21.8.2008 | 11:12
Ótaktískt hjá "mínum" mönnum
Voðalega finnst mér þetta ótaktískt ogt beinlínis vitlaust hjá sjálfstæðismönnum í ljósi umræðna undanfarna daga um ákvörðun Gísla að skella sér í nám erlendis svona mitt í öllum látunum.
Hvaða rugl er það nú í honum spyr ég bara. Er þetta semsagt bara djók starf, að vera í borgarstjórn. Er það bara svona hobbý? Spyr sá sem ekki veit. Ég veit bara að það væri ekki sjens fyrir mig að sinna mínu starfi með fullu námi og þar að auki í öðru landi. Fengi kannski frí, en það væri launalaust og einhver annar þyrfti að sinna því á meðan og ég er nokkuð viss um að því sé eins háttað hjá meirihlutanum af starfandi fólki.
Og svo velti ég líka því fyrir mér hvort Gísli muni sjálfur sjá um ferðakostnað þegar hann þarf að fara á fundi??? Hefur það komið fram?
Æi mér finnst þetta vera algjört bull frá upphafi til enda.
Gísli Marteinn fær launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 1225
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er góður punktur - tek undir kröfur um að það verði upplýst hver borgar Glasgow flugið hans Gísla og auðvitað er þetta stórkostlegt hneyksli að menn þykist geta rækt starf sem þetta í fullu námi í útlöndum..... já bara bull eins og þú segir
Gáfnaljós (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:19
Samflokksmaður Gísla, Sveinn Andri Sveinsson, lýsti þessu ágætlega þegar hann sagði frá sínum störfum sem borgarfulltrúi sjálfstæðismanna fyrir nokkuð mörgum árum. Á þeim tíma var borgarfulltrúastarfið orðið fullt starf þar sem miklu þarf að koma í verk milli funda og hann taldi að starfið hefði bara aukist.
Ekki hef ég nú hugmynd um hvernig námið hans Gísla er byggt upp en trúi nú vart öðru en að hafa þurfi eitthvað fyrir því og þá er nú varla mikill tími til að eltast við borgarmálefnin á netinu og í síma.
Auðvitað á Gísli að sjá sóma sinn í því að taka sér frí meðan á náminu stendur, en þá þarf hann líklega að fara á námslán og þau eru í senn væntanlega of lág og svo þarf að borga þau til baka ásamt vöxtum. Nei þá er betra að ulla framan í borgarbúa og láta þá borga fyrir sig námið.
Birkir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:21
Held að Gísli Marteinn njóti aldrei virðingar eftir þennan gjörning sinn sem er með öllu siðlaus, sammála því sem Sveinn Andri hefur ritað um málið, Sjálfstæðisflokkurinn ætti að sjá sóma sinn í að afstýra þessu slysi.
Skarfurinn, 21.8.2008 kl. 11:32
hvet sjálfstæðismenn að kvarta, svona spillingu á að mótmæla. aðra reykvíkinga hvet ég til að hringja í Gísla og hvetja hann til að segja af sér
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:42
Aumingjans fólkið sem kaus þessa vitleysinga. Þegar það sér fyrir sér, að nú ætli þetta fólk kannski að reyna að þurrka skítinnn af bakinu á sér - neinei þá drullar það bara lengra uppá það. Og það væri einmitt mjög gaman að fá að vita hver borgar brúsann fyrir Gísla Martein í náminu.
nameless (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 11:49
Sammála frummælanda, þetta er alveg einstaklega klaufalegur og kjánalegur gerningur; einmitt núna þarf nýr meirihluti jákvæða umfjöllun, í kjölfar stormasamrar stjórnarmyndurnar, og þá er þetta síst það sem D-liðið þarf á að halda. Taktískt hraun, og var nógu vont fyrir með fyrirhugaða fjarvinnu GMB að óbreyttu.
Jón Agnar Ólason, 21.8.2008 kl. 12:31
Jack, þetta er ekki skraufþurrt. Það er sandur í vaselíninu.
Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 12:39
sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur að skíta upp á bak, þeir eru komnir með niðurgang !!! allt spilltir leikskólastrákar sem við..já við látum komast upp mep allt, því í stað þess að fólk taki til aðgerða og mótmæli þessu skípésahætti þá situr það heima og vælir, ef ég væri heima þá gætuð þið reiknað með að sjá mig fyrir utan vinnustað þessara glæðamanna og ausa yfir þeim öllu því sem þeir eiga skilið !
steini kani (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.