Þjóðin hafnaði því og Forseti vor líka

Ekki veit ég, frekar en líklega nokkur annar, hvort það hefði einhverju breytt, en hefði hugsanlega fjölmiðlafrumvarpið sem reynt var að koma á, tryggt nú að þessi stóri fjölmiðill væri ekki í þeirri hættu sem hann ku vera í? Ég veit það ekki en ég neita því ekki að ég velti því fyrir mér.

Og reyndar hef ég velt því fyrir mér undanfarið hvort sú staðreynd, að þjóðin og svo Forseti Íslands, höfnuðu þessu frumvarpi svo rækilega sem raunin varð, að möguleikar á að hefta eignasöfnun auðmanna hefðu endanlega verið hent út af borðinu? Var lokað á slík höft með því að hafna þessu frumvarpi? Hefði ekki sama fólkið og sami Forseti hafnað öllum slíkum hugmyndum í framhaldinu líka?

Er það ekki eitthvað sem bara verður að gerast, að setja einhver höft á að fáir menn geti hreinlega eignast allt sem þeir vilja?

Ég vona svo heitt og innilega að bæði 365 Miðlar og Skjárinn lifi þetta af. Það skiptir ekki litlu máli. Það skiptir ótrúlega miklu máli fyrir fólkið í landinu, fjölskyldurnar og auðvitað fyrirtækin líka. Því á þeim erfiðum tímum sem framundan eru, þá er sú afþreying sem fjölskyldur njóta á skjánum heima í stofu mikilvæg.


mbl.is Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Þetta er nefnilega eitthvað sem hefur verið voða lítið í umræðunni, ég er nefnilega ekki frá því að forsetinn (og reyndar þjóðinn öll) hafi afvopnað yfirvöld með fjölmiðlsfrumvarpinnu á sýnum tíma.

Það þarf nefnilega að athuga hvað fékk menn til að dreifa fölmiðlum frítt í mörg ár með bullandi tapi.

Sigurður Ingi Kjartansson, 30.10.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það var á sínum tíma varað við þessu þegar fjölmiðlafruvarpið var stoppað af forsetanum og co.

Marinó Már Marinósson, 30.10.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og nú er Ríkið að sigra.  Svei.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband