Júrópartý í kvöld

Þá er júródagurinn runninn upp og það verður bara að segja eins og er að ég er hrikalega spenntur fyrir kvöldinu. Spennan byggist nú kannski ekki beinlínis að því hvort við vinnum keppnina eða ekki heldur hvort þau Regína Ósk og Friðrik Ómar muni ná að flytja lagið jafnrosalega vel og þau gerðu á fimmtudaginn. Þvílíkur flutningur sem það var. Ég efast reyndar ekkert um að þau muni skila jafnvel eða betur í kvöld.

Það verður partý hjá mér og ég er byrjaður að stilla græjurnar. Búinn að stilla upp auka hátölurum og svaka bassaboxi svo sándið verði nú í lagi. Vona samt pínulítið að Gísli nágranni verði ekki heima í kvöld svo maður geti blastað þessu með hreinni samvisku. Nema ég bara bjóði honum líka........hver veit.

En það er ekki bara júródagur því Flugdagurinn er í dag og því liggur leið okkar Óðins beint niður á Reykjavíkurflugvöll eftir hádegi í dag. Það verður fullt af spennandi hlutum þar að sjá. Heyrði því meira að segja fleygt að franski flugherinn sem sér um að vernda okkur fyrir vondu köllunum þessa dagana muni taka eins og eitt flyby.

En semsagt flugjúródagur í dag og hugsanlega Nasa í kvöld.

Og að lokum, stóra spurningin: Hvaða þjóð verður í 5. sæti í kvöld?  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

5. sæti ?

Afhverju er ekki búið að bjóða manni í party ?!

Arna (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband