17.2.2009 | 18:34
Mobile World Congress - Barcelona
Héðan frá Barcelona, þar sem ég er staddur, er reyndar töluvert fleira spennandi að sjá en ný hleðslutæki :)
Snertiskjásímar eru mjög svo áberandi hérna en allir stærstu farsímaframleiðendurnir og reyndar hinir minni líka eru að kynna mjög svo öfluga síma hérna í þeim flokki. Nokia er að sýna sína 2 sem eru 5800 og N97 sem klárlega er sá sími sem er að hljóta langmestu athyglina enda er Nokia að taka risastórt skref í bæði hönnun hans og tæknilegri útfærslu.
SonyEricsson kynnti líka mjög öflugan snertiskjásíma með 12 megapixel myndavél en myndavélarnar eru sömuleiðis mjög áberandi hérna þar sem allir eru að kynna 8-12 megapixla myndavélasíma.
Hérna er margt að skoða og merkilegt og mættu Tækni og vísindi hjá MBL alveg endilega skrifa meira um þær nýjungar sem eiga sér stað í farsímaheiminum enda er mjög ör þróun í þeim geira.
Hitt er svo annað mál í sambandi við hleðslumálin, þá er Nokia búnir að hanna síma sem þarf ekki hlaða með rafmagnssnúru heldur eru sólarrafhlöður í honum. Þeir vilja þó þróa þetta lengra eða þannig að rafmagnsljós muni vera nóg til að hlaða símann. Þessi tækni mun þó ekki líta dagsins ljós fyrr en eftir eitthvað lengri tíma en 2012.
h
Eitt hleðslutæki fyrir alla síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.