Bubbi Morthens

Ég sem aðdáandi Bubba Morthens undanfarin 25 ár ákvað að ég yrði nú að hlusta á þennan útvarpsþátt hans á Rás 2 sem var sendur út í fyrsta skipti í gærkvöld.

Mér hefur þótt Bubbi vera alveg ótrúlega góður tónlistarmaður í gegnum tíðina, amk náð mínum eyrum svo um munar alveg frá byrjun. Hann hefur þróast og breyst og einstaka sinnum kemur eitthvað frá honum sem ég fíla ekki en það hefur reynst heyra undantekningum til. Ég hef hins vegar aldrei verið neitt mikið fyrir að hlusta á hann tala og það á kannski meira við nú í seinni tíð. Ákvað samt að hlusta á þáttinn hans :)

Ég er ekki einn af þeim sem hef gagnrýnt Bubba fyrir að selja lögin sín á sínum tíma fyrir einhvern stóran aur, mér finnst bara allt í lagi að hann hafi gert það, viljum við ekki öll fá sem mest fyrir okkar vinnu? En ég veit ekki, ég held hann hafi breyst samt rosalega við það. Allt sem hann gagnrýndi hérna áður fyrr hætti hann að gagnrýna. Og nú er ég að hlusta á þennan þátt hans á vefnum og það eru tveir menn sem hann er mest að gagnrýna. Annar þeirra er Davíð Oddsson. Bubbi segir hann hafa þjóðnýtt Glitni. Hinn maðurinn sem hann er að gagnrýna er Egill Helgason fyrir að hafa látið Jón Ásgeir heyra það í þættinum sínum.

Það er öll þjóðin að átta sig á því að þetta fjármálafyllerí sem nokkrir aðilar hafa staðið í undanfarin ár hefur haft gríðarleg áhrif á hver staðan er á Íslandi núna. Ég er ekki að segja að sökin sé öll þeirra en það hjálpar ekki til hversu svakalega þeir voru búnir að skuldsetja fyrirtæki sín sem nú öll íslenska þjóðin þarf að taka á sig. Einhvern tíma hefði Bubbi verið í fararbroddi í þessari gagnrýni á peningadrengina. Hann hefði líklegast samið heila plötu um þá. En nei, nú má Egill Helgason ekki sýna Jóni Ásgeiri hörku í viðtalsþætti. Hmm,....?? Kannski er ástæðan bara sú að Bubbi var um það bil að drukkna sjálfur í lífsgæðakapphlaupinu á sínum rándýru bílum, með rándýra síma, í rándýrum fötum, á kafi í rándýru sporti að byggja rándýrt hús?

Æ ég veit ekki, á ekki Bubbi bara að sitja inní stúdíó og semja flott Bubbalög? Reyndar verður hann að passa sig aðeins á að snúa ekki svona úr þekktum frösum eins og hann gerði þegar hann opnaði þáttinn með frumfluttu lagi þar sem segir "er lífið þá búið, veit sá sem ekki spyr". Hlítur auðvitað að hafa átt að vera "spyr sá sem ekki veit" ;)

Ég er mikill Bubba fan en ég stórefast um að ég hlusti á þessa þætti í framtíðinni Cool


Rök,....????

Það hefur nú ýmislegt verið GERT uppí Seðlabanka sem ekki á við rök að styðjast.


mbl.is Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt

Þetta er auðvitað allt vegna þess sem ríkisvaldið gerði. Hefur ekkert með sukk og svínarí annara að gera, t.d. eigenda banka, eigendur Stoða, eigendur margra milljarðafyrirtækja,.....


mbl.is Lánstraust Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir og í raun miklu meira.....

Æ ég veit ekki hvað maður á að segja. Kannski bara ekkert. Kannski ætti maður bara að horfa á þetta myndband og velta því fyrir sér hvers vegna krónan er ónýt?


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi flottur

Rosalega fannst mér kallinn góður að koma í viðtal hjá Stöð 2 og tala um sín fjármál og hins almenna íslendings, Jóns og Gunnu. Hann sagði bara beint út að ef þetta héldi svona áfram, ekki lengi, bara í nokkra daga eða vikur í viðbót, þá verður hann gjaldþrota. Rétt eins og þúsundir annara íslendinga sem gerðu þau slæmu mistök að fara að ráði bankanna að taka myntkörfulán í fyrra.

Ég er einn af þeim sem tók svona lán og viðurkenni það að málin líta hreint ekki vel út hjá mér og ólíkt Róberti Wessman sem var að tapa nokkrum milljörðum og lýsti því yfir að hann missti nú ekki svefn yfir því, þá sef ég ekki vel þessa dagana.

Það er löngu orðið tímabært að ráðamenn tali hreint út um málin hérna og bregðist við þessu ástandi sem orðið er. Ljósið í myrkrinu í dag er viðtalið sem ég horfði á við Þorgerði Katrínu og Björgvin G Sigurðarson núna áðan. Þau voru ekki að tjá sig á sama hátt og t.d. Geir H Haarde sem glottir framan í þjóðina og segir ósatt. Heldur töluðu þau beint út um að ástandið er VONT og að verið sé að vinna allan sólarhringinn að því að leysa vandann. Mér fannst líka flott hjá þeim að taka það fram að þau hafi ekki mikinn tíma, ekki marga daga til þess. Það amk jók mína trú á að alvöru aðgerðir séu í gangi. Og annað flott sem þau bæði sögðu um vorn Seðlabankastjóra um ummæli hans um þjóðstjórn. Þorgerður sagði, hann er kominn lengt út fyrir sitt starfssvið og Björgvin gerði orð Davíðs að sínum þegar hann sagði "Svona gera menn ekki".

Ég er svo fullkomlega og 100% sammála Bubba þegar hann sagði Þorgerði vera sinn drauma Forsætisráðherra. Algjörlega og fullkomlega sammála honum þar. 


mbl.is Bubbi boðar til mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægður með mína.......

Rosalega er ég ánægður með hvað hún Þorgerður Katrín er óhrædd við að senda sínum fyrri formanni tóninn þegar hann lætur illa.

Davíð Oddson lagði til að sett yrði saman þjóðstjórn. Þorgerður sagði í viðtali við fréttamann að hann Davíð ætti nú bara að sinna því sem hann ætti að vera að sinna, hann væri kominn langt út fyrir starfssvið sitt með því að skipta sér af stjórnmálum. Mér finnst þetta ekkert lítið flott hjá henni, að bara láta þetta flakka. Það virðast nefnilega allir sjálfstæðismenn skíthræddir við að tjá sig gegn nokkru sem Davíð segir. Allir nema Þorgerður, Geir fer held ég ekki á klósettið nema fá leyfi hjá honum.

Þorgerður er bara alveg rosalega sterkur stjórnmálamaður, alveg ofboðslega sterk og mér finnst það koma fram í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og alltaf þegar hún kemur fram. Það er svo að sjálfsögðu ekki verra hvað það er gaman að horfa á hana tala,........já, eða hlusta :)


mbl.is Jóhanna nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðamenn þjóðarinnar

það er allt að hækka svo svakalega þessa dagana og ekkert skrítið að eldsneytisverð geri það líka. Bara hreint ekkert undarlegt. Ég starfa sjálfur í innflutningi og hækkanir eru vikulega eða jafnvel meira. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst staða íslensku krónunnar sem hrapar og hrapar.

Það sem fer orðið svakalega í taugarnar á mér og ég bara skil ekki er það að ráðamenn, Forsætisráðherra, Fjármálaráðherra, Viðskiptaráðherra, Seðlabankastjóri og fleiri hafa allan tímann gert SVO lítið úr þessu,....að ástandið sé nú bara allt í lagi. Við séum svo rosalega sterk og getum tekið á þessu öllu. Ekkert mál, ekkert vandmál, engin kreppa.

Geir H Haarde lýgur uppí opið ginið á okkur öllum í hvert einasta skipti sem hann er spurður spurninga. Hann segir alltaf að hann sé nú bara að hitta þennan og hinn vegna þess að hann hitti þá reglulega og fundur á laugardegi, sunnudegi eða sunnudagskvöldi hafi ekkert með neitt að gera. Að Björgólfur Thor hafi bara verið á landinu og að hann hitti hann jafnan þegar svo sé. Það er síðasta kjaftæðið í Geir. No comment er mun betra en að brosa bara og segja (ljúga),....."Nei nei, það er ekkert vesen í gangi" 

 Hvers vegna brást ríkistjórn Íslands ekki fyrr við? Af hverju skelltu þeir skollaeyrum við það sem allt fjármálakerfið var að segja, að það þyrfti að bregðast við. Af hverju gerðu ráðamenn EKKI NEITT fyrr en það var orðið um seinan?

Ég er hrikalega vondur yfir þessu öllu,...og ég er mest vondur yfir þessu glotti hans Geirs í hvert einasta skipti sem hann svaraði spurningum með þeim hætti að það væri ekkert vandamál í gangi.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok,...nú er allt til fjandans að fara

Þetta Glitnismál er eitt og auðvitað ekki sérlega gott. En að loka á Borðeyri fær mann nú bara til að kvíða framtíðinni. Hvað gerist í fjármálalífinu í kjölfarið á þessari lokun?
mbl.is Afgreiðslu sparisjóðsins á Borðeyri lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisgæsla dauðans

Ertu að grínast í mér með viðbragðstímann. Securitas er VIÐ HLIÐINA Á Bang&Olufsen í Síðumúla. Getur þetta á einhvern hátt verið neyðarlegra fyrir þá? Jú kannski ef brotist væri inn hjá þeim sjálfum. Hvaða ferli fer í gang hjá Securitas þegar öryggiskerfi fer í gang hjá fyrirtæki sem borgar þeim fyrir að fylgjast með, það er spurning sem ég held að þeir ættu að svara og jafnvel að endurskoða frá A-Ö.

Húrra fyrir Securitas


mbl.is Brotist inn hjá Bang&Olufssen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi gjaldmiðla

Pælið í því að þegar þessi frétt var sett inn, þá reiknaðist þeim til að HÍ fengi 276 milljónir. Núna, nokkrum mínútum síðar er upphæðin hins vegar komin í 286 milljónir.

Hvað er eiginlega í gangi segi ég bara. Hvernig ætlum við að búa við þetta rugl sem í gangi er á gjaldeyrismörkuðum? Ég starfa við innflutning og verðlagningu og hver dagur byrjar á því að kanna gengið. Í dag hefur krónan hins vegar verið í þvílíku falli að það er stórmunur á milli klukkustunda.

Ráðamenn hins vegar sitja bara og segja allt í himnalagi.


mbl.is HÍ fær 276 milljónir að gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega magnað myndband úr dýraríkinu


Fullkominn skortur á virðingu

Ég held að þetta vandamál snúist að mestu eða öllu leyti um það að virðing gagnvart lögreglunni er engin. Og hvers vegna skyldi það vera? Það er vegna þess að lögreglan má ekkert gera, þá fer allt á annan endan. Fyrir nokkrum árum var tveimur öflugum lögreglumönnum vikið úr starfi vegna þess að þeir þóttu hafa beitt heldur öfgafullum aðferðum við handtöku. Málið fór minnir mig fyrir dóm og þeir reknir. Eftir þetta þá þarf lögreglan að beita þvílíkum vettlingatökum á alla, sama hvaða rugludallar eiga í hlut,....þá má ekki sjá á þeim marblett því þá er málið komið í blöðin og fréttamenn æsa lýðinn upp gegn löggunni sem var eingöngu að halda friðinn, vinna sína vinnu.

Einverjir hérna hafa verið að draga fram vörubílstjóramálið svokallaða. Í mínum huga var lögreglan að gera hárrétta hluti þar. Í því tilfelli var bara komið nóg. Og mér finnst og vill að lögreglan geri meira af þessu þegar hópur fólks beinlínis ræðst að þeim.

Lögreglan er ekki að handtaka ólátabelgi sér til skemmtunar, eða taka menn tímabundið úr umferð. Þeir eru að gera það til að halda friðinn eða til að koma í veg fyrir frekari vandræði. Og þegar menn spyrna við, þá er verður lögreglan að beita harðari aðferðum.

Mér er eiginlega sama hvað hver segir og er farinn að líta á það sem tómt kjaftæði að "Löggan verður nú samt að fara að reglum". Ég vill bara að lögreglunni sé gert það mögulegt að sinna sínu starfi og með þeim aðferðum sem þurfa þykja hverju sinni hvort sem það er með tali, handjárnum, kylfum, piparúða, stuðbyssum eða hverju öðru. það þarf að byggja upp virðingu gagnvart lögreglunni og það þarf að byrja strax, t.d. með því að sína unglingum hvernig maður kemur EKKI fram við lögregluna. Sbr 10-11 málið.

Æi, ég gæti skrifað endalaust um þetta en ég bara stend með lögreglunni í þessum málum.


mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æsifréttamennska

Auðvitað var þetta á kostnað skattgreiðenda,..en ekki hvað? Er það ekki ríkið sem greiðir þingmönnum laun og kostnað vegna þeirra? Og fær ekki ríkið sínar tekjur frá skattgreiðendum?

Mér finnst þetta vera æsifréttamennska og ekkert annað. Það er vel þekkt í fyrirtækjum að það eru farnar svona vinnuferðir út fyrir hefðbundið umhverfi og staðarvalið sem slíkt er ekkert issue.


mbl.is Gisting á kostnað skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband