Skoðanasveiflur á ESB

Það var svolítið sérstakt að sjá fréttir um þetta á Stöð 2 en þeir birtu fjórar niðurstöður skoðanakannana um ESB aðild sem gerðar hafa verið á síðustu fjórum mánuðum og það merkilega var hversu gríðarlegur munur er á þessum skoðanakönnunum. Yfir 70% vildu aðild í nóvember, 40% í janúar.

Mér finnst þetta auðvitað bara segja mér að það er bráðnauðsynlegt að stjórnvöld kynni rækilega hvað fellst í þessari aðild. Og þá þarf að kynna það rétt, ekki að Sjálfstæðiflokkurinn kynni sína sýn á það og Samfylkingin sína,...os.frv. Heldur að þetta verði bara kynnt rækilega óháð flokkapólitík. Það má ekki byggja aðildarumsókn byggða á dagsformi hvers og eins.


mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er þriðja skoðanakönnunin í röð sem sýnir meirihluta gegn umsókn um inngöngu í Evrópusambandið og þriðja í röð sem sýnir meirihluta gegn inngöngu sem slíkri. Þannig að það er ekki eins og ekkert samræmi sé á milli kannana.

Það þarf annars ekki einhverja opinbera mötun í þessum efnum, hver og einn getur einfaldlega kynnt sér málið á eigin forsendum. Nú þegar er vitað hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér í langflestum málum. En ef þú vilt opinbera mötun hefur hún reyndar farið fram. Þverpólitísk Evrópunefnd skilaði frá sér skýrslu í marz 2007 sem flestir eru sammála um að sé mjög heildstæð og góð úttekt á því hvað slík innganga þýddi.

Hér má nálgast skýrsluna sem er tiltölulega stutt og auðlesin:
http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 19:53

2 identicon

4.1.1.2. Varanlegar undanþágur og sérlausnir

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB. Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er þó reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang (sjá nánar í sjávarútvegskafla).

Jafnan aðgang, þýðir það ekki að við fáum fullt af skipum frá spáni, póllandi og fleiri löndum til landsins til að þurrka upp fiskinn okkar?

Þór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:16

3 identicon

Þessar skoðana kannanir sýna hve mikill áhrif samtök eins og LÍÚ og BÍ hafa, hræðsluáróður þeirra er að svínvirka á landann. En hvað gerist svo þegar hinn harði veruleiki efnahagshrunsa blasir við félagsmönnum þeirra, þá gæti komið annað hljóð í skrokkinn. Það er mikil sveifla á þessu máli og sýnir að margir geta vel hugsað sér ESB aðild, þótt þeir óska sér þess ekki.

@Þór. Við munum ekki fá fullt að erlendum skipum hér við land, reglan um hlutfallslegan stöðuleika hindrar það. En erlendar útgerðir munu vissulega hafa kost á því að kaupa kvóta hér við land. En þá koma reglur ESB um kvótahopp við þ.e. 50% áhafnar landsmenn veiðisvæðis og 50% afla sem veiddur er í veiðisvæðis skal landaður í höfn umráðaríkis. Það eina sem sjávarúvegur þarf í raun að breyta er hindrun fjárfestingum útlendinga.

Þessar reglur gera það mjög mikilvægt að eign á sameiginlegum auðlyndum verði gerðar að eign þjóðarinnar í stjórnarskrá. Einnig að fyrstu 50 mílurnar verði teknar frá fyrir ísfiskveiðar minni skipa.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:19

4 identicon

Veist þú ekki rassgat maður?! Lisbon sáttmálinn, lestu hann og þegiðu Magnús.

Þór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sést hve rangfærslur líú og heimssýnar virka,  að enn spretta upp einstaklingar eins og þessi "þór" sem tala eins og einhver regla "um jafnan aðgang" sé praktiseruð viðvíkjandi fiskinn í ESB.

Það er bara eins og íslendingar sumir séu ekkert í lagi.  Þeir trúa því bara að fiskikerfið séþannig að allir veiði hjá öllum hips um haps.

Þó er aðeins sirka 10.000 sinnum búið að fara yfir hvernig sjávarútvegsstfna esb virkar í raun og veru áundanförnum mánuðum. 

En með könnunina þá sýnist mér þetta gæti verið 50/50.  Mér finns það mikill stuðningur miðað við rangfærsluáróðurinn frá and-sinnum.  Mér finst það.  Þó er áberandi að samkv. tölunum er minnsti stuðningurinn hjá sjllaflokk.  Það er mjög athyglisvert.

Þetta þýðir að umsvifalaust verður að fara í aðildarviðræður, samning uppá borð. Kjósa. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 22:48

6 identicon

Ok, hvernig líta fiskimiðin hjá ESB út? Þeir eru næstum búnir að þurrka út allan firsk hjá sér, hvað mun halda aftur af þeim að koma hingað og gera það sama hér um leið og þeir geta?! ESB er búið að klúðra sínum fiskimiðum vegna ofveiði, haldið þið að það verði eitthvað öðruvísi hérna? Rosalega eru þið bjartsýnir, eða vitlausir.

Þór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:54

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þór,  í rauninni mætti segja það sama um ísland.  Eða hverjir hafa verið að skera niður þorskkvóta ótæðilega síðustu ár ? Jú jú er það ekki ísa kalda land.  Eg veit ekki betur.  Loðnan-horfin, kolmuninn-horfinn.

Hvað varð um fiskinn ?  Ekki stal esb honum. Það er klárt.  Æjá ! Hvalurinn gleypti hann !!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 23:16

8 identicon

Ertu þá að reyna að segja að Íslensk fiskimið séu jafn illa farin eftir íslendinga og ESB fiskimið eru eftir nauðgun ESB á þeim?! Það er ekkert nema bull í þér.

Þór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:22

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það erbara misjafnt eftir svæðum í esb.  Í ESB er hátt til lofts og vítt til veggja. 

Beisikallí eru það samt sömu vandamál sem við er að eiga.  Já, það er það.

Það er mikil tilhneyging til að ofgera vandamál esb þessu viðvíkjandi og jafnframt að fegra íslands hlut.

Þarna verður að hafa í huga að mikil tíska er hjá fjölmiðlum útí evrópu að hnjóða útí fiskimál esb.

Í rauninni er ekki svo mikill munur.  Margir tala m brottkast í esb.  Þá er talað eins og það þekkist ekki hér.  Eini munurinn erfaktískt að í esb er það leyft en hér bannað.  En í praxis er svipuð niðurstaða, þannig séð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 23:50

10 identicon

Og hvað ertu með til að rökstyðja þetta bull?

Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:24

11 identicon

@Þór. Í guðanna bænum slepptu gífuryrðum sem þú hefur ekki efni á.

Í aðildarsamningunum verður það kerfi sem við viljum hafa fest niður og núverandi kerfi er fyllilega samrýmanlegt reglum ESB (M.Köhler), það eina er að ekki má mismuna þegnum ESB. Grunnregla ESB er að jafnt skal yfir alla ganga. Þannig að útlendingar hafa leyfi til þess að kaupa veiðkvóta hér við land, alveg eins og hver annar.

Kvótaákvörðuninn verður vissulega í Brussel, en það merkir í praxís að Hafró stjórnar veiðimagninu. Þannig að eflaust verður ekki vikið frá ráðgjöf líffræðingana.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband