7.7.2008 | 23:05
Fullt að gerast....meira að segja krónan að styrkjast
Hrikalega er veðrið búið að vera gott, þetta er bara bilun,....eða hvað? Var þetta ekki einmitt svona allt síðasta sumar, alveg fram til 19. ágúst? Á maður þá ekki bara að gera kröfu um það sama og aðeins betur ef það er það sem þarf? Ég ætla að minnst kosti að gera þá kröfu :)
Var annars að lenda eftir 25km túr á skautunum. Og ég verð að viðurkenna að ég er píííííííínulítið farinn að óttast að ég muni ekki ná 100 km markmiðinu mínu svona miðað við hvernig ég verð í fótunum eftir bara 25km og eins og ég varð eftir 47 km um daginn. En ég velti því samt fyrir mér áðan þegar ég var búinn með um 18 km leið hvað myndi algjörlega tryggja að ég færi þetta hvað sem tautaði. Datt í hug að setja mér það að ef ég ekki næði, þá myndi ég raka af mér hárið á hausnum. En það er bara ekki nógu mikið því það er bara þægilegt að vera hárlaus. Þá velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að setja mér það að ef ég ekki næði, þá myndi ég aflita á mér hárið. Það er eitthvað sem ég myndi aldrei gera og lít örugglega út eins og sturlaður hálfviti þannig. Og takandi mið af því að mér er ekkert alveg sama hvernig ég lít út,...þá held ég að með þetta sem "refsingu" þá væri mér sama þó blóðið fossaði úr fótunum á mér,....ég myndi samt klára frekar en að vera með aflitað hár. Er þetta eitthvað sem ég ætti að setja inn? Ég veit það ekki
Annars er stefnan tekin á Svíþjóð núna á föstudaginn. Er að fara á ættarmótið og tek börnin mín Allý og Óðinn Örn með. Þetta verður ekki auðvelt ferðalag því þetta er í fyrsta skiptið sem Óðinn fer í flugvél og því er þannig séð við öllu að búast af honum. En svo eftir lendingu, þá tekur við ca 6 klst löng lestarfer......úfffffff. Eins gott að vera með nóg af dóti fyrir litla manninn. Ég er annars frekar bjartsýnn á að hann muni bara skemmta sér vel að horfa útum gluggann á lestinni. Hann er jú strákur út í gegn :)
Ég gerði svolítið í fyrsta skiptið á ævinni um daginn. Ég spilaði golf :) Þetta var bara fjandi gaman sko. Komst að vísu að því að þetta er pínku ponsu erfitt líka. Ég var einstaklega laginn við að KLÚÐRA upphafshöggunum. En sem betur fer vorum við að spila Texas Scrample, var svona vinnustaðabjórgolf og þess vegna fékk ég ekki 45 víti. En gaman var þetta og ég mun pottþétt spila meira í nánustu.
Annars er alveg magnað hvað ég á erfitt með að vera í fríi. Ég er sífellt með hugann við vinnuna, fór meira að segja þangað í dag, á degi 2 í sumarfríi. Og það er alveg ljóst að ég verð að fara aftur í þessari viku. En þannig er bara þessi bransi, maður slekkur ekki á samkeppninni. Svo ekki sé nú talað um endalaust flakk á gjaldmiðlinum okkar,......því fylgir töluverð vinna. En ég ætla að gera mitt besta til að hanga í fríi. Er amk að njóta þess í botn að vera meira með börnunum og að sooooooooooooofa út :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.