Undanþágur

Æi ég vona nú að þessi læti verði ekki til þess að reykingar verði með öllu bannaðar í Leifsstöð. Ég er og var alltaf hlynntur reykingabanni á skemmtistöðum og veitingastöðum. En mér finnst nú svolítið annað með Leifsstöð því eftir að maður er kominn þangað inn, þá fer maður ekkert út aftur fyrr en í annað land er komið, nokkrum klukkustundum síðar. Og mér finnst það bara vera svolítið annað. Sumir segja líklega,...þér er nær að reykja. En halló, smá mannlegan þátt í þetta.

Hins vegar að það skuli vera reykherbergi í Alþingishúsinu finnst mér nú bara vera hneyksli og það af alvarlegri gerðinni því það eru fjöldamörg ár síðan lög voru sett á reykingar í húsakynnum hins opinbera. Að þau lög séu ennþá í dag brotin á hinu háa Alþingi, þar sem lögin eru sett er eiginlega bara alveg fáránlegt og sýnir nú reyndar bara hve eiginhagsmunasemi þingmanna er mikil. Setja lög á lýðinn en brjóta þau svo í æðsta embættishúsi þjóðarinnar. Eigum við að ræða það eitthvað eða.....??


mbl.is Leyfa reykingar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Sammála... finnst að flugstöðvar eigi að vera "frí" svæði og þar eigi ekki að banna reykingar.

Linda Lea Bogadóttir, 5.2.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband