Kominn gangur í þetta

Jæja, þá er maður byrjaður að sjá hlutina gerast hægt og rólega. Er byrjaður að setja upp innréttinguna, búinn að kaupa öll 9 ljósin sem verða inní eldhúsi, búinn að heimsækja stólahönnuðinn og leggja fram formlega pöntun á 3 barstólum og já, þetta mun hafast, trúi því. Eini "gallinn" er að stólarnir verða ekki tilbúnir fyrr en um mánaðarmótin jan/feb en þeir eru algjörlega rúsinan í pylsunendann enda hannaði ég eldhúsið út frá hugmyndum mínum um þá :)

11122007183

Múraði heilan vegg en þar sem ég er ekki múrari, þá tókst það ekki fullkomlega í fyrstu tilraun. Þurfti að múra aftur hluta af honum. Er hins vegar bara nokkuð ánægður með árangurinn :)

12122007187

Innréttingin á réttri leið enda eins gott þar sem mæling á borðplötunni er háð því að grindin fari upp. Það tekur viku að gera borðplötuna svo hún sleppur rétt fyrir Jól :)

12122007189

Raflangnir á raflagnir ofan. Reyndar fór það svo að það þarf að stækka rafmagnstöfluna svo ég keypti hana í dag. Það verður ekki annað sagt en að það bætist endalaust við reikninginn :S

Klukkan 8 í fyrramálið koma svo spónar og gifsplötunar svo þá verður hægt að byrja að klæða veggina uppá nýtt.


Fuck USA

Þetta er einfaldlega saga sem flestir þurfa að fá að lesa. Það sýður á mér og vanmátturinn er slíkur að maður ýmist fellir tár eða fyllist þörf til að öskra.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/


Hjálparsveinn

Í dag pantaði ég borðplötuna sjálfa og jeremías hvað þetta er dýrt ef manni er ekki slétt sama um útlitið. En þar sem mér er ekki sama, þá lætur maður sig bara hafa það og verður þeim mun ánægðari á eftir :) Fór líka að velja endanlega tækin, helluborðið, ofninn, uppþvottavélina og háfinn. Já, þetta er slatti sem maður þarf að huga að við endurnýjun á mest notaða rými hvers heimilis Crying

Ég setti saman allar einingar innréttingarinnar í dag svo það er frá en ég þarf að vera búinn að setja upp alla neðri skápa á miðvikudag svo hægt verði að mæla fyrir borðplötunni,.....það tekur nefnilega amk viku að fá hana. En það sem bjargaði málunum að ég var með öflugan hjálparsvein með mér. Óðinn var á fullu með hamarinn að míða. (Míða = smíða)

Smá uppstilling:

10122007180

Halda svo áfram að vinna

10122007181

Og afraksturinn...........

10122007182

Þannig að miðað við þennan kraft, þá verður þetta ekkert mál og við feðgarnir klárum þetta á tilsettum tíma........fyrir Jól Whistling


Uppbygging

Jæja þá er ég kominn heim frá Amsterdam. Var á áhugaverðri ráðstefnu þar en þess utan var afskaplega lítið um að vera. Leiðinlegt veður held ég að sé helsta ástæða þess að ég sló persónulegt met í sjónvarpsáhorfi inná hótelherbergi í evrópskri borg. Fór semsagt ekkert má segja nema til að borða. Það skrítna gerðist hins vegar að þegar ég kom inná herbergi einn daginn, þá var horfinn einn skór, ekki skópar heldur bara annar skórinn. Enginn af starfsfólki hótelsins kannaðist við neitt og ég sit uppi með bara annan skóinn af nýjasta skóparinu mínu Pouty

Eldhús-verkið heldur áfram en lá þó í dvala meðan ég var úti fyrir utan að píparinn kom og aftengdi ofninn auk þess að gera nýjar lagnir klára fyrir vask og uppþvottavél. Berglind vinkona mín bjargaði mér algjörlega með því að lána mér þennan pípara sem er pabbi hennar Wink

Ég er ennþá fullur bjartsýni að mér muni takast þetta fyrir Jól og ætla mér bara að gera það. Eitthvað verður þó eftir af smáatriðum og smá frágangi en upp skal það. Heyrði svo í dag í hönnuðinum sem er að hanna fyrir mig barstólana og hann verður með teikningar af þeim tilbúnar eftir helgi. Svo verða þeir framleiddir í framhaldi af því ef við erum báðir sáttir sem ég hef engar efasemdir um. Þessi hönnuður heitir Reynir Sýrusson, www.syrusson.is

Flísun er svo gott sem lokið og Maggi smiður kíkir á mig á sunnudaginn. Það er semsagt allt í fullum gangi aftur og ég heiti innflutningspartýi þegar þessu er lokið Cool


Hægagangur

Það verður nú líklega ekki sagt að framkvæmdirnar hérna heima séu að ganga OF hratt. Þegar Óðinn er hjá mér, þá eiginlega get ég ekki gert neitt því hann verður bara hræddur þegar einhver hávaði er í gangi. Nú svo er brjálað að gera í vinnunni svo ekki hætti maður snemma á daginn og hvað þá að taka sér frí. Reyndar lagðist ég í veikindi í gær og lá hálfdauður frameftir degi eða þangað til ég sótti Óðinn. Mætti þó í vinnu í dag.

Á laugardaginn þarf ég svo reyndar að fara til Hollands á ráðstefnu hjá Nokia. Kem ekki til baka fyrr en á fimmtudag í næstu viku og svo koma börnin á föstudag og Óðinn verður til miðvikudags eftir þá helgi. Svo tími til að vinna við þetta fokhelda eldhús er ekki beint mikill fram til Jóla Undecided

Sem betur fer þá ætlar hann Tryggvi vinur minn að vera aktívur hérna meðan ég er úti og er búinn að lofa mér að ég verði steinhissa þegar ég kem til baka. Píparinn ætlar líka að koma núna um helgina og gera það sem gera þarf í vatnslögnum. Ég klára líklega að flísa gólfið annað kvöld en svo kemur sjálf innréttingin á mánudaginn.

En já, ég bara vona að þetta muni ganga upp fyrir Jól. Nú ef ekki, þá skilst mér að nú sé jafnvel hægt að fá hangikjöt og uppstúf frá 1944 eða ég fer bara í eldhúsið í IKEA þá daga sem verður opið. Amk þá eru þessir réttir fyrir sjálfstæða íslendinga alveg búnir að vera að gera sitt undanfarna daga.


Nokia on Ice í kvöld

Jæja,....kvöldið er í kvöld. Þetta verður alveg massa skemmtilegt. Mikill undirbúningur að baki og nú er bara að vona að þetta hitti í mark eins og við vonum. Reyndar heyrir maður ekkert annað en að fólk sé alveg að springa úr spenningi fyrir þessu.

Góða skemmtun allir ! Cool

Þvílík breyting

Í fyrradag byrjaði ég að flísa, fékk svo píapar í gærdag, rafvirkja í gærkvöld. Bæði rafvirkinn og píparinn voru eiginlega sammála því að ég þyrfti að rífa utanaf einum vegg í viðbót til að komast að lögnum svo enn eykst á verkið.

Sko, fyrst ætlaði ég bara að vera voðalega easy á því og skipta bara um innréttingu. Breyta engu í raun öðru. Staðan í dag er sú að ég mun skipta um loftið eins og það leggur sig, gólfið eins og það leggur sig, tvo veggi eins og þeir leggja sig auk þess að opna auðvitað á milli stofu og eldhúss.

Jú, ég verð klárlega miklu ánægðari með þetta þegar ég er búinn að öllu en djö... þoli ég ekki draslið og rykið sem fylgir þessu. Sér í lagi þar sem ég sé fram á að þetta muni taka gríðarlega langan tíma sökum anna í vinnu. Stefnan er að ná að ganga frá þessu fyrir Jól þó svo að ég viti að þá verða ennþá einhverjir lausir endar. En að innréttingin verði komin upp og hægt að elda væri alveg snilld,...svona á Jólunum :)

22112007013

22112007014

22112007011

 


Nokia on Ice - Tónlistarhátíð

Nú styttist í stóru Nokia tónlistarhátíðina. Mikið búið að vinna á stuttum tíma og mikil tilhlökkun og eftirvænting í gangi. Ég hef líka orðið var við gríðarlega mikinn áhuga á þessari tónlistarveislu meðal fólks út um allt.

Þetta verður BARA geggjað :)


Og áfram heldur verkið.......

Þetta gengur svona ágætlega miðað við að ég er svona að dunda mér við þetta eftir vinnu og þegar Óðinn er ekki hjá mér. Þarf reyndar að hendast norður á Akureyri í fyrramálið og verð þar til laugardags. Svo kemur Óðinn á mánudag og þriðjudag til miðvikudagsmorguns. Þannig að eins og ég segi, ég smokra þessu inná milli.

Ætlunin er að ná að gera gólfið klárt á sunnudaginn til flísalagningar og þá get ég dundað við það á kvöldin, amk þær flísar sem ekki þarf að saga. Eftir það þarf ég að taka niður loftið og setja upp þá lýsingu sem ég vill hafa. Þá þarf að opna gatið í vegginn inní stofu. Jájá,...hellingur eftir áður en ég get byrjað að setja upp innréttinguna sjálfa :)

Ákvað að opna eldhúsið aðeins meira áðan þar sem það fer ekki á skjön við annað sem ég hef hannað þarna inn.

14112007247

15112007248

15112007249

15112007252

15112007251

Og svo allt draslið sem safnast upp................:(

15112007250


Kominn af stað með framkvæmdirnar

Jæja, þá er búið að rífa eldhúsið og gera það tilbúið undir tréverk og almenna undirvinnu fyrir flísalögn, taka niður loftið og setja betri lýsingu í loftið, saga stórt gat á vegginn inní stofu, flísa svo gólfið uppá nýtt, setja upp nýja eldhúsinnréttingu, mála og svo eftir svona 3 vikur,.........þá get ég kannski eldað loksins. Ég sé alveg fram á að massamikið af hamborgurum, pizzum og öðru slæmu fæði næstu daga og vikur.

En það er miklu skemmtilegra að gera þetta allt sjálfur þó vissulega poppi upp í hugann á mér oft á dag,............fáðu pólverja í þetta Steini, fáðu þér pólverja.

En svona nokkurn veginn lítur þetta út í dag.

12112007233

12112007232

13112007239

13112007242

Þetta er semsagt staðan í dag og nú verður lagst beint í baðið góða og legið lengi.......:)

 


það er ekki öll vitleysan eins

Þessi lög eru nú stundum svolítið fyndin. Atvinnubílstjórar þurfa ekki að vera með belti vegna þess að þeir þurfa svo oft að fara úr bílnum og HRAÐINN JAFNAN EKKI MIKILL. Ég fæ nú bara verk í magann af hlátri enda sér maður ansi margan atvinnubílstjórann í Rvk beinlínis aka eins og í kappakstri væri.

Eigum við þá kannski að sleppa stefnuljósum því við þurfum svo oft að setja þau á? Hvaða endemis vitleysa er þetta?

Í fyrsta lagi er maður ekki eingöngu að verja sjálfan sig fyrir eigin aksturslagi heldur líka og alls ekki síður, aksturslagi annara í umferðinni. Í öðru lagi, þá þarf ekki mikinn hraða til að stórslasa sig svo jafnvel þó hraðinn væri "jafnan lítill" þá er það algjör rökleysa að setja undanþágu á þennan hóp bílstjóra.


mbl.is Þurfti ekki að vera með öryggisbelti spennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launum listamanna stolið daglega !!!

Minn datt allt í einu í bloggstuð,.......eða eitthvað.

En ég var að horfa á Kastljós, umræðuna um Istorrent (held það heiti það) og þjófnaðinn sem á sér stað á þessari síðu og reyndar miklu víðar. Auðvitað er það ekkert annað en þjófnaður að sækja höfundarvarið efni á netið án þess að borga krónu fyrir. Dettur einhverjum í hug að það sé það ekki????

Las viðtal við Pál Óskar í vikunni einmitt um þetta. Nyja platan hans, sem enn er ókomin út, komst þarna inn og fólk byrjaði að downloada. Hann reyndar gat stoppað það með því að hafa samband við Istorrent og þeir tóku það út. En ef þeir hefðu ekki gert það, þá erum við að tala um að vinnan sem Palli er búinn að setja í þessa plötu hefði ekki gefið honum krónu, eða amk ekki margar.....hvað er það annað en þjófnaður?

Ég fer út í videoleigu og leigi bíómyndir, borga áskrift af nokkrum sjónvarpsstöðvum, kaupi mér bíómyndir, fer einstaka sinnum í bíó, kaupi mér tónlist og svo mætti lengi telja. Með því er ég að taka þátt í að borga nokkrum aðilum laun. Listamanninum, aðilanum sem listamaðurinn samdi við að dreifa efninu og svo framvegis. En fyrst og fremst snýst þetta jú um að borga listamanninum laun fyrir sína vinnu, sitt framlag. Finnst einhverjum í alvöru að listamenn eigi bara að vinna frítt????

Myndir þú vera til í að fá ekki borgað fyrir nema hluta af þinni vinnu,..........AF ÞVÍ AÐ EINHVER STAL HLUTA AF LAUNUNUM ÞÍNUM???????????????

Finnst einhverjum eðlilegra að stela listaverkum en hálsmeni, eða lambalæri, eða bíl, eða mjólk?

Ég styð 300% baráttuna gegn þjófnaði á netinu. Nei, 400% !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

 


Rúm, rúm og aftur rúm..........og eldhús

Núna áðan var ég að klára að rúmvæða fjölskylduna uppá nýtt.....loksins. Semsagt búinn að kaupa ein 6 rúm á árinu.

Fyrst keypti ég mér eitt notað og annað notað barnarúm fyrir prinsinn. Allý var í sínu gamla og Bella kúrði uppí hjá mér. Nú svo í sumar fékk Bella nýtt rúm og Óðinn líka, aðeins stærra og ekki ALVEG jafn barnalegt :) En fyrir stuttu keypti ég mér svo draumarúmið og annað geggjað fyrir Allý enda var hennar IKEA grindarrúm ansi ansi lélegt.

6 rúm á 7 mánuðum er nú bara alveg ágætt og vonandi þarf ég ekki að kaupa fleiri rúm næstu 10 árin eða svo :)

En þetta eru ekki einu framkvæmdirnar því ég er líka að fara að henda eldhúsinnréttingunni út og fá mér nýja um leið og ég endurskipulegg eldhúsið algjörlega. Sný því nánast við. Þegar það verður búið,....vonandi innan næstu 5 vikna, þá verður þessi íbúð eiginlega orðin eins og ég vill hafa hana og ég hlakka ekki lítið til,.............þó svo að ég hlakki ekki beint til framkvæmdanna sjálfra. Nenni þessu ekki. Spurning að ráða pólverja í djobbið og liggja í 10 daga á einhverri strönd í S-Ameríku á meðan þeir græja þetta?????

 


Styðjum hjúkkurnar og aðra sem eru á móti þessu

Ég tek undir þessa áskorun FÍH til stjórnvalda að hafna með öllu hugmyndum um að koma áfenginu í 10-11, 11-11, Krónuna, Bónus og aðrar matvöruverslanir.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, Hagkaup og Nóatún munu ALDREI halda uppi þessu háa þjónustustigi sem Vínbúðirnar eru að gera í dag hvað varðar gæði, úrval og þekkingu á vínum. Fyrir utan að halda uppi mjög öflugu eftirliti með að fólk undir aldri hafi ekki beinan aðgang að áfengi í verslunum.

Ég tel að mjög margir sem eru fylgjandi þessu í dag séu ekki að horfa lengra á málið en það að vilja geta farið á hvaða tíma sem er út í búð til að kaupa áfengi, en gleymi að hugsa um allt hitt, minna úrval og hærra verð. Ekki halda í eina mínútu að verðið hækki ekki.

Höldum áfenginu á sínum stað en höldum bara frekar uppi kröfum um að Vínbúðirnar viðhaldi og bæti sína þjónustu. Rekum svo endahnútinn á þetta með að færa ALLT tóbak í Vínbúðirnar og út úr sjoppum, bensínstöðvum og matvöruverslunum. Það væri vitrænt skref.

Tek það fram fyrir þá sem ekki vita að ég nota bæði áfengi og tóbak. 


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lendingargjöld - 10.000 kall

Ég verð nú að segja að ég er hlynntur því að hækka þessi lendingargjöld á Reykjavíkuflugvelli og það bara alveg um nokkur hundruð prósent. Ekki þó til að fæla viðskiptin frá, alls ekki. En það kom mér alveg svakalega á óvart að heyra það í fréttum í gær að það kostar ekki nema 10.000 kr fyrir 15 tonna einkaþotu að lenda á vellinum. Mér finnst það nú bara vera brandari svo ekki sé meira sagt.

Viðurkenni þó alveg að ég hef ekki hugmynd um hver þessi gjöld eru almennt séð á flugvöllum eða einu sinni hversu há þau ættu að vera. En tíuþúsundkallinn er nú eiginlega alveg útúr kú finnst mér í bransa sem kallast lúxusbransi............það kostar nú ekki minna en 25.000 kr að fá að setjast við borð á Oliver um helgar :)


mbl.is Hærri lendingargjöld fyrir einkaþotur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband