Já sæll..............!!!!

Óskaplega heldur Jón Ásgeir að Davíð sé valdamikill maður ef hann trúir því að jafnvel þótt Davíð hefði látið þessi orð falla, að hann gæti gert það á sama tíma og öll þjóðin veit að hann er á leið úr Seðlabankanum.

Rosalega er auðvelt að kenna öðrum um.

Ég ætla nú ekki að ásaka Jón Ásgeir um að hafa ekki viðskiptavit og ég ætla ekki heldur að ásaka hann um eitthvað misjafnt í rekstri fyrirtækja sinna. En getur það verið mögulegt að hann hafi bara farið framúr sér eins og mörg önnur fyrirtæki og reyndar einstaklingar líka hafa gert,....í góðri trú um að efnahagsástandið í heiminum og á Íslandi myndi halda út þessa fjármálaspilaborg sem Jón Ásgeir og fleiri hafa reist á undanförnum árum?

Er hugsanlegt að Jón Ásgeir hafi farið framúr eigin getu? Eða er þetta bara allt Davíð að kenna? Ég held ekki !


mbl.is Jón Ásgeir kennir Davíð um fall Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingemar Johansson, Ingo - Látinn

Ég hef alltaf verið pínu montinn yfir því að Ingemar Johansson hafi verið frændi minn, jafnvel þó ég hafi aldrei hitt manninn. Kannski er maður bara svona hégómafullur :) En hann og afi minn, Alf Johansson voru systkynabörn.

Fyrir þá sem ekki vita hver maðurinn var, þá varð hann heimsmeistari í hnefaleikum í þungavikt eftir að hafa unnið Floyd Patterson í hringnum, sló hann í gólfið 6 sinnum áður en honum var dæmdur sigurinn. Til gamans má geta að John Wayne var einn af áhorfendunum :) Þetta var held ég árið 1959 og er hann sagður vera einn af 100 bestu boxurum heims allra tíma. Það fór þó svo að Patterson rotaði hann í rematch 1960 og náði aftur titlinum. Ingemar var og er eini norræni maðurinn til að verða heimsmeistari í þungavikt. Hann barðist meðal annars við Ali en reyndar áður en Ali tók það nafn upp. Þá hét Ali Cassius Clay og var 18 ára.

En Ingemar Johansson semsagt lést 30. janúar síðastliðinn.

 


80 daga hvíldar- og útskiptitími

Mikið held ég að Sjálfstæðiflokkurinn hafi gott að því að vera ekki í Ríkisstjórn í einhvern tíma. En hvers vegna var verið að falla frá áður tilnefndri dagsetningu um kosningar, 9. maí? Sjálfstæðisflokkurinn hefði nefnilega haft gott að því að fá þessar auka 2 vikur í frí.

En ok, það þarf svosem ekki mikið lengri tíma en þetta til að skipta út nokkrum gömlum, rotnum eplum úr forystunni. Í lok apríl verða farnir Björn Bjarna og Davíð Odds,....og vonandi Árni líka. Þannig að þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur aftur við stjórn landsins í maí, þá verða nokkur ný og fersk andlit með nýjar áherslur og laus við Davíðsvaldið.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boxer hittingur

Á sunnudögum klukkan 14 hittist fólk á Geldinganesi sem á það sameiginlegt að eiga Boxerhund og í dag mætti ég í fyrsta skiptið. Ferlega gaman að leyfa Míu að hitta svona marga hunda af sama kyni en ekki síst fyrir þær sakir að þarna hitti hún bæði systur sína og bróður úr sama goti Smile Það voru þarna 10-12 Boxerhundar samankomnir.

Hún Mía mín er ennþá að læra að umgangast aðra hunda án þess að þurfa sérstaklega að sína vald sitt. En ég þurfti nú á endanum í dag að setja hana í ól því hún vildi endilega berja á einu litlu dýri, því eina sem ekki var af Boxerkyni. Svo kom maður þarna með hund af, líklega íslenskblönduðu kyni, og Mía var ekkert alveg sátt við það og sýndi vald sitt. Þetta er svosem ekkert merkilegt, hundar rífast stundum og svona, en þessi maður brást ekkert lítið illa við og hellti yfir MIG skömmum. Ég held nú að menn sem eiga hunda og fara með þá á meðal annara hunda ættu nú að reyna að skilja hunda betur en þetta, maðurinn missti sig alveg og mig langaði nú bara mest að sýna honum mitt vald.......Joyful

Og fyrir þá sem ekki vita þá er Mía mín þessi hvíta

click to go back 


Sá þetta í gær.......Magnað !!

Ég fór á forsýningu Rústað í gærkvöld og verð að segja að þetta var mikil, já alveg rosaleg upplifun að sjá. Ingvar E er alveg ótrúlegur í þessu verki og hlítur þetta að vera með erfiðari hlutverkum andlega sem leikari getur tekið. Honum tókst það MJÖG vel. Sviðsmyndin,...eða öllu heldur effectinn í henni var alveg mögnuð líka en ég ætla nú ekki að segja frá hér þar sem þetta er upplifun sem maður má eiginlega ekki vita af.

Þetta verk er síður en svo fyrir viðkvæma en þetta er magnað verk. Ég gekk frekar þögull útaf þessari sýningu, átti eiginlega ekki orð.


mbl.is Rústað frumsýnt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlaunalögin......

Hvað var eitt stærsta,....eða amk eitt mest áberandi mál Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og fyrir myndun síðustu Ríkisstjórnar? Það var Eftirlaunafrumvarpið. Þetta frumvarp þeirra er ekki enn komið til framkvæmda. Og nú lýsir Jóhann því yfir að það sé jákvæðni fyrir því að ráðast í breytingar. Af hverju er þetta ekki bara gert? Ég reyndar treysti Jóhönnu betur en nokkrum öðrum þingmanni til að koma þessu í gegn,.......en það er magnað að enn sé það þó ekki komið til framkvæmdar.

Reyndar, svona í upphafi annarar Ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, mætti alveg einhver benda mér á einhver mál sem Samfylkingin hafði á stefnuskrá sinni og hefur komið í verk?


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnútur nr. 2

Hérna er svo kominn annar hnúturinn sem mun reynast þessum 4 flokkum erfiður. Og við erum bara að tala um að þessir tveir hnútar sem þegar eru komnir, hafa komið fram í dag. Á morgun er svo nýr dagur.

Ætlar þetta lið virkilega að reyna að vinna saman?


mbl.is Kosið í vor og í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti af mörgum.....

Þetta er bara fyrsti hnúturinn af mörgum sem þessir fjórir flokkar eiga eftir að reka sig á í þessu yfirlýsta samstarfi og stuðning sem þeir ætla að vinna að.

Evrópumálin, Fiskveiðimálin, Virkjanamálin, Stóriðjumálin,........þetta á allt eftir að springa í höndunum á þeim. BARA Samfylkingin á erfitt með að ná innanbúðarsamþykktun,.....hvað þá þegar 2-3 aðrir flokkar eiga eftir að þurfa að styðja þá til að ná fram sínu.

Good luck and good night !


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur?

Þetta eru ekki mótmælendur fyrir 5 aura.

Þetta er ofstækisfólk og ekkert annað. Fólk sem þefar uppi atburði til að "mótmæla" en hefur í raun ekkert fyrir sér. Vandamálið er að þessi hópur, sem hagar sér alltaf á þann hátt að beita þarf valdi til að halda aftur af þeim, er ekki með mótmæli við eitt eða neitt í huga þegar farið er af stað,.....aðeins það að valda usla, lenda í áflogum við lögreglu undir því yfirskyni að það sé að mótmæla.

Úð beint í augun á þessu pakki og hýða svo á Austurvelli.


mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó.......ég hélt,...

...að stærsta leiklistarhátíð Íslands væri niður í AUSTURVELLI, á Alþingi með Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrím J í aðalhlutverki.

Það verður nefnilega mjög gaman að horfa á leiklistarhæfileika Steingríms núna næstu vikurnar þegar hann byrjar að bakka með ALLAR sínar kröfur undanfarinna mánaða án þess að blikna framan í camerurnar.

 


mbl.is Stærsta leiklistarhátíð Íslands á Austurlandi í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djók...............

Hvers konar grín ríkisstjórn verður eiginlega sett saman í dag?

Ég óska okkur svosem öllum að þessum hóp takist að laga það sem laga þarf. Ekki hefur vantað yfirlýsingarnar frá þeim hingað til að þau kunni og muni gera allt betur en fyrri Ríkisstjórn.
Það má hins vegar ekki heldur gleyma að helmingur fráfarandi Ríkisstjórnar er sá flokkur sem mun stýra þessu samstarfi.

Það verður "gaman" að sjá hvernig þau ætla að tækla málin.


mbl.is Formlegar viðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorrablót á Reyðarfirði

Átti ótrúlega góða helgi austur á Reyðarfirði um helgina þegar ég og Katla sys ákváðum ásamt frænkum okkar og fleiri góðum að skella okkur til æskustöðvanna á Þorrablót. Sjálfur hef ég aldrei komið á Þorrablót á Reyðarfirði en síðasta blót sem Katla sat þar var örlagaríkt kvöld í janúar 1984 svo fyrir okkur bæði var þetta töluverð upplifun.

En fyrst og fremst var alveg hreint æðislegt að hitta alla sem við hittum og við fundum það svo um munar hversu velkomin við vorum og erum ekkert lítið þakklát fyrir þessar móttökur sem við fengum. Þarna voru margir gömlu vinirnir, jafnaldrarnir, foreldrar þeirra og svo ungir en fullorðnir reyðfirðingar sem voru bara leikskólabörn þegar ég fór frá staðnum fyrir 25 árum síðan,....jafnvel ekki fæddir þá. Ótrúlega stór hópur fólks sem ég hef marga hverja ekki séð eða talað við svo árum eða áratugum skiptir en samt var bara eins og ég hefði alltaf verið þarna.........ótrúlega sterkar taugar sem maður getur haft til fólks og staða sem maður er ekki í daglegum tengslum við. 

Þetta er reyndar í annað skipti á innan við ári sem ég fer austur til að hitta fólk og dvelja í meira en nokkrar klukkustundir því ég fór þangað á árgangsmót síðasta sumar. Sama upplifun, sama tilfinning. Löngun til að búa þarna alveg ótrúlega mikil. Aðstæður hins vegar leyfa það ekki. Ég hef í mörg ár talið að ég myndi aldrei geta aftur búið í litlum bæ úti á landi,.......en svei mér þá, held bara að það sé akkurat það sem ég gæti og myndi bara líða vel. Kyrrðin og róin er svo mikil og maður er ekki 45 mínútur að komast keyrandi heim úr vinnu. En þetta eru nú mest draumórar í mér núna sem ég er að setja niður á blað. Eins og ég segi, aðstæður leyfa þetta ekki í dag og ekki næstu árin. Kannski getur maður í staðinn eytt einhverjum hluta sumarsins þarna :)

En þorrablótið var æðislegt og ekki ósennilegt að þetta verði endurtekið 2010. Það eina sem vantaði í ferðinni var að sjá glitský sem stundum sjást þarna,...allt annað fengum við, keyrðum meira að segja fram á stóra Hreindýrahjörð á leiðinni suður aftur, vorum bara í 100 m fjarlægð við þau :)

Já, mér þykir ekki lítið vænt um Reyðarfjörð og reyðfirðinga Smile


Meiri endaleysan......

Mér finnst það alveg með ólíkindum að stjórnin skuli ekki boða til kosninga, það er klárlega vilji flestra. Það kemur berlega í ljós í öllum þessum mótmælum og það kemur berlega í ljós í skoðanakönnunum. Það er engin forysta í gangi, bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru búin að drulla uppá bak í aðgerðaleysi sínu. Og hvað Samfylkinguna varðar, þá hljóta þetta að vera einhver mestu vonbrigði sem stuðningsmenn hennar geta orðið fyrir. Ingibjörg Sólrún og co eru semsagt þegar allt kemur til alls nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem Samf, er búin að gagnrýna mestalla sína tíð. Engin segir af sér, enginn lýsir yfir ábyrgð, enginn segir af sér. Allir bara voða ánægðir með starfið sitt.

En varðandi mótmælin, þá styð ég þau. Mér finnst hins vegar að orka mótmælenda sé að beinast um of í rangar áttir, þ.e. að lögreglunni. Lögreglan verður að sjálfsögðu að sinna starfi sínu, getur ekki bara sleppt því. Og ef gengið er of langt, þá verður lögreglan að gera slíkt hið sama, að ganga einu skrefi lengra. Að ganga á eftir lögreglumanni og lemja priki í hjálminn hans er bara ögrun við lögregluna, ekki krafa um kosningar. Að henda eggjum eða steinum í lögregluna er bara ögrun, ekki krafa um kosningar.

Stríðið er ekki gegn lögreglunni þó hún hafi þá skyldu að verja þinghúsið. Lögreglan úðar ekki piparúða á mann sem hendir eggi í Alþingishúsið. En ef þessi sami maður hendir eggi eða steini í lögreglumanninn sjálfan, þá gæti hann átt á hættu að fá úðann yfir sig. Það segir sig sjálft.

Höldum áfram að mótmæla en hættum að ráðast á lögregluna.


mbl.is Lögregla beitir úða og kylfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt.......

Þetta er svona eiginlega eins og Ríkisstjórnin lagði upp með,.....að varlega yrði farið í grófar innheimtuaðgerðir meðan þjóðin er að ganga í gegnum þessa erfiðu tíma. Nei, nú ætlar þessi herramaður að láta handtaka fólk hægri vinstri.

Fannst Stónsaranum of langt síðan hann komst í fréttirnar núna?????


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið til í þessu en.........

Ég lifi nú og hrærist í farsímaheiminum og pæli því mikið í einmitt þessu, hvað fólk í raun notar lítið af möguleikum þeim sem margir símar bjóða uppá, jafnvel þótt einfalt sé.

Sá fídus sem flestir nota umfram það að hringja og senda SMS er vekjaraklukkan. Aðrir tæknieiginleikar eru miklu minna notaðir sem mér finnst í raun mjög merkilegt ef litið er til þess hvað það er einfalt að nota þá og hvað það einfaldar mikið málin sömuleiðis að nota þá. Má þar kannski númer eitt nefna tónlistarspilarann. Hvers vegna skyldi maður vera með tvö tæki á sér þegar eitt tæki dugar, t.d. í ræktinni eða úti í göngu/hlaupatúr? Tónlistarspilarinn í MJÖG mörgum farsímum er hreint ekki síðri en vinsælustu tónlistarspilararnir á markaðinum.

Nú svo er það myndavélin. Auðvitað eru mjög mismunandi myndavélar í símunum og margar þeirra varla nothæfar sem slíkar en margar hverjar eru bara ansi hreint góðar. Sérstaklega þar sem um 3.2 - 5 megapixla myndavélar er að ræða. Og það er mikið úrval síma með slíkum myndavélum.

 

Nú svo er ýmislegt tengt netinu sem ekki margir átta sig á hversu einfalt er að nota. Má þar nefna bæði Facebook og MSN. Svo ofan á þetta allt saman er búið að setja í marga síma GPS staðsetningartæki, ekki ólíkt Garmin, sem getur nýst alveg ótrúlega. T.d. getur það staðsett allar myndir sem teknar eru á símann, skráð landfræðilega staðsetningu þeirra, hjálpað fólki að rata í útlöndum, og fyrir útivistarfólk eru möguleikarnir mjög miklir.

Ég gæti auðvitað skrifað heilmikla grein um allt sem farsímar bjóða uppá annað en að hringja úr þeim því það er nánast allt hægt. Ég get t.d. notað símann minn sem hallamál :) Ætla þó ekki að eyða mikið fleiri orðum í tæknina hér og nú. 

En í raun skil ég alveg það sem sagt er, að símar geti verið flóknir í augum þeirra sem ekki leita að öðru en tóli til að hringja úr. En það sem ég hef nefnt hér að ofan, tónlistarspilarinn, myndavélin og GPS staðsetningartækið,.......þetta eru hlutir sem ekki bara einfalda fólki málin heldur sparar því einnig peninga.


mbl.is Flóknir gemsar pirra notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1026

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband