Ferlega montinn :)

Fyrir einni og hálfri viku lét ég mig í fyrsta skiptið á ævinni hafa það að stökkva út í ískaldann sjóinn við Ísland til skemmtunar, hékk ofaní 8° heitum (köldum) sjónum í 5 mínútur. Daginn eftir gerði ég þetta aftur og var þá í 10 mínútur. Viku seinna synti ég svo einhverja 100-200 metra, þá að vísu í ca 12° heitum sjó, og setti mér um leið það markmið að fyrir ágústlok skyldi ég ná því að synda frá Nauthólsvík, yfir í Kópavog og til baka.

Ég hins vegar kláraði það dæmi núna áðan :) Þetta eru ca 1200-1300 metrar og tók mig um 30-40 mínútur. Að vísu er sjórinn í dag um það bil 14° að mér skilst. En andsk..... er ég stoltur af sjálfum mér að hafa klárað þetta dæmi. Næst er það Viðey Cool

Hitt markmiðið mitt, 100 km á línuskautum á innan við 6 klst lítur aðeins verr út. Fór 40 km í gær og verð bara að viðurkenna að þreytan í fótunum eftir það gefur ekki beinlínis fögur fyrirheit um að ég nái þessu, amk ekki á tilsettum tíma. Reyndar er alveg öruggt að ég næ því ekki á tilsettum tíma þar sem ég var búinn að setja mér þetta fyrir lok júlí og á morgun er síðasti dagur júlí og Óðinn, litli prinsinn minn sem er búinn að vera í rúma viku hjá mömmu sinni kemur til mín yfir eina nótt. Því fórna ég ekki fyrir neitt enda farinn að sakna Mini-Me alveg skelfilega mikið InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband