Í dag ætla ég að reykja.........

.....en á morgun,................. á morgun er ég hættur !

Ég held ég hafi aldrei byrjað nýtt ár með einhverjum loforðum um að hefja eða hætta einhverju. En nú verður smá breyting þar á því auk þess að hætta að reykja þá er nú stefnan tekin á ræktina en inná líkamsræktarstöð hef ég ekki komið af neinni alvöru síðan 2001. Hef stundað ýmislegt annað sport samt :)

Sú staðreynd að það kostar mig í dag ca. 270.000 krónur ári að reykja er alls ekki eina ástæða þess að nú ætla ég að hætta. Ástæðurnar eru margar og flestar hverjar mun veigameiri en krónur og aurar. Nú þurfa bara þeir sem umgangast mig hvað mest að þola mig meðan ég fer yfir "leiðinlega" skeiðið. Ég kalla það þessu nafni því síðast þegar ég hætti, þá var ég vinsamlegast beðinn um að byrja aftur eða flytja út í Hrísey :)

En já, ræktin líka. Verð að viðurkenna að það sér nú bara á kallinum eftir nýliðna jólahátíð en svo er gamli líka að detta í fertugt í maí komandi og þá er nú markmiðið að líta þokkalega út og þurfa ekki að henda Armani fötunum í víkkun Tounge

Enga öfga, stefnum bara á þetta til að byrja með :)

  

Jæja,....þá er þetta orðið opinbert og mikið djö.... verður gott að vera laus við sígósullið Sick  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfulll er ég ógeðslega sáttur með þig, segi bara gangi þér ýkt vel !

Steini frændi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband