Flensa, reunion og Gunnar Andri

Núna er dóttir mín, Allý búin að krækja sér í flensuna sem ég barðist við síðustu viku. Helvíti svæsin flensa og úr því að hún náði að leggja mig í 4 heila daga auk 2 daga sem tók að verða eðlilegur á ný, þá er hún líka ansi sterk því ég er aldrei veikur meira en sólarhring þá sjaldan það gerist. Nú er ég bara að vona að hún verði vægari við Allý.

Reyndar erum við að stækka aðeins við fjölskylduna núna í vikunni því frænka mín hún Diljá mun búa hjá okkur í tæpa viku meðan mamma hennar er erlendis. Það verður heilmikið challence að vera með tvo unglinga. Nú reynir á kallinn Police

Annars rétt tókst mér að taka þátt í sölunámskeiði sem haldið var innan fyrirtækisins um daginn. Það var snillingurinn og vinur minn Gunnar Andri sem hélt námskeiðið. Ég þreytist nú ekki á því að segja frá hæfileika Gunnars Andra til að selja og að kenna að selja en kallinn er alveg magnaður. Ég hef sótt mörg námskeið hjá honum í gegnum árin fyrir utan að hann þjálfaði mig í upphafi ferils mín sem sölumanns. Nokkuð sem ég bý alltaf að. Og eitt má Gunni eiga, hann verður bara betri með hverju árinu og ef ég ætti að gefa sölumönnum einhver ráð til að verða betri í dag en þeir voru í gær, sama hvað þeir eru að selja, þá myndi ég ráðleggja þeim hverjum og einum að fara á námskeið hjá Gunna, minnst einu sinni á ári.

Núna styttist svo í árgangsmótið fyrir austan. Í ár eru 25 ár síðan 69 árgangurinn fermdist og í tilefni af því þá ætlum við í 69 árganginum á Reyðarfirði að koma saman helgina 30. maí (afmælisdaginn minn)-1. júní. Mér skilst að eingöngu einn úr hópnum komist ekki svo þetta ætlar að heppnast mjög vel. Og ekki sakar að 68 árgangurinn ásamt 72 og 73 ætla víst að vera líka með árgangsmót sín þessa sömu helgi. Hvað mig varðar þá er rosa spenningur í gangi vegna þessa. Hlakka hrikalega mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æjæj, kemst ekki einn ? Þýðir það ekki að þið verðið bara tvö ? Ekki segja mér að það hafi verið fleiri en 3 manneskjur í 69 árganginum á Reyðafirði !? ;-)

Annars góða skemmtun með gellurnar tvær, ef þið vantar hjálp þá held ég að ég tali fyrir alla að við erum uptekin, með flensu, finnum ekki símann okkar og/eða erum ekki á landinu !...:D

Arna frænka (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband