6.8.2008 | 20:39
Sjósundið, flugur og fleira
Var að koma heim eftir sjósund. Í þetta skiptið var það aðeins erfiðara en síðast, fór lengra og í meiri kulda. Við syntum frá Nauthólsvíkinni núna og ákveðna sundleið sem liggur meðfram ströndinni og rétt út fyrir flugbrautina....en þar var sjórinn mun kaldari en inni í Voginum. Ég var ekki alveg viss um að ég gæti synt alla leiðina til baka því mér var byrjað að vera ansi kalt. En ég hafði það nú samt af og þegar ég steig uppúr var á orðinn ansi blár og mér var eindregið ráðið frá því að stökkva beint í heita pottinn, yfði að láta líkamann ná upp smá hita áður. En ég fékk bara enn meira kikk út úr þessu núna, að finna aðeins fyrir kuldanum, þurfa að hafa meira fyrir þessu. Stefnan er klárlega tekin á Viðey.
Þessa dagana er Óðinn sonur minn að venja sig bleyju og gengur ágætlega. Jújú,...það er klárlega meiri þvottur núna en venjulega en ég passa mig bara að klæða hann alltaf í svipað lituð föt,...svo ég geti nú þvegið allt saman í einni vél :) En hann er svolítill grallari litla skinnið. Hann kom með flugu til mín í gær sem hann náði í glugganum, pínulítil fluga. Hann sagði mér að hann vildi setja hana í ruslið. Ég svaraði bara,..Nei nei,...borðaðu hana bara! Ég var auðvitað að grínast í honum en hann leit fyrst með undrun á mig, svo leit hann á fluguna og svo stakk hann henni upp í sig, tuggði og kyngdi. Ég skellti auðvitað bara uppúr og hann líka. Hann fór svo að leita að nýrri flugu en ég sagði honum samt að vera ekki að borða fleiri, fá sé frekar íþróttanammi :)
Verslunarmannahelgin þetta árið var í rólegri kantinum, já bara mjög róleg og fín. Einhvern veginn var ég samt alla dagana með opið á að stökkva til Eyja eins og einn dag eða svo. Fór þó ekki þannig. En ég verð að viðurkenna að eftirá, þá sé ég svolítið eftir því. Stemningin þarna ku hafa verið enn meiri en í fyrra þegar ég fór í fyrsta skipti og næg var hún þá. Það er alveg klárt að ég mun taka Eyjar aftur en þetta árið var þó síðasta árið sem hafði tækifæri á að gera það fyrir fertugt :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló, halló, halló !!!! Opið að fara til Eyja?????
Katla stóra sys (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.