Aftur tjáir Davíð sig

Núna er að koma í ljós að bæði Geir og Ingibjörg vissu af vandræðum bankanna fyrir löngu löngu síðan, eða um það leiti sem æðstu stjórnendur amk Kaupþings byrjuðu að stofna fyrirtæki utanum lánin sín. Vissu það semsagt á sama tíma og stjórnendur bankanna. Hvorki ráðamenn né stjórnendur bankanna hins vegar brugðust við þessu á viðeigandi hátt.

Ég spyr því. Er þessu fólki virkilega sætt í stólum sínum?

Allir,....almenningur, stjórnmálamenn, stjórnendur bankanna, eigendur bankanna og fjölmiðlar hafa verið að kasta ábyrgðinni hingað og þangað í margar vikur. En svo er það að verða öllum ljóst núna, og það með mjög svo ljósum hætti, að öll vissu þau um yfirvofandi hættu á hruni bankanna.

Ég spyr því. Er þessu fólki virkilega sætt í stólum sínum?  

Icesave var leyft að herja á nýja markaði eins og ekkert væri, krónan var leikin grátt hvað eftir annað og undarleg innherjaviðskipti áttu sér stað rétt áður en bankarnir hrundu. Og allan tímann vissu bankarnir og æðstu stjórnmálamenn af yfirvofandi falli.

Ég spyr því. Er þessu fólki virkilega sætt í stólum sínum?

Og svo kemur Fjármálaráðherra í viðtal á Stöð2 í gær og segist hafa jú, íhugað að segja af sér. Niðurstaða þeirrar íhugunnar hafi verið að hann hafi staðið sig svo vel í starfi, að þjóðin hafi verið skuldlaus, svo afsögn væri ekki það sem til stæði. Tjahh, hann stóð sig svo vel að nú er íslenska þjóðin einhver sú skuldugusta í hinum vestræna heimi. Afsögn? Nei segir Árni, ég stóð mig svo vel.


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband