að þetta muni taka gríðarlega langan tíma sökum anna í vinnu. Stefnan er að ná að ganga frá þessu fyrir Jól þó svo að ég viti að þá verða ennþá einhverjir lausir endar. En að innréttingin verði komin upp og hægt að elda væri alveg snilld,...svona á Jólunum :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.