24.11.2008 | 14:24
Steingrímur.........
Ekki get ég sagt að ég treysti Steingrími betur að takast á við þau mál sem þarf að takast á við. Bara alls ekki. Og mér finnst maðurinn kolvitlaus að leggja til kosningar núna. Það má sjálfsagt velta fyrir sér þörfinni eða réttlætingunni á kosningum fljótlega,....ekkert óeðlilegt við það, en að gera það akkurat núna og kosningar um áramót,...........halló, er maður gjörsamlega veruleikafyrtur?
Mér hefur lengi þótt Steingrímur öflugur og góður þingmaður, réttsýnn líka. En hann er alveg að þurrka þann stimpil af sér með þessu. Auk þess hefur hann ekki haft neitt annað fram að færa í þessu máli öllu, engar aðrar lausnir. Og alveg sama hvað gert er, hann situr yfirleitt bara hjá, vill ekki taka afstöðu. T.d. þegar neyðarlögin voru sett á, hann var hvorki með né á móti, tók ekki afstöðu. Ætti formaður stjórnmálaflokks af þessari stærðargráðu ekki að geta takið afstöðu í svona máli? Það finnst mér. En nei, hann þorði ekki að styðja og hann þorði ekki heldur að vera á móti. Hann semsagt gerði EKKERT.
Þó svo að auðvelt sé að gagnrýna núverandi stjórn fyrir ýmislegt sem betur hefði mátt fara þá verða menn nú að vera raunsæir í því að akkurat núna, þá þurfum við ekki á því að halda að fókusinn hjá þeim sem eru við stjórnvölinn fari í eitthvað annað en nákvæmlega björgunaraðgerðir þær sem nauðsynlegar eru.
Sýndu nú bara smá þolinmæði Steingrímur, þinn tími mun koma,.............hugsanlega.
Hefur almenning ekki með sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 1223
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér,þessi maður(Steingrímur)er ekkert nema bölvaður kjafturinn.Það eina sem hann hefur getað þvaðrað um,er burt með stjórnina,nýjar kostningar, vegna þess að stjórnin ræður ekki við verkefnið.En hvaða lausnir hefur hann komið með?Fljótt svarað engar.
Hjörtur Herbertsson, 24.11.2008 kl. 14:46
tja, ekki bara kjafturinn heldur hnefinn líka hahaha....
Arna Pálsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.