Bubbi flottur

Rosalega fannst mér kallinn góður að koma í viðtal hjá Stöð 2 og tala um sín fjármál og hins almenna íslendings, Jóns og Gunnu. Hann sagði bara beint út að ef þetta héldi svona áfram, ekki lengi, bara í nokkra daga eða vikur í viðbót, þá verður hann gjaldþrota. Rétt eins og þúsundir annara íslendinga sem gerðu þau slæmu mistök að fara að ráði bankanna að taka myntkörfulán í fyrra.

Ég er einn af þeim sem tók svona lán og viðurkenni það að málin líta hreint ekki vel út hjá mér og ólíkt Róberti Wessman sem var að tapa nokkrum milljörðum og lýsti því yfir að hann missti nú ekki svefn yfir því, þá sef ég ekki vel þessa dagana.

Það er löngu orðið tímabært að ráðamenn tali hreint út um málin hérna og bregðist við þessu ástandi sem orðið er. Ljósið í myrkrinu í dag er viðtalið sem ég horfði á við Þorgerði Katrínu og Björgvin G Sigurðarson núna áðan. Þau voru ekki að tjá sig á sama hátt og t.d. Geir H Haarde sem glottir framan í þjóðina og segir ósatt. Heldur töluðu þau beint út um að ástandið er VONT og að verið sé að vinna allan sólarhringinn að því að leysa vandann. Mér fannst líka flott hjá þeim að taka það fram að þau hafi ekki mikinn tíma, ekki marga daga til þess. Það amk jók mína trú á að alvöru aðgerðir séu í gangi. Og annað flott sem þau bæði sögðu um vorn Seðlabankastjóra um ummæli hans um þjóðstjórn. Þorgerður sagði, hann er kominn lengt út fyrir sitt starfssvið og Björgvin gerði orð Davíðs að sínum þegar hann sagði "Svona gera menn ekki".

Ég er svo fullkomlega og 100% sammála Bubba þegar hann sagði Þorgerði vera sinn drauma Forsætisráðherra. Algjörlega og fullkomlega sammála honum þar. 


mbl.is Bubbi boðar til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

Við Stebbi vorum þó það heppin að við neituðum þega sú hjá Glitni bauð okkur körfulán. Þótt það sé ekki bjart erum við þé ENN bjargálna.

Anna Heiða Stefánsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég get því miður ekki séð muninn á Geir og öðrum þarna í "óstjórninni". Sammi rassinn undir þessu öllu og allir ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Sorrý þau gætu hafa gert eitthvað fyrir löngu síðan. Svona áður en allt fór á versta veg. Hvað með þessa banka? Þeir voru einfaldlega gefnir vinum og vandamönnum og af hverju fengu bankarnir að láta eins og vitleysingar á húsnæðismarkaðnum? Af hverju var allt í einu í lagi að lána þjóðinni fyrir einfaldlega ÖLLU sem henni datt í hug að kaupa????  

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 2.10.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband