Knattspyrna - EM 2008

Ég hef tekið þá stóru ákvörðun að gerast knattspyrnuáhugamaður. Það vita þeir sem mig þekkja að knattspyrna hefur ekki beint tekið tíma frá mér síðan ég spilaði á unglingsárunum. Ferill minn var ágætur eftir að uppgötvaðist að ég var ágætur í marki. Hins vegar var ég alltof lengi úti á velli og afrek mín þar voru ekki mikil, skoraði eitt mark og það alveg óvart, fékk boltan í nefið í hornspyrnu að marki andstæðinganna.

En semsagt, ég hef ákveðið að prófa núna á EM að verða meiri áhugamaður um þessa vinsælustu íþrótt í heimi, (amk hvað áhorf varðar kæru golfarar). Hef alltaf fylgst með 8 liða úrslitum á HM og haft gaman af því að horfa á einn og einn stórleik en mér hefur alltaf verið skítsama hver vinnur. Ég fór meira að segja á Nu-camp og horfði á Barcelona leika einn leik. Man hins vegar ekki gegn hverjum Woundering Ég hef reyndar alltaf haldið pínkuponsu með þeim tveim liðum sem Eiður Smári hefur verið í frá því að hans frægðarsól fór að rísa hvað mest en hann hlítur kallinn að vera kominn með rasssæri eftir veru sína hjá Bercelona. Ég ætla nú samt ekki að ganga svo langt að fara að horfa á íslenska knattspyrnu því ég fæ alltaf svolítinn kjánahroll þegar ég sé leikina hjá löndum okkar.

Það er má segja sjálfgefið að ég haldi með Svíþjóð á EM. Bæði vegna þess að það er eina norðurlandaþjóðin sem tekur þátt en líka vegna mikilla tengsla minna við Svíþjóð. En svo er hitt. Þegar og ef Svíþjóð dettur út, með hverjum á maður þá að halda? Þýskalandi? Spán?, Ítalíu, Króatíu?

Hvað segir þú Steini frændi, hvar eru mestu líkurnar á því að ég eigi eftir að sitja límdur við skjáinn í úrslitaleiknum? Hvað segið þið hin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko ég nottla vona að stórvinur minn Henke Larsson vinni loksins EM, enn ég verð samt að segja að það eru engar líkur á því. mín spá er að eitt af eftir farandiliðum fari alla leið:Portúgal, Spánn eða Þýskaland.

steini kani (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband