24.10.2007 | 18:17
Áfengi í matvöruverslanir !!
Ég bara verð að tjá mig aðeins um þetta mál.
Ég er sjálfstæðismaður og ég nota áfengi. En ég er algjörlega og fullkomlega á móti því að færa áfengið í matvöruverslanir,...alveg 100% á móti því. Ég skil svosem alveg hluta af rökum þeirra sem vilja selja það þar, semsagt opið markaðssvæði og allt það. En það er algjör rökleysa að reyna að halda því fram að svona aukið aðgengi fólks muni EKKI auka á vandann og auka aðgengi unglinga að áfengi. Það er bara hrein og bein firra að halda slíku fram.
En svo er annar flötur á málinu en hann er sá að ég er sannfærður um að úrvalið mun hrynja við þetta. Hvers vegna skyldu Bónus, Hagkaup, Nóatún og allar hinar búðirnar bjóða uppá mörg hundruð gerðir af léttu víni þegar framlegðin í raun kemur bara af 10-20% af því sem í boði er? Nei, þú munt geta valið úr mesta lagi 10-15 gerðum rauðvíns og hvítvíns. Og þá er ég að tala um stærstu of flottustu verslanir Hagkaupa og Nóatúns, ekki minni búðirnar. Það segir sig sjálft að úrvalið myndi hrynja ef þetta fer úr ÁTVR. Sættir þú þig við að geta bara keypt Bláu nunnuna ef þig langar í hvítvín?
ÁTVR myndi seint bjóða uppá sína góðu þjónustu ef þeir fengju eingöngu að njóta þess að selja dýra vínið, þetta sem ekki allir kaupa. Þeir lifa auðvitað að miklu leyti á að selja massann og geta þess vegna einnig haldið uppi úrvali af öðrum vínum.
Gæti skrifað heila grein um þetta en staðreyndin er bara að ÁTVR er að bjóða uppá afbragðsgóða þjónustu, flottar verslanir með gríðarlega mikið útval, oft mjög þægilegan afgreiðslutíma og í mörgum verslunum eru þeir með sérfræðinga í vínum sem hægt er að leita til. Fari þetta frumvarp í gegn mun úrvalið versna og áfengisvandinn mun aukast. Svo einfalt er það nú.
Ætli Hagkaup og Nóatún myndu ráða til sín vínsérfræðinga til að standa í verslunum ig ráðleggja fólki um val á rétta víninu með rétta kjötinu??? Nei, alveg pottþétt ekki.
Ég nota tóbak líka. Og satt best að segja, þá finnst mér að í stað þess að færa áfengið í matvöruverslanir, þá væri virkilega og mjög svo gott mál að færa tóbakið allt í ÁTVR og minnka þar með aðgengi að því til muna. Held að heilbrigðisráðherra ætti að beita sér frekar fyrir því en að styðja það að auka á áfengisvandann eins og hann er að gera núna,.........svo ótrúlega sem það nú hljómar.
Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.10.2007 | 15:44
London
Síðustu helgi eyddi ég í þeirri geggjuðu borg, London.
Verð að segja að það er ekkert smá gaman að koma þangað því ég hef bara einu sinni áður verið þar og einhvern vegin var ég ekkert heillaður þá svo ég hef bara ekkert sótt í að fara þangað aftur. En þessi helgi var bara í alla staði alveg mögnuð, alveg æðisleg og mynd mín af borginni er gjörbreytt.
Auðvitað tók maður ágætis verslunarpakka í miðbænum og svo borðuðum við á frábærum Indverskum stað sem heitir Tamarin. Mæli 200% með honum. Prófuðum reyndar líka svolítið alveg sérstakt en það var að kíkja í Te á Ritz. Mjög enskt svo ekki sé meira sagt og alveg hillaríus að sjá ensku snobbkvinnurnar dreypa á bollunum á meðan þær pössuðu sig út í hið óendanlega að sitja nú örugglega rétt :)
Þessi ferð var reyndar ákveðið uppgjör líka svo það var ekkert allt bara gaman og skemmtilegt. En helgin verður lengi í minnum höfð. Svo mikið er víst.
En London er geggjuð og þangað fer ég vonandi aftur fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 10:54
Ísprinsessan Camilla Läckberg
Nú er búið að gera 2 þátta sjónvarpsmynd um tvær bóka Camillu, Ísprinsessuna og Predikarann. Þær hafa báðar komið út á íslensku.
Myndirnar verða sýndar hvor um sig í tveimur hlutum á föstudagskvöldum í nóvember á sænsku sjónvarpsstöðinni SVT1. Fyrsti hluti byrjar 2. nóvember kl 21:00 að sænskum tíma en mjög margir hafa einmitt aðgang að þessari sjónvarpsstöð í gegnum Digital Ísland og hugsanlega Skjáinn líka.
Þeir sem vilja skoða trailerinn þá er hann hérna http://svt.se/svt/road/Classic/shared/mediacenter/index.jsp?&d=74984&a=929674
Góða skemmtun :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 16:17
Ojjjjjjjjjjjjj
Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 22:08
Húrra fyrir Kompás - Kynferðisbrot gegn börnum
Sit hérna heima og er að horfa á Kompás sem í kvöld meðal annars fjallar um kynferðisbrot gegn börnum. Virkilega þarft málefni að ræða aftur og aftur og aftur og aftur. Og ég held að þjóðin ætti að þakka Kompás fyrir hversu mikla áherslu þau eru að setja í þessi mál.
Mig hryllir við þeirri tilhugsun að HUGSANLEGA endi Tálbeitumálið með þeim hætti að ólöglegt hafi verið að beita tálbeitu. Mér finnst að í svona málum, þá eigi bara beinlínis að vera leyfilegt að beita öllum tiltækum ráðum til að koma höndum yfir barnaníðinga. ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM. Við erum jú að tala um að verið er að brjóta MJÖG alvarlega á börnum, börnunum okkar, börnunum ykkar. Og í flestum ef ekki öllum tilfellum eru ör á sál þessara einstaklinga sem fyrir þessum ógeðum verða alla ævi.
Þetta kemur okkur öllum við og þetta blogg er mitt opinbera þakklæti til Kompáss fyrir að taka á þessum málum burtséð frá hugsanlegum lögsóknum vegna hugsanlegra ólöglegra aðferða við finna þessi ógeð.
Takk Kompás og haldið áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 11:47
Reykingar í leigubílum
Þessi frétt minnir mann nú pínulítið á það þegar reykingar voru heftar á sínum tíma, man ekki alveg hvenær en minnir það hafa verið 1985 eða 1986. Man einmitt þegar þær voru bannaðar í leigubílunum. Þetta þótti alveg fáránlegt,.......hvernig átti maður að fara að því ef maður var á leið á djammið að sitja í leigubíl heilar 15 mínútur án þess að reykja,........................:)
Já, manni fannst það bara fáránlegt þá. En pælið í því hvað þetta er fljótt að breytast því mjög fljótlega datt manni ekki einu sinni í hug að kveikja sér í sígó í leigubílnum. Ég held þetta verði eins með skemmtistaðina núna,...held að eftir ca ár eða tvö, þá muni flestum finnast fáránlegt til þess að hugsa að maður hafi staðið inní reykingarkófinu í fínu fötunum sínum og í raun ekkert haft við það að athuga.
Kínverjar banna reykingar í leigubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2007 | 22:02
Alveg ótrúlegt þetta iPhone KJAFTÆÐI
Ekki að mig langi nokkuð í þessa græju né aðra tónlistarspilara frá Apple. En hvað er eiginlega málið?????
Hvað segði fólk ef það væri skyldað til að versla allt bensín af t.d. Skeljungi ef það keypti sér Volvo??? Þetta er nákvæmlega þannig sem þetta er sett fram. Þeir senda út hugbúnað sem eyðileggur tækið ef þeir sem það kaupa hlýða ekki þeirra skipun um hvaða farsímafyrirtæki á að nota. Þetta hlítur að vera ólöglegt. Ef ekki, þá er það amk siðlaust með öllu.
Síminn, Vodafone og fullt af öðrum farsímafyrirtækjum hafa læst símum á sitt kerfi. Það er hins vegar gert tímabundið og að auki er það vegna þess að þessi sömu fyrirtæki eru að niðurgreiða símana. Það á hins vegar ekki við um Apple eða samstarfsaðila þeirra því Apple gerir samning við þessi fyrirtæki sem meina þeim um að niðurgreiða tækin.
Málið er bara með öllu óskiljanlegt, siðlaust og önnur eins markaðsstýring hefur varla sést áður.
Skamm Apple
Hugbúnaðaruppfærsla frá Apple gerir aflæsta iPhone síma óvirka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.9.2007 | 08:59
Hahaha....:)
Þetta er auðvitað bara fyndið,........og líka alveg út úr kú.
En fyndnast er þó svar fjárhaldsmannsins, það að nemendur eru skyldaðir til að kaupa þetta og að það sé af fjárhagslegum ástæðum :) Hvaða aðrar ástæður gátu legið að baki?????
Tjahh, maður spyr sig.
Ég veit alveg að það myndi gera heilmikið fyrir fyrirtækið sem ég starfa hjá ef allir landsmenn yrðu skyldaðir til að kaupa amk 2 farsíma á ári. Það væri geggjað :)
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 13:38
Ansi verkleg vélhjól.........
Ég sá einmitt þessa sömu frétt í Blaðinu, með sömu mynd og spyr ! Hvernig stendur á því að fréttinni sem fjallar um hvað vélhjólamenn eru að skemma landið, fylgir mynd af djúpum hjólförum eftir BIFREIÐ ????
Getur verið að þarna hafi verið að verki ökumenn bifreiða líka ?
Tjahh, maður spyr sig.
Apakettir á vélhjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 11:54
Bull er þetta......
Alþjóðahúsið sakað um brot á samkeppnislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 20:12
80's Flashback - Streets of fire
Ótrúlega gaman af því þegar maður fær skemmtilegt Flashback.
Ég fékk einmitt eitt slíkt um helgina þegar ég fékk þessa svakalegu löngun til að horfa á bíómynd sem ég sá þegar ég var unglingur, back in the 80's :)
Þessi mynd heitir Streets of fire og er reyndar heilmikil slagsmála, mótórhjóla og tónlistarmynd. Tónlistin úr myndinni var mjög vinsæl um tíma á 80's tímabilinu. Glöggt má reyndar heyra að sá er samdi hvað mest fyrir t.d. Meatloaf, Bonnie Tyler og seinna fyrir Celine Dion og fleiri er einmitt sá sem samdi bæði upphafs- og lokalagið. Enginn smákarl þar á ferð en hann heitir Jim Steinman.
En ég man líka að ég var alvarlega ástfanginn á þessum tíma,.....og það ekki af minni manneskju en aðalleikkonu myndarinnar sem leikin var af Diane Lane og lái mér það hver sem vill :)
Svona leit hún út þá:
Og árin hafa nú ekki beint farið illa með hana,....................úff
En ég fór semsagt á stærstu DVD leigu landsins á laugardaginn í leit að þessari mynd en hafði því miður ekki neitt uppúr krafsinu þar sem myndin hafði verið leigð út fyrir einhverjum mánuðum og henni ekki skilað. Myndin semsagt týnd. Svo ég er ekki einn um þessa ástríðu gagnvart Streets of fire. Þess má reyndar geta að þetta var einnig ein af fyrstu myndunum sem stórleikarinn Willem Dafoe kom fram í,...amk ein af þeim fyrstu sem eitthvað var tekið eftir.
Ég hélt leit minni að þessari mynd áfram á 2 öðrum leigum en nei, þessa mynd á enginn. Svo ég endaði á því að panta mér hana á Amazon.com ásamt CD með tónlistinni úr myndinni. Smá 80's fílingur í gangi á heimilinu :)
Fyrir þá sem vita akkurat ekkert um hvað ég er að tala, læt ég fylgja hérna með annars vegar upphafatriði myndarinnar og hins vegar lokaatriði hennar. Þeir sem vilja svo sjá allt sem gerist á milli þessara atriða mæta bara til mín kl 21:00, næstkomandi mánudagskvöld. Boðið verður uppá Sinalco og Smakk og svo eftir hlé verður boðið uppá Vodka í grænum frostpinna :)
Upphafið: http://youtube.com/watch?v=pIb6WmFI7yo
Endirinn: http://youtube.com/watch?v=FWYKeW4KNmk
Bloggar | Breytt 25.9.2007 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2007 | 22:34
Veðramót - Tær snilld
Var að koma úr bíó þar sem ég sá íslensku myndina Veðramót.
Verð bara að hrósa þessari mynd í einu og öllu. Sagan er virkilega góð, leikurinn MJÖG góður og af öðrum ólöstuðum þá er leikur Tinnu Hrafnsdóttur og Hilmis Snæs alveg ótrúlega góður og sannfærandi, en reyndar má segja það um leik allra í myndinni. Trúverðugleikinn er ótrúlega mikill.
Myndin er vönduð í alla staði. Já, ég hef bara ekki séð jafngóða og vandaða íslenska mynd áður. Hún fjallar auðvitað um mjög alvarleg mál sem þegjandi samkomulag ríkir um að grínast ekki með. Samt tekst leikstjóra og handritshöfundi að fá salinn til að skella uppúr hvað eftir annað á milli þess sem maður bara situr stjarfur í sætinu og gengur svo algjörlega orðlaus út í lokin.
Mæli hiklaust með þessari mynd. *****
Annars hefur þessi dagur verið frekar undarlegur, svolítið erfiður og svolítið sorglegur. Formlega lauk ákveðnum hluta í lífi mínu í dag en ég held reyndar að þetta sé bara ný blaðsíða. Blaðsíðurnar á undan eru ennþá þarna og verða alltaf, sumar svolítið krumpaðar. En ég trúi því að með tímanum þá sléttist úr þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 23:09
iPhone as a phone – probing the main function
Attention. If you are an Apple fan, stop right here, dont read any further. Take care about your nerves. You are not a fan, thats for sure?! Dont tell us nobody warned you after you read this. This article has been written for normal people, rather than those coming from Homo iPhonus species. To that group we relegate the consumers who alter themselves, as well as their physical parameters, so as to make use of the iPhone.
http://www.mobile-review.com/articles/2007/iphone-as-phone-en.shtml
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 15:33
Svartur dómaradagur
Það voru hæstaréttardómararnir;
Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson
sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.
Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???
Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu undir yfirskriftinni
Hinn svarti dagur Dómaranna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 17:49
Ég bara verð aftur,.......Vörutorgið :)
Já, ég semsagt sit heima núna og þetta yndislega Vörutorg er í sjónvarpinu. Ætlaði að skipta um stöð áðan en verð að viðurkenna að ég bara festist við þetta, alveg sprenghlægilegt og ekkert annað.
Swivel Sweaper er nýjasta afurðin. Þetta er semsagt "kústur" sem hreinlega þrífur ALLT sem fyrir honum verður, sama hvernig gólf það er. Það fer ÖLL drulla upp í pínulítið hólf sem er á þessum MAGNAÐA kúst. Svo fylgir hleðslutæki og rafhlaða og það magnaða er, er að hana má hlaða HVENÆR SEM ER. Það er reyndar alveg ótrúlega fyndið að sjá þegar verið að sýna hvernig hann virkar að pínulítið og fislétt Cheerious varla haggast fyrr en búið er að láta "kústinn" liggja vel og lengi yfir því.
Svo er það candyfloss vélin,.....Þú þarft ekki lengur að bíða eftir því að Tívolíið komi til landsins því nú býður Vörutorgið upp á Candyfloss vél sem mun tryggja að öll barnaafmæli verði sem carnival veisla. Hver vill það ekki. Og mjög ákveðið er tekið fram að þetta sé EKTA candyfloss.
En ég semsagt sé að ennþá hefur enginn vinur eða fjölskyldumeðlimur þess sem sér um þetta blessaða Vörutorg sagt honum hvernig hann kemur út í sjónvarpi.
Æi, þið sem hafið ekki séð þetta bara verðið að gefa ykkur 5 mínútur í að horfa. Það bjargar deginum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar