Vantar ekki smá upplýsingar hérna?

Mér finnst nú alveg vanta að tiltaka hvar verðið er svona hátt og hvar svona lágt.

Hitt er svo annað mál að það er ekki endilega alveg sambærilegt það sem borið er saman. Ég t.d. kaupi eingöngu fisk í sérhæfðum fiskbúðum,  einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei verið svikinn af gæðunum þar, né heldur úrvalinu. Ég veit þó alveg að það er ekki ódýrasti kosturinn. Ég myndi seint leita uppi lægsta verðið á jafnviðkvæmri matvöru og fiskur er en væri samt alveg til í að vita hvar verðið er hæst.

Ég versla langmest við Fiskisögu og það er einfalt mál að þeir fá ekki bara toppeinkunn frá mér hvað gæði varðar heldur líka fyrir þjónustu og það viðmót sem mætir manni þar. Fiskisaga í Hamraborg er mín fiskbúð en ég hef farið í þær nokkrar og allsstaðar sama góða viðmótið. Ég held svei mér þá að ég myndi ekki hætta að versla þar þó í ljós kæmi að þeir séu dýrastir.


mbl.is 82% verðmunur á skötusel í fiskbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kíktu í Fiskisögu á Dalveginum - hún er sjúkleg !

Katla sys (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband