11. janúar

Í gær, sunnudaginn 11. janúar varð hann Óðinn Örn sonur minn 3 ára gamall :)

Við héldum auðvitað veislu og það var bara eitt sem hann vildi, Sjóræningjaveislu takk. Það var því farið á stjá að leita að hinu og þessu sem tengist sjóræningjum og verð ég að viðurkenna að það kom á óvart hversu lítið úrval er í rauninni á skreytingamunum fyrir barnaafmæli. Allir eiga greinilega að vera í sama mótið steyptir. Fann þó eitthvað í þessu þema sem við leituðum að. Og svo bakaði ég sjóræningjaköku.

En að honum Óðni mínum. Hann er svo mikill gleðigjafi þessi litli engill. Hann spjallar svo ótrúlega mikið við mig og ekkert alltaf hægt að skilja það sem hann er að segja en hann reynir þá bara að umorða eða útskýra þangað til maður skilur. Hann er alveg óhræddur við að reyna aftur og aftur :) Svo er bara svo margt að breytast og gerast hjá honum núna,.....þvílíkur orkubolti og þvílíkur strákur og hann er að læra svo ofboðslega margt núna. Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum Heart Og svo bræðir hann mann nánast daglega þessa dagana þegar hann segir "Ég elga þig pabbi minn HeartHeart InLove

Hérna er svo ein mynd frá því að hann var á sínu fyrsta ári :)


Dæmi um hátæknifyrirtæki sem lætur sig þessi mál varða !

 

Ætlað aðeins að senda link á síðu Nokia sem útskýrir hvernig Nokia vinnur að umhverfismálum og orkusparnaði.

http://www.nokia.com/A41039019


mbl.is Framtíðin er græn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Assskoti stóð hann sig vel í Kastljósinu...........þ.e. Sigmar !

Ekki veit ég hvort hann Bjarni kom út úr Kastljósinu eins vel og hann ætlaði sjálfsagt að gera. Ég met það svosem við hann að koma fram og viðurkenna mistök sín við uppbyggingu fjármálakerfisins, gefa sjálfum sér falleinkunn. En ég held samt að hann hafi búist við einhverju öðru í Kastljósinu, búist við að vera hrósað hægri vinstri fyrir að skila til baka einhverjum 370 milljónum sem hann fékk í starfslokasamning.  Þessar 370 milljónir voru samt bara dropi í hafið af því sem maðurinn gekk út með við starfslok sín.

Bjarni gjörsamlega pakkaði sjálfum sér saman í þessu viðtali því um leið og Sigmar byrjaði að þjarma að honum, þá reyndi hann að verja þetta allt. Sagði þetta nú ekki alslæmt, hann hefði nú komið á fót hinu og þessu. Sagðist hafa trúað um of á hið góða. En sagði svo í sömu setningu að hann hefði ekki haft trú á þessu sjálfur,......halló!!!!

Já, ég er ekkert sérlega ánægður með Bjarna og hans líka sem eins og hann sagði sjálfur, byggðu upp spilaborg sem hrundi vegna þess að hún var byggð kolvitlaust og verkefnið rekið áfram af græðgi.

Hitt veit ég að ég keypti bíl í júlí 2007 á 4,2 milljónir með myntkörfuláni frá Glitni. Hætti svo í kringum bankahrunið að geta staðið undir þessu láni þar sem afborganir voru orðnar miklu hærri en ég réði við. Glitnir tók því bílinn til sín og sendi mér reikning fyrir eftirstöðvum uppá 7,7 milljónir króna með þeim orðum að ef ég ekki greiði þær innan 7 virkra daga, þá verði þetta sent lögfræðingi til innheimtu. Helvítis fokking fokk segi ég bara..........


mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur eitt yfir alla?

Ég vissi ekki betur en að skammbyssur væru hreinlega ólöglegar á Íslandi, þ.e. sem byssur í einkaeigu. Amk er innflutningur þeirra ólöglegur. En hvers vegna er þá faðir þessa drengs með svona byssu undir höndum og þar að auki með tilskilin leyfi? Getur það verið vegna þess að um lögreglumann er að ræða? Gilda önnur lög, aðrar reglur um þá?


mbl.is Skaut úr skammbyssunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag ætla ég að reykja.........

.....en á morgun,................. á morgun er ég hættur !

Ég held ég hafi aldrei byrjað nýtt ár með einhverjum loforðum um að hefja eða hætta einhverju. En nú verður smá breyting þar á því auk þess að hætta að reykja þá er nú stefnan tekin á ræktina en inná líkamsræktarstöð hef ég ekki komið af neinni alvöru síðan 2001. Hef stundað ýmislegt annað sport samt :)

Sú staðreynd að það kostar mig í dag ca. 270.000 krónur ári að reykja er alls ekki eina ástæða þess að nú ætla ég að hætta. Ástæðurnar eru margar og flestar hverjar mun veigameiri en krónur og aurar. Nú þurfa bara þeir sem umgangast mig hvað mest að þola mig meðan ég fer yfir "leiðinlega" skeiðið. Ég kalla það þessu nafni því síðast þegar ég hætti, þá var ég vinsamlegast beðinn um að byrja aftur eða flytja út í Hrísey :)

En já, ræktin líka. Verð að viðurkenna að það sér nú bara á kallinum eftir nýliðna jólahátíð en svo er gamli líka að detta í fertugt í maí komandi og þá er nú markmiðið að líta þokkalega út og þurfa ekki að henda Armani fötunum í víkkun Tounge

Enga öfga, stefnum bara á þetta til að byrja með :)

  

Jæja,....þá er þetta orðið opinbert og mikið djö.... verður gott að vera laus við sígósullið Sick  


Ingibjörg Sólrún,....halló, vakna!!!

Ég tók út allt sem hér stóð eftir að fréttir bárust um ofbeldi gagnvart starfsfólki Stöðvar 2.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi, græðgi og aftur græðgi

Þetta er illa sýkt þetta starfslokasamningalið þykir mér. Í alvöru talað,...hvað er eiginlega að þessu fólki sem ýmist býr til milljóna eða hundruð milljóna starfslokasamninga og því fólki sem krefst þeirra eftir arfaslaka fammistöðu í starfi? Ég næ þessu bara alls ekki.

Bónusar fyrir vel unnin störf er eitthvað sem ég skil og eiga alveg rétt á sér, upp að vissu marki. En 200 milljónir í starfslokasamning?? Ég næ þessu ekki og skil ekki hvernig eigandi fyrirtækis eða stjórnandi lætur hafa sig út í það að gera svona samning og binda sjálfan sig þá niður í samninginn, sama hver árangurinn verður.

Það hefur alveg pottþétt verið séð MJÖG vel um Eggert meðan hann sinnti þessu starfi sínu. En græðgin fer með hann eins og aðra sem komu nálægt þessu skortsölupakki og píramítaliði. Vill sínar 200 milljónir fyrir að hætta í starfi sem hann getur ekki beint gengið stoltur frá.

Djöfuls græðgi  


mbl.is Eggert í mál við Björgólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík vitleysa

Á nú að gera bjórinn að einhverri lúxusvöru, er það málið?

Ég er reyndar enginn sérstakur aðdáandi bjórs og drekk frekar lítið af honum en halló, í áraraðir hefur verið talað um hvað bjórinn sé dýr á Íslandi, sérstaklega hafa túristar gert það. (Nema kannski undanfarnar 8-12 vikur).

Ef bjórinn að á verða að einhverri lúxusvöru á himinháu verði, þá er það nú ekki beint til að örva ferðamannabransann til Íslands. Hvað sem hver segir og hversu asnalegt sem einhverjum kann að þykja það, þá er verð á bjór eitt af því sem skoðað er og borið saman í ferðamannabransanum. Af hverju halda menn t.d. að ferðamannabransinn í Noregi sé ekki svipur hjá sjón miðað við önnur norðurlönd? Það er meðal annars vegna þess að áfengi kostar þar mjög mikið. 

Stjórnvöld hafa mikið talað um að nú verði að bretta upp ermar og örva þann iðnað sem á að geta blómstrað á Íslandi. Áliðnaðurinn og ferðamannaiðnaðurinn er meðal þess sem nefnt hefur verið hvað helst. En stjórnvöld verða þá að hugsa alla leið,......ekki bara hálfa.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það gerist núna? Nehhh, varla!

Nei segi bara svona, datt sko sú fáránlega hugmynd í hug að kannski, mögulega, hugsanlega myndi íslenskur ráðherra nú segja af sér sökum vanhæfni.

En hvernig átti hann svosem að vita þetta. Honum er aldrei sagt neitt, er aldrei boðið á spilakvöldin í Seðlabankanum, ekki heldur í Bingó í Fjármálaráðuneytinu og hann veit ekki einu sinni af Yatzykvöldunum í Forsætisráðuneytinu. 

 


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundalíf

Jæja, þá er ég búinn að vera með Míu í 4 daga og óhætt að segja að allt gangi vonum framar. Ég hef náð að þjálfa upp í henni mun meiri hlýðni en ég þorði að vona á þessum stutta tíma.

click to go back

Nú börnin eru algjörlega að dýrka hana. Allý fer mikið með hana út og mikið og gott samband að myndast milli þeirra. Óðinn var svolítið óöruggur rétt í byrjun, fyrsta daginn. En það er nú dálítið annað mál í dag því hann leikur heilmikið við hana. Henni finnst reyndar mun skemmtilegra að leika við einhvern sem getur tekið aðeins á henni. Og það er alveg ótrúlegt hvað hún gjörsamlega breytir um takt þegar Óðinn er annars vegar. Honum leyfist allt og hún fer svakalega varlega í kringum hann. Ég svosem vissi áður en ég tók hana að mér að Boxer hundar eru sérstaklega góðir við börn en það er samt alveg magnað að sjá hvernig hún skynjar að um barn er að ræða. Held líka,...og veit reyndar að það er æðislegt fyrir börn að alast upp með góðum hundi svo þetta er bara jákvætt allt.

09.12.2008

Varðhundaeðlið er greinilegt í Míu, það fer sko ekki milli mála. En hún þarf að læra að gelta ekki að ókunnugum. Mér hefur tekist að snarminnka það og ég held hún verði hætt því eftir ekki meira en viku.

En já, gengur semsagt MJÖG vel :)


Er kreppan búin?

Hérna er texti við lagið Launaþrællinn sem Bubbi kallinn gaf út 1984. Það má finna ýmsa samsvörun með honum og ástandinu í dag. Reyndar svo mikla að við félagarnir á skrifstofunni göptum og hlógum á víxl þegar við hlustuðum á hann.

Lagið er svo í spilaranum hérna vinstra megin :-)

Við tökum núllin af og kippum þessu í lag
krónan var króna í einn dag.
Ríkisstjórini alþýðunni gaf
myntbreyting ykkur jú, í hag.


Og þið létuð sem ekkert væri
gáfuð þeim tækifæri
til að tryggja sinn eigin hag.
En nú er komið að skuldadögunum.

Sama hvað þið þrælið
það gengur ekki neitt.
Þið verðið bara sljóari
og aðeins meira þreytt.


Sama hvað þið pælið
það gerist ekki neitt.
þeir fengu ykkar athvæði
og ástandið óbreytt.

 

Kaupmáttur krónunnar hefur staðið í stað.
Launaþrællinn vitgranni á hnjánum sínum bað
kveinandi og kvartandi og krónunni var eytt
til að byggja hús og þú fékkst ekki neitt.


Þú verður að kyngja, feillinn var þinn
að koma þessu skrípi í ráðherrastólinn.
Þú hefur ráð til að gleyma því
sjálfsblekkingu þú lifir í.

Sama hvað þið pælið
það gerist ekki neitt.
Þeir fengu ykkar athvæði
og ástandið óbreytt.

 


mbl.is Búist við áframhaldandi styrkingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsagnir stjórnmálamanna

Ætlar virkilega enginn stjórnmálamaður að segja af sér í öllu þessu, ALVEG SAMA HVAÐ UPPÚR KRAFSINU KEMUR!!!!!

Ég get alls ekki, nei alls ekki skilið hvernig það má vera að Ráðherra bankamála sjái ekki ástæðu til að hitta stjórn Seðlabanka á nærri því heilu ári. Ég get bara ekki skilið það. Var hann bara að bíða eftir því að sér yrði boðið með eða að hann yrði boðaður á fund? Má vel vera að svo hefði átt að vera, að hann yrði boðaður á einhverja fundi með þeim. En úr því að svo var ekki, hvers vegna boðaði hann þá aldrei sjálfur til fundar ??? Er hann ekki Ráðherra bankamála í Ríkisstjórn Íslands???

En svo smá útúrdúr,...en þó ekki. Lagið sem er hérna á spilarnum við hliðina er lag sem Bubbi gaf út 1984 með hljómsveitinni Das Kapital. Merkilegur texti í tengslum við núverandi ástand :)


mbl.is Hitti Davíð ekki í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan á mér og hundinum

Jæja, það er búið að taka ákvörðun með hundinn. Á laugardag fæ ég hana Míu afhenta :)

Þetta verður auðvitað vinna og ekkert annað. Jú, auðvitað miklu meira því þetta verður bæði gaman og gefandi :) Ég fór og skoðaði hana í gær og gjörsamleg féll fyrir henni og við klikkuðum vel saman. Ég er semsagt kominn í samband hehe :)

En svo er staðan á mér eftir þessi læti þarna í körfuboltanum. Ég fríkka nú ekki beint eftir því sem dagarnir líða og fæ oft á dag spurninguna hvort ég hafi lent í slagsmálum. En ég er semsagt svartur og dökkfjólublár í kringum augað og svo grænn, gulur og blár á enninu. Og kúlan er ennþá mjög áberandi. Ljóta ástandið. En svo styttist í fimmtudaginn, og þá er körfubolti aftur hehe :) 

En svona lítur þetta út í dag.............

01.12.2008 


Fjölgun í fjölskyldu og íþróttameiðsl

Hún elsku frænka mín Arna var að eignast sína aðra dóttur í dag og það á nákvæmlega tilsettum tíma. "Litla" skinnið vó 18 merkur takk fyrir,....... :)

Innilega til hamingju Arna mín, Jói og Hrafnhildur Lilja litla sem nú er allt í einu orðin stóra sys Smile

En svo er önnur hugsanleg fjölgun í fjölskyldunni, og þá minni litlu fjölskyldu því í gær var mér boðið að taka að mér hund sem eigandinn getur ekki lengur verið með. Um er að ræða eins og hálfs árs gamla hvíta Boxer tík. Ég ætla að velta þessu rækilega fyrir mér í dag og á morgun og vonandi taka ákvörðun þá. Þetta er jú stór ákvörðun og mikil ábyrgð. Hún Allý mín er nú samt búin að lýsa því eindregið yfir að hún muni vera dugleg að fara með tíkina út á ganga,...án þess að ég sé nú neitt að koma mér undan slíku sjálfur. Það er hluti af því sem er svo gaman við að eiga hund.

Annars af íþróttameiðslum. Ég skellti mér í körfuboltann í gær eins og alla fimmtudaga. En það var ekki liðinn langur tími þegar mér og einum úr hópnum lennti svona líka rosalega saman, þ.e. skölluðum hvorn annan svo rosalega að ég steinlá og hann vankaðist. En svo byrjaði bara strax að myndast á höfðinu á mér einhver sú alstærsta kúla sem ég eða hinir höfum augum litið. Þetta var eiginlega bara annað höfuð. Tvíhöfði.

Þetta endaði með heimsókn á slysó þar sem ég talaði hálf þvoglulega og á endanum sendur í sneiðmyndatöku svona til að ganga úr skugga um að ekkert alvarlegt væri í gangi. Ég reyndist í fínu lagi en með heilahristingseinkenni. Ég gleymdi að taka mynd af kúlunni meðan hún var sem stærst en hérna er smá sýnishorn.......:)

28.11.2008

En semsagt,......enginn heilaskaði, amk ekkert sem bendir til þess ennþá Shocking


Bara skil ekkert í þessu,.......

Árni bara skilur ekki hvernig Gylfa svo mikið sem dettur í hug að benda til Fjármálaráðherra þegar fjármálakerfi landsins hrynur. Glottir bara út í annað og segist ekkert hafa með þetta að gera.

Andskotans helvítis djöfulsins pólitíkusar bara geta ekki með nokkru einasta móti séð hver ábyrgð þeirra er, hafa aldrei getað það. Þetta er alltaf allt saman einhverjum öðrum að kenna. Og svo loksins þegar við sjáum menn standa upp og segja af sér vegna klúðurs, þá eru það stjórnarandstöðumenn. Þetta er fáránlegt.

Ég horfði á viðtal við Árna um daginn þar sem hann var inntur eftir því hvort hvarflað hefði að honum að segja af sér. Jú, það hafði víst gert það. En þegar hann fór að hugsa málið þá hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að honum bæri alls ekki að segja af sér, væri búinn að standa sig svo svakalega vel með nánast skuldlausan ríkissjóð. Í fyrsta lagi, þá tók hann við honum nánast þannig og í öðru lagi kæri hálfvitans Árni,.....hver er staðan nú?

Segðu af þér fyrir sjálfan þig, fólkið í landinu, Ríkisstjórnina og flokkinn þinn.


mbl.is Undrandi á forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband