16.7.2008 | 11:25
Kominn heim frá Svíþjóð
Jæja, þá er maður kominn heim eftir mjög skemmtilegt en líka stíft ferðalag. Ferðalagið út tók heila 16 klukkutíma og það er alveg slatti þegar maður er með tveggja og hálfs árs orkubolta með sér. Allý var líka með okkur og mikil hjálp í henni. En Óðinn stóð sig vægast sagt eins og hetja alla leiðina. Fyrst var það flug til Köben og það var hans fyrsta skipti í flugvél. Það er óhætt að segja að viðbrögð hans hafi farið fram úr væntingum því aldrei kvartaði hann eða varð hræddur. Vinkona mín sem er flugfreyja og var á vakt gerði nú líka sitt og leyfði honum að skoða alla vélina með sér :)
Við komuna til Köben þurftum við að hafa hraðann á til að ná lest yfir til Malmö þaðan sem við þurftum að ná annari lest á áfangastað. Við vorum alveg á því tæpasta að ná í miðasöluna en þá var þar auðvitað röð. Þegar loks kom að okkur var lestin komin á tíma. Þeir sáu hins vegar að henni seinkaði eitthvað smá svo við keyptum miðana og hlupum sem vitlaus værum að ná henni. Þar biðum við svo í 20 mínútur þar til hún kom. Þetta þýddi því að við misstum að lestinni í Malmö í staðinn og þurftum að kaupa ferð til Gautaborgar fyrst, svo aðra til Uddevalla og þaðan með Rútu til Strömstad. Samtals 16 klst og Óðinn svaf ekki nema tæpan klukkutíma á leiðinni. En það var gott að komast á áfangastað.
Óðinn er mikill Íþróttaálfur og elskar Latabæ sem sést vel á hvernig hann eyðir lausum stundum, í kollhnísa og hlaup með tilheyrandi töktum og sveiflum. En þegar við runnum eftir lestarteinunum innan um skógana í Svíþjóð sagði hann eitt skipti "Pabbi! Vá !!!!,....það er mikið grænmeti hérna" Hans nammi er nefnilega oftar en ekki gúrkur, tómatar og annað grænmeti svo þetta var mikil gleði fyrir hann :)
Ættarmótið var frábært í alla staði. Mjög gaman að hitta alla ættingjana. Mikið af þessu fólki hafði maður hitt áður og suma oft en svo var líka stór hluti sem ég hafði aldrei hitt og hefði líklega aldrei hitt ef ekki hefði verið fyrir þetta ættarmót. Óhætt að segja að þetta hafi ærlega styrkt taugarnar til Svíþjóðar, ættarinnar og upprunans. Läckberg ættin á töluvert í manni og núna eins og oft áður komu upp pælingar hjá okkur hvort við ættum að bæta þessu ættarnafni við nöfnin okkar. Við bjuggum í nokkrum pínulitlum húsum á svona útilegusvæði rétt við staðinn sem ættarmótið var á og það var alveg frábært. Geggjað veður og allt bara súper. Sjórinn hlýr og ég, Allý, Diljá, Maríus og mamma fórum öll í sjóinn að synda. Óðinn auðvitað dýrkaði það að vera öllum stundum útivið að leika sér.
Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði eins og svo oft áður þarna, hvað er maður að búa á Íslandi??? En svo kemur maður heim og þá man maður af hverju :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohhh já... Home sweet home!
Arna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.