Helgin sem leið - Danskir dagar í Stykkishólmi

Mikið rosalega átti ég góða helgi í Stykkishólmi um helgina en ég skellti mér með Helenu minni þangað á föstudaginn. Mættum rétt áður en útigrillin hófust og svo tók bara við hamslaus gleði annars vegar í heimahúsi og síðar á Fimm fiskum sem er annar tveggja pöbba á staðnum. Ég hitti ógrynni að fólki sem ég þekkti síðan ég bjó á staðnum fyrir 20 árum síðan.

Daginn eftir beið morgunverðarhlaðborð eftir okkur og svo var stefnan tekin beint í félagsmiðstöðina þar sem leikur Íslands og Danmerkur var sýndur á bíótjaldi. Þvílík stemning, þvílík gleði,.....og þá ekki síst Lenu, Gunna og Helga að þakka þar sem þau sungu stef úr dönskum Eurovison lögum í kjölfarið á hverju íslensku marki :) Svo var bara rölt um bæinn og að sjálfsögðu tekið sjósund líka. Um kvöldið safnaðist svo allt liðið heima hjá Jónu og Bæring í þvílíka veislu áður en farið var á Bryggjuballið. Kvöldið og nóttin tóm hamingja og gleði :)

Helgin var bara frábær í alla staði og fréttaflutningur stórlega ýktur um að þarna hafi allt logað í slgsmálum og fyllerýi. Það var einhver hópur aðkomuunglinga þarna með einhver læti en ég veit þó ekki um neinn sem varð vitni af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ takk fyrir helgina hún var æði:D...ég er búin að setja eitthvað af myndum inn á fjölskyldu heima síðuna í myndaalbúm skoðaðu:D

sjáumst öruglega á eftir:D 

Eygló Brá Schram (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband