30.4.2008 | 10:25
Vanilluís eða Ýsuís. Hvort vilt þú?
Í dag er leikskólinn lokaður svo við erum bara heima, ég og Óðinn. Pósturinn Páll, Litla lirfan og Latibær fá öll sinn skammt fyrir hádegið en svo á eftir þá gerum við eitthvað saman útivið. Honum Óðni finnst ís voðalega góður og reyndar er hann farinn að hjálpa sér aðeins of mikið sjálfur við að verða sér úti um hann.
Ég vaknaði síðasta laugardagsmorgun við eitthvað svakalega kalt í andlitinu á mér. Þá hafði litli maðurinn farið extra snemma á fætur og ólíkt öðrum morgnum þá vakti hann mig ekki. Nei nei, hann fór bara fram í eldhús, opnaði frystinn og náði sér í íspinna sem honum þótti svo reyndar rétt að segja mér frá með því að leggja hann upp að andliti mínu
Svo núna áðan þá var ég að vinna aðeins við tölvuna og hann að horfa á sjónvarpið. Hann tölti svo fram í eldhús og kom aftur til baka með stórt bros í andlitinu og ÍS í hendinni sem hann var að japla á. Eitthvað fannst mér þetta skrítinn ís í laginu fyrir utan að ég vissi ekki til þess að ég ætti til ís í frystinum. Þegar betur var að gáð, þá var þetta frosið Ýsuflak sem honum fannst svona líka gott
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahaha......hann er nú meira krúttið!
Það er greinilegt að honum finnst ís jafn góður og mér finnst hann!!
Veit samt ekki alveg hvort ég myndi fórna mér í frosna ýsu.
En allt er hey í harðindum...
Sigrún Huld (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:13
Vakti hann þig ekki með því að slengja í-(ý)suflakinu framan í þig? Hef grun um að það hafi verið fiskroð út um allt andlit.
Marinó Már Marinósson, 1.5.2008 kl. 20:45
Hahaha.... hann sver sig nú alveg í ættina þessi litli grallari.
Hanna frænka (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.