Fjölskyldan

Fyrir viku síðan þá varð sú breyting á högum fjölskyldunnar að hún Allý mín, frumburðurinn, flutti alfarið hingað til mín Smile Þetta hefur að vísu staðið til í nokkurn tíma en varð þó fyrr en áætlað var því stefnan var að hún kláraði fyrst skólaárið og kæmi svo. Ákveðnar aðstæður hins vegar ollu því að við ákváðum að framkvæma þetta núna og ekki annað sagt en að við erum bæði virkilega ánægð með það. Núna eru svo að fara í gang breytingar þær sem þessu fylgir, tilfærsla á lögheimili, breyting á forræði sem nú flyst annað hvort til mín eða að við mamma hennar munum verða með sameiginlegt forráð en það þótti ekki sniðug leið fyrir 14 árum síðan svo undarlega sem það hljómar í mín eyru í dag verandi með sameiginlegt forráð yfir 2 ára syni mínum. Annað kom nú einfaldlega ekki til greina.

Ég er semsagt að verða skv skilgreiningu, einstæður faðir. Hitt er annað mál að þessa skilgreiningu þarf að skoða aðeins því t.d. þá eins og ég segi er ég með sameiginlegt forræði yfir syni mínum með móður hans. Hann er með lögheimili hjá henni en hins vegar býr hann jafnmikið hjá mér og hann gerir hjá henni. Samt skv skilgreiningu er hún einstæð móðir en ég ekki einstæður faðir. Skrítið ha Woundering

En ég verð að viðurkenna að það verður svolítið skrítið, eftir að hafa greitt meðlag í 14 ár, að fara allt í einu að FÁ greitt meðlag og þá líklega barnabætur líka. Já, þetta verður smá skrítið.

Stelpan þarf nú aðeins að venjast núna betur reglunum hans pabba :) Pabbinn er t.d. frekar stundvís og ætlast til þess sama af sambýlingum. Hann þolir illa drasl í kringum sig og nennir ekki að horfa á MTV mikið lengur en ca mínútu á dag. Hann er svo svakalegur að ætlast til að gengið sé frá eftir sig, tekið úr uppþvottavélinni annað slagið og svona eitt og annað. En hún Allý er skörp stelpa og mun fljótt venjast þessu held ég/vona ég Shocking

En já,....þetta verður BARA gaman og ég er þvílíkt hamingjusamur með að hún sé flutt til mín. Svo er auðvitað Ísabella stjúpdóttir mín en hún er hjá mér aðra hverja helgi. Já flókið. Eitt barn hjá mér alla daga, annað er hjá mér 50/50 og þriðja barnið aðra hverja helgi. Er skrítið að fólki finnist þetta stundum flókið. En ég get flækt það Wink

Sko. Allý á eina stjúpsystur sem á eina hálfsystur sem þó er ekkert skyld hálfbróður Ísabellu sem er líka hálfbróðir Allýar en samt ekkert skyldur hinum tveim hálfbræðrum hennar sem eiga svo eina hálfsystur í viðbót sem tengist ekkert Óðni eða Ísabellu en er hálfsystir Allýar og á að mig minnir 3 önnur hálfsystkyn sem ekki tengjast Allý. Inní þetta mynstur tengjast svo 8 blóðforeldrar hahahahaha LoLLoL

Börnin mín, Alexandra, Ísabella Mist og Óðinn Örn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Vá you lost me   en til hamingju að stelpan flutt til þín og er ég viss um að allt gangi vel -  og þvílíkt falleg börn  sem þú átt

Sigríður Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 00:12

2 identicon

núna er fjölskydupatternið okkar opinberlega orðið það flóknasta í heimi.

steini sonur systur þinnar sem bjó hjá pabba sínum á sumrin og aðrahvora helgi, enn samt ekki (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband