14.9.2008 | 16:58
Fullkominn skortur á virðingu
Ég held að þetta vandamál snúist að mestu eða öllu leyti um það að virðing gagnvart lögreglunni er engin. Og hvers vegna skyldi það vera? Það er vegna þess að lögreglan má ekkert gera, þá fer allt á annan endan. Fyrir nokkrum árum var tveimur öflugum lögreglumönnum vikið úr starfi vegna þess að þeir þóttu hafa beitt heldur öfgafullum aðferðum við handtöku. Málið fór minnir mig fyrir dóm og þeir reknir. Eftir þetta þá þarf lögreglan að beita þvílíkum vettlingatökum á alla, sama hvaða rugludallar eiga í hlut,....þá má ekki sjá á þeim marblett því þá er málið komið í blöðin og fréttamenn æsa lýðinn upp gegn löggunni sem var eingöngu að halda friðinn, vinna sína vinnu.
Einverjir hérna hafa verið að draga fram vörubílstjóramálið svokallaða. Í mínum huga var lögreglan að gera hárrétta hluti þar. Í því tilfelli var bara komið nóg. Og mér finnst og vill að lögreglan geri meira af þessu þegar hópur fólks beinlínis ræðst að þeim.
Lögreglan er ekki að handtaka ólátabelgi sér til skemmtunar, eða taka menn tímabundið úr umferð. Þeir eru að gera það til að halda friðinn eða til að koma í veg fyrir frekari vandræði. Og þegar menn spyrna við, þá er verður lögreglan að beita harðari aðferðum.
Mér er eiginlega sama hvað hver segir og er farinn að líta á það sem tómt kjaftæði að "Löggan verður nú samt að fara að reglum". Ég vill bara að lögreglunni sé gert það mögulegt að sinna sínu starfi og með þeim aðferðum sem þurfa þykja hverju sinni hvort sem það er með tali, handjárnum, kylfum, piparúða, stuðbyssum eða hverju öðru. það þarf að byggja upp virðingu gagnvart lögreglunni og það þarf að byrja strax, t.d. með því að sína unglingum hvernig maður kemur EKKI fram við lögregluna. Sbr 10-11 málið.
Æi, ég gæti skrifað endalaust um þetta en ég bara stend með lögreglunni í þessum málum.
Ég skal drepa konuna þína! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikið óskaplega er ég sammála þér, það er ótrúlegt hvað Löggan þarf að láta ganga yfir sig áður enn þeir mega gera einhvað. Hér í lögguríki Arnolds er engum vettlingatökum beitt, síðast í gær lennti ég í þeim, var staddur fyrir utan hótel þar sem eitt stykki ruðningslið var að gista, mikill mannjöldi var þar staddur (allt háskólakrakkar) og þegar löggan ákvað að núna var komið nóg, þá var bara upp með kylfur og fólki ýtt í burtu, ég fékk kylfuna beint í rifbeinin. Mér fannst þeir ekki vera gera neitt sem var ekki rétt, hárrétt viðbrögð, enn ég veit að ef þetta myndi gerast heima, þá væri það á forsíðu blaðanna í dag.
steini kani (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.