Enn og eftur undarlegar fréttir tengdar iPhone

Já, ég held áfram að "böggast" yfir undarlega mikilli athygli sem iPhone fær hjá blaðamönnum mbl. Hver er "fréttin" hérna? Er þetta eitthvað nýtt?

Það er akkurat ekkert nýtt hérna á ferðinni frekar en í flestum fréttum sem tengjast iPhone. Farsímar eru og hafa verið niðurgreiddir svo árum skiptir gegn tímabundins þjónustusamnings sem kaupandinn gerir við ákveðið símafélag.

1998 og 1999 voru t.d. gerðir hér á landi svokallaðir Tal12 samningar við þá sem keyptu síma í Tal. Símana var hægt að fá allt niður í 1 krónu. Hins vegar þurfti kaupandinn að borga fullt verð fyrir símtækið ef hann vildi ekki skrifa undir símaþjónustusamning. Ég var sjálfur á fullu að selja þessa síma og gera þessa samninga við fólk, án þess þó að vera starfsmaður Tal.

Slíkir samningar eru ennþá gerðir í dag hér á landi þó ekki sé um fulla niðurgreiðslu að ræða lengur eins og var á þessum tíma. Og víðast hvar í Evrópu er um krónusamninga að ræða hjá fjölda símfyrirtækja.

Semsagt, ekkert nýtt hérna á ferðinni.


mbl.is 3G iPhone mun dýrari án þjónustusamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja hefur blaðamaður Tækni & vísindi hjá mbl.is ekki bara sérlegan áhuga á iphone?

Nú eða honum hefur verið lofað einu stykki frá Apple umboðinu þegar þessi græja kemur loksins til landsins.

Karma (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:40

2 identicon

Þá er trúverðugleiki fréttastofunnar enginn. Ef fréttamatið snýst um áhugasviðs blaðamannanna.

Andri (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Ingi Ragnarsson

Já það er nákvæmlega sama þegar kemur spilurunum, það er ekki til mp3 spilarar í skrifum mbl.is, bara Ipod og ekkert annað.

Ingi Ragnarsson, 3.7.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband