14.10.2008 | 22:15
Bubbi Morthens
Ég sem aðdáandi Bubba Morthens undanfarin 25 ár ákvað að ég yrði nú að hlusta á þennan útvarpsþátt hans á Rás 2 sem var sendur út í fyrsta skipti í gærkvöld.
Mér hefur þótt Bubbi vera alveg ótrúlega góður tónlistarmaður í gegnum tíðina, amk náð mínum eyrum svo um munar alveg frá byrjun. Hann hefur þróast og breyst og einstaka sinnum kemur eitthvað frá honum sem ég fíla ekki en það hefur reynst heyra undantekningum til. Ég hef hins vegar aldrei verið neitt mikið fyrir að hlusta á hann tala og það á kannski meira við nú í seinni tíð. Ákvað samt að hlusta á þáttinn hans :)
Ég er ekki einn af þeim sem hef gagnrýnt Bubba fyrir að selja lögin sín á sínum tíma fyrir einhvern stóran aur, mér finnst bara allt í lagi að hann hafi gert það, viljum við ekki öll fá sem mest fyrir okkar vinnu? En ég veit ekki, ég held hann hafi breyst samt rosalega við það. Allt sem hann gagnrýndi hérna áður fyrr hætti hann að gagnrýna. Og nú er ég að hlusta á þennan þátt hans á vefnum og það eru tveir menn sem hann er mest að gagnrýna. Annar þeirra er Davíð Oddsson. Bubbi segir hann hafa þjóðnýtt Glitni. Hinn maðurinn sem hann er að gagnrýna er Egill Helgason fyrir að hafa látið Jón Ásgeir heyra það í þættinum sínum.
Það er öll þjóðin að átta sig á því að þetta fjármálafyllerí sem nokkrir aðilar hafa staðið í undanfarin ár hefur haft gríðarleg áhrif á hver staðan er á Íslandi núna. Ég er ekki að segja að sökin sé öll þeirra en það hjálpar ekki til hversu svakalega þeir voru búnir að skuldsetja fyrirtæki sín sem nú öll íslenska þjóðin þarf að taka á sig. Einhvern tíma hefði Bubbi verið í fararbroddi í þessari gagnrýni á peningadrengina. Hann hefði líklegast samið heila plötu um þá. En nei, nú má Egill Helgason ekki sýna Jóni Ásgeiri hörku í viðtalsþætti. Hmm,....?? Kannski er ástæðan bara sú að Bubbi var um það bil að drukkna sjálfur í lífsgæðakapphlaupinu á sínum rándýru bílum, með rándýra síma, í rándýrum fötum, á kafi í rándýru sporti að byggja rándýrt hús?
Æ ég veit ekki, á ekki Bubbi bara að sitja inní stúdíó og semja flott Bubbalög? Reyndar verður hann að passa sig aðeins á að snúa ekki svona úr þekktum frösum eins og hann gerði þegar hann opnaði þáttinn með frumfluttu lagi þar sem segir "er lífið þá búið, veit sá sem ekki spyr". Hlítur auðvitað að hafa átt að vera "spyr sá sem ekki veit" ;)
Ég er mikill Bubba fan en ég stórefast um að ég hlusti á þessa þætti í framtíðinni
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1219
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.