Færsluflokkur: Bloggar

...vegna ljósstaura

Undarlega orðuð fyrirsögn þykir mér. "Tvö umferðaróhöpp vegna ljósstaura".

Ég sé ekki betur en að annað umferðaróhappið hafi verið vegna ölvaðs ökumanns. Gott að hann ók ekki á gangandi vegfaranda,.......en get rétt ímyndað mér hvernig sú fyrirsögn hefði verið !!


mbl.is Tvö umferðaróhöpp vegna ljósastaura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg sammála,...uhhhhhhh

Já sææælllll,.......býð ekki í það ef dósirnar fara nú að hvetja til þess að fólk stundi kynlíf beint ofan í neyslu þessa ávaxtasafa. Það yrði skelfilegt fyrir samfélagið. Ég hlít því að vera þessu banni fullkomlega sammála,.......pause.........NOT !!!

Ég á nú bara ekki orð verð ég að segja.


mbl.is „Álitið er skoðun eins manns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnstæki og bleyta

Svona virkar nú blessuð tæknin, eða öllu rafmagnstækin. Þau geta þolað vatn og frost og allan fjárann, svo lengi sem enginn straumur er á tækinu á meðan vatnið kemst í snertingu við þá hluta þess sem straumur fer um.

Vinur minn einn hefur þrisvar sinnum óvart sett Nokia N78 farsímann sinn í þvottavél og alltaf virkaði hann eftir það, svona tandurhreinn og fínn. En á endanum reyndar gaf hann sig enda getur skaðinn af vatninu stundum tekið tíma að koma fram.
Annar félagi minn lenti með sinn Nokia E71 síma á kafi ofaní á og ennþá virkar hann, ári síðar. Heppni og ekkert annað :-)

Meginreglan þegar farsímar eða önnur rafmagnstæki blotna, er að taka rafhlöðuna úr og láta liggja á heitum ofni í 24 klst eða svo. Aldrei að vita nema allt virki,.....þó líkurnar séu manni reyndar mjög svo í óhag.


mbl.is Fann iPod sem lá úti í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstra hornið...

Já, auðvitað reyna þeir að búa til einhverja útskýringu á þessu með loftnetið en það er nú reyndar samt staðreyndin að með því að halda þar, þá missir síminn sambandið, ekki bara á skjánum heldur slitna símtöl.

GSM Arena eru búnir að skoða þessi mál rækilega. http://www.gsmarena.com/apple_finds_iphone_4_signal_bars_misleading_hiding_poor_signal-news-1783.php


mbl.is Reikniskekkja í iPhone 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skrifa SMS í akstri

Það er auðvitað gjörsamlega út í hött að skrifa SMS eða tölvupóst á meðan maður er upptekinn við akstur. En ég hef gert það og veit alveg hversu mikið maður missir einbeitninguna við það. Eg hef hins vegar ekki gert það síðan ég sá meðfylgjandi myndband sem ALLIR ÆTTU AÐ HORFA Á - Sama hversu óhugnarlegt það er.

 


mbl.is Langflestir tala í síma undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlega og MJÖG varlega orðað :-)

Veit ekki,....kannski horfi ég bara svona ofboðslega gagnrýnilega á þessa setningu:

"Í undantekningartilvikum, þegar tekin er beygja á miklum hraða, er mögulegt að bíllinn renni til án þess þó að ökumaður missi stjórn á honum"

 

En hvernig er hægt að segja að mögulegt sé að bíllinn renni til í beygju á miklum hraða ÁN ÞESS ÞÓ AÐ ÖKUMAÐUR MISSI STJÓRN?? Ég hefði einmitt haldið að renni bíllinn til á miklum hraða, þá séu yfirgnæfandi líkur á að missa stjórn,......sérstaklega þar sem stöðugleikastýringin sé gölluð.


mbl.is Toyota innkallar Land Cruiser jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm,...hver skyldi þessi fjársvikari vera?

Ég sem hélt að allir fjársvikarar á Íslandi störfuðu innan ramma laganna. Amk þessir stóru, sem í menntaskólann fóru.

En það er nú gott ef þeir hafa náð þessum eina........


mbl.is Meintur svikari í varðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaut að vera......

Ég ætlaði bara að fara að segja það að eymingjans manninum/konunni hefði dottið í hug að gera þetta að ásettu ráði. Auðvitað var þetta óvart,....stundum bara tekur maður óvart rangt kort eins og sannaðist hjá KSÍ.

Enginn ásetningur, alveg óvart - 8 milljónir


mbl.is Gjaldkeri dró sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá,...... X-D

Ég hef nú sjaldan séð "frétt" sem er skrifuð af jafn miklum pólitískts andstæðingslegum toga og þessi. Þegar ég var að lesa þetta var ég alltaf að bíða eftir setningunni "var haft eftir". En nei, þetta er bara blaðamaðurinn sjálfur sem skrifa svo.

Ég er að vísu andstæðingur Steingríms pólitískt séð og er frekar fylgjandi hægri stefnu. En mér hefur aldrei þótt það vera löstur að geta skipt um skoðun. Mér finnst miklu frekar lágkúrulegt og lélegt að halda fast í fyrri skoðun þrátt fyrir breyttar aðstæður/forsendur. Tek ofan fyrir pólitíkusum sem þora að skipta um skoðun þegar svo ber undir og þora að viðurkenna að þeir hafi skipt um skoðun. 


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband