1.2.2009 | 20:13
Boxer hittingur
Á sunnudögum klukkan 14 hittist fólk á Geldinganesi sem á það sameiginlegt að eiga Boxerhund og í dag mætti ég í fyrsta skiptið. Ferlega gaman að leyfa Míu að hitta svona marga hunda af sama kyni en ekki síst fyrir þær sakir að þarna hitti hún bæði systur sína og bróður úr sama goti Það voru þarna 10-12 Boxerhundar samankomnir.
Hún Mía mín er ennþá að læra að umgangast aðra hunda án þess að þurfa sérstaklega að sína vald sitt. En ég þurfti nú á endanum í dag að setja hana í ól því hún vildi endilega berja á einu litlu dýri, því eina sem ekki var af Boxerkyni. Svo kom maður þarna með hund af, líklega íslenskblönduðu kyni, og Mía var ekkert alveg sátt við það og sýndi vald sitt. Þetta er svosem ekkert merkilegt, hundar rífast stundum og svona, en þessi maður brást ekkert lítið illa við og hellti yfir MIG skömmum. Ég held nú að menn sem eiga hunda og fara með þá á meðal annara hunda ættu nú að reyna að skilja hunda betur en þetta, maðurinn missti sig alveg og mig langaði nú bara mest að sýna honum mitt vald.......
Og fyrir þá sem ekki vita þá er Mía mín þessi hvíta
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.