4.7.2008 | 14:17
Sumarfríið hafið
Jæja, þá er maður dottinn í sumarfrí og mikið afskaplega er það gott.
Það eru nú reyndar ekki stór plönin þetta árið með hvernig skal nýta þessar vikur sem maður á fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Reyndar hef ég sjaldnast verið með stór plön um það þar sem ég vill helst af öllu eyða sumarfríinu mínu innanlands og þá bara gera það sem mér dettur í hug, þegar mér dettur það í hug. Það verður ekki mikil breyting semsagt á því þetta sumarið annað en að eftir viku þá fer ég með börnin til Svíþjóðar á ættarmót. Ég er part svíi og á nokkuð stóran hóp ættingja þar. Hef hitt stóran hluta þeirra áður og mörg hver nokkrum sinnum en svo er einnig hópur þar sem ég hef aldrei hitt svo það verður fjör í því.
Litli snúðurinn minn hann Óðinn Örn byrjar sitt sumarfrí eftir daginn í dag og verður hjá mér næstu 2 vikurnar straight. Að vísu eigum við mamma hans það sameiginlegt að eiga erfitt með að vera lengi í burtu frá honum svo við höfum samið um að hún fái hann lánaðann einhvern tíma á þessum tveim vikum og ég fái hann svo lánaðann einhvern tíma á næstu tveim vikunum þar á eftir.
Allý er svo bara að vinna í sjoppunni í sumar. Reyndar ekki alveg nógu mikið þar sem þau eru mörg sem eru að sinna þeim vöktum sem í boði eru. En hún fær samt að vinna 3-4 daga í viku svo það er ágætt. Hún er að standa sig vel en ekki svo að skilja að tamningu sé fyllilega lokið, nei hreint ekki. það eru ærin verkefni að ala upp börn og þessi aldur, unglingsárin eru ekki auðveldasti tíminn. Jesús Pétur nei. Prófa þetta, prófa hitt, gá hversu langt er hægt að ganga, misjafn félagsskapur, töluvert magn af leti, ótrúleg þörf til að sofa og fullkominn skortur af löngun til að hafa herbergið sitt hreint og snyrtilegt svona svo eitthvað sé nefnt. Var ég svona líka, er þetta bara eitthvað sem fylgir????
Ég held reyndar að ég hafi verið svona í sambandi við herbergið mitt, líka í sambandi við letina, líka í sambandi við að prófa hitt og þetta. En einhvern veginn þá finnst manni þetta öðruvísi. Líklega vegna þess að maður er daglega með hnút í maganum yfir því hvort maður sé að standa sig í foreldrahlutverkinu eða ekki.
En aftur að sumrinu og hvernig því verður varið. Eitt er víst að línuskautaglamrið mitt mun fá slatta af tíma en þó óvíst að svo verði fyrr en eftir þessar tvær vikur sem Óðinn verður hérna því ég fer ekki mikið með hann með mér. Ekki ennþá. En semsagt, nú er innan við mánuður í tímamörkin sem ég setti mér í að ná markmiðinu mínu, 100 km á 6 klst svo það er bara harkan sex. Er fullkomlega viss um að þetta mun nást
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.