Færsluflokkur: Bloggar
29.4.2011 | 17:38
Hættulegir
Í mínum huga eru margir strætóbílstjórar hreinlega hættulegir. Þeir fara öðrum fremur yfir á rauðu ljósi, þeir keyra stundum rosalega hratt og eru mikið í því að "passa uppá" stöðu sína með því að gefa lítið eftir þegar litlir bílar þurfa að komast framfyrir þá og svo á hinn bóginn þá dóla þeir stundum alveg svakalega, líklega til að halda einhverri tímaáætlun. En dól skapar framúraksturhættu.
Það þarf að gera átak þarna
Strætisvagnabílstjórar á hraðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2011 | 17:37
Dagur B
Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 13:09
Þá er bara að nota það sem virkar.......
Google Maps hafði ekki við góðærinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, mér finnst nú mbl gera þessari stórfrétt lítil skil í þessari frétt sinni svo ég sé ástæðu til að bæta í.
Bendi á Tækniblogg Hátækni http://www.hataekni.is/is/hataekni_i_25_ar/taeknibloggid/
Hátækni er umboðsaðili Nokia á Íslandi.
Tekist á við iPhone og Android | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2010 | 21:38
Tjahhh,.......
Fyrst þegar ég las þessa frétt hélt að þetta væri hitt framlag Steingríms í gær til ferðamála á Íslandi, sem hann vill ólmur hefta sem mest hann má, með auka skattlagningu á þessar hræður sem þó kom hingað til að skoða landið.
Hélt þetta væri svona hans aðferð til að sýna landið,...því hvort eð er myndi helmingur þeirra sem vilja koma, hætta við vegna þeirra álaga sem hann vill leggja á ferðaiðnaðinn. Mér skilst að um það bil 400.000+ erlendir ferðamenn sæki Ísland heim árlega.
En svo þegar ég las áfram þá sá ég að þarna var auðvitað á ferðinni fólk sem þvert á fjármálaráðherra, vill efla ferðamannaiðnaðinn. Frábær hugmynd, ekki síst í ljósi góðs árangurs Inspired by Iceland.
Tækifærin eru til að grípa þau og tækifærin í ferðamannaiðnaði á Íslandi eru gríðarleg.
Vilja vefmyndavélar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2010 | 18:36
Steingrímur þó !!
Hvað er það eiginlega sem þessi maður skilur ekki þegar kemur að því að skattleggja vöru og þjónustu???
Ég starfa við innflutning á mjög vinsælli vöru sem þar að auki er í sölu á mörgum stöðum, hjá mörgum mismunandi fyrirtækjum. Mín samkeppni er bæði innlend og erlend og verð ég að standast samanburð við það besta sem þekkist í allri Evrópu.
Ef ég þarf af einhverjum ástæðum að auka tekjurnar við sölu á þessum vörum þá get ég alveg gleymt því að ætla að fara þá leið að leggja meira á vöruna. Slíkt myndi bara þýða eitt, mínir viðskiptavinir færu bara eitthvað annað af þeirri einföldu ástæðu að samkeppnin er til staðar og hún er hörð og af nógu að taka.
Alveg nákvæmlega þetta sama á við um ferðaþjónustana. Því þó svo að það sé bara til eitt Ísland, þá eru vinsælir ferðamannastaðir, lönd og borgir í hundraða og þúsundatali allt í kringum hnöttinn. Ísland er síst ódýrasti kosturinn og auknar og flóknar álögur munu ekki hjálpa til við að hvetja ferðamenn til að heimsækja landið. Kannski vill Steingrímur bara að við fáum að vera í friði?
Ferðamannabransinn er drjúg tekjulind fyrir þjóðarbúið en við getum án nokkurs vafa aukið hann margfalt ef rétt er á spilunum haldið. Að gera það dýrara fyrir ferðamenn að koma hingað er ekki rétt skref uppá við að auka heimsóknir heldur þvert á móti, skref niðurá við.
Hvað það varðar að sækja tekjur til uppbyggingar vinsælla ferðamannastaða á Íslandi, þá er það vel. En það á að gera með því að selja aðgang að slíkum svæðum, byggja þau upp og gera þau enn meira aðlaðandi en ekki með því að fækka fólki sem kemur til landins. Má ég benda á Bláa Lónið í þessu samhengi sem er einn af glæsilegustu stöðum á landinu fyrir ferðamenn að skoða.
Hverju skiluðu auknar álögur á áfengi svo eitthvað sé nefnt? Jú, samdráttur í sölu á áfengi, aukið smygl, stóraukning á heimabruggi og nú er staðan sú að í skoðun er að loka 1-2 Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar tapast störf.
Nema hann líti á þetta sem forvarnarstarf til að minnka áfengisneyslu. Well, gleymdu því Steingrímur að þetta sé leiðin að því.
Steingrímur, vaknaðu !!!
Mjólkurkúnni verði ekki slátrað með auknum gjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2010 | 11:37
Löngu komið á markað - Micro USB
Hleðsluinntakið sem um ræðir er MicroUSB og er eins og áður segir nú þegar að finna í miklum fjölda farsíma.
Apple er líklega eini framleiðandinn sem ekki hefur enn brugðist við þessari Evróputilskipun sem tekur gildi 1. janúar 2011 en aðrir framleiðendur eins og Nokia, HTC, Motorola, Samsung, LG, SonyEricsson, Sonim og fleiri minni byrjuðu að framleiða sína síma með þessari gerð hleðsluinntaks á þessu og síðasta ári.
Samræmd hleðslutæki fyrir síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.10.2010 | 15:08
Skjár á bakhlið !!!!????
Skjár iPhone 4 viðkvæmur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010 | 13:04
SMS undir stýri er ekkert grín
En það er ekki bara SMS því nú eru mjög margir með tölvupóstinn sinn einnig í símanum og það sama á auðvitað við um hann.
Staðreyndin er sú að mjög margir skrifa tölvupóst og SMS á sama tíma og þeir aka bíl. Ég gerði það hérna í eina tíð en meðfylgjandi myndband, sem ég hef reyndar oft áður dreift bæði hér og á Facebook, fékk mig til að hugsa minn gang og hreinlega hætta því.
Farsímanotkun undir stýri stórhættuleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2010 | 13:05
Vantar þann stærsta í fréttina
Mér finnst nú skrítið að skrifa frétt um markaðshlutdeild snjallsíma án þess að minnast á alla sem eru á þeim markaði, og alveg sérstaklega á það nú við ef þeim allra stærsta er gleymt í fréttinni :)
Nokia eru nefnilega langstærstir á snjallsímamarkaði og munar þar miklu.
Svona lítur þetta út á fyrsta ársfjórðungu þessa árs skv Gartner
Worldwide Smartphone Sales to End Users by Operating System in 1Q10 (Thousands of Units)
Company | 1Q10 Units | 1Q10 Market Share (%) | 1Q09 Units | 1Q09 Market Share (%) |
Symbian | 24,069.8 | 44.3 | 17,825.3 | 48.8 |
Research In Motion | 10,552.6 | 19.4 | 7,533.6 | 20.6 |
iPhone OS | 8,359.7 | 15.4 | 3,848.1 | 10.5 |
Android | 5,214.7 | 9.6 | 575.3 | 1.6 |
Microsoft Windows Mobile | 3,706.0 | 6.8 | 3,738.7 | 10.2 |
Linux | 1,993.9 | 3.7 | 2,540.5 | 7.0 |
Other OSs | 404.8 | 0.7 | 445.9 | 1.2 |
Total | 54,301.4 | 100.0 | 36,507.4 | 100.0 |
Source: Gartner (May 2010)
Hins vegar er það rétt að Android hefur tekið svakalegt stökk síðan þessi könnun var gerð og það á kostnað allra hinna og því lítur þessi mynd svona út eftir annan ársfjórðung:
Android sækir enn í sig veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar