Færsluflokkur: Bloggar

Jón Baldvin

Ég var eitthvað að mæra hann hérna á blogginu um daginn. Ástæðan, jú að mér hefur alltaf fundist hann mjög magnaður stjórnmálamaður sem hefur náð vel til mín.

En fyrir mér jarðaði hann þessa skoðun mína í dag með því að taka þátt í mótmælum þar sem múgurinn öskraði bara DAVÍÐ BURT, DAVÍÐ BURT!!! Algjörlega burtséð frá Davíð og mismunandi skoðunum manna og kvenna á honum, þá held ég að Jón Baldvin ætti að vita að það er nú varla við Davíð einan að sakast. Hélt í alvöru að Jón væri málefnalegri en þetta.


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smart hjá Gunnari

Enn og aftur segi ég, Það er gott að búa í Kópavogi! Smile

En skyldi t.d. borgarstjórn Reykjavíkur gera þetta líka og lækka laun amk þeirra sem eru með yfir 700.000 á mánuði sem munu jú vera ansi margir og já, kannski líka að endurskoða málin með skoska nemann sem er með tæplega hálfa milljón í laun á mánuði, verandi í námi erlendis og hefur mætt á 3 fundi,...skrópaði á einn. Og borgin að sjálfsögðu greiddi fyrir flugið fram og til baka í öll skipti. Ætli borgarstjórn endurskoði þetta eitthvað eða ætlar borgin að halda áfram þessu bruðli ??


mbl.is Stjórnendur lækka launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður tekið á þessu?

Gæsluvarðhald í viku og svo bara út aftur að djamm, djúsa og berja fleiri löggur?

Eða verður tekið á þessu eins og á að taka á því,....ákæra þá og sekta um stórar upphæðir. Senda þá svo úr landi með eilífðarbann á landvistarleyfi á Íslandi?

Ég óttast því miður að það verði fyrri kosturinn.


mbl.is Tveir handteknir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara má til :)

Einn ljúfur

Og annar.......sem klárlega veldur streytu

Verði ykkur að góðu.....hahahahahaha Tounge


Allt er nú kannað :)

Ekki ætla ég að þræta fyrir þessa merku rannsókn enda er Nokia hringitónninn án nokkurs efa mest spilaða og frægasta stef eða lag allra tíma og það er nú nokkuð þekkt að slíkt valdi streytu eða jafnvel pirringi. Ég t.d. verð pirraður þegar ég heyri sama lagið glymja í útvarpinu 10 eða 20 sinnum á dag. 

Magnað samt að 20% kaupenda skuli samt notast við þennan, að því er rannsóknin segir, streytuvaldandi hringitón því Nokia seldi t.d. á síðasta ári um 100.000.000 farsíma, hundrað milljón, sem þýðir að BARA í fyrra ákváðu 20 milljón manns að nota þennan hringitón. Magnað !

Reyndar gaman að spá í svona tölur sem fólk er ekki að hugsa út í svona almennt séð. Veit fólk t.d. að Nokia er stærsti myndavélaframleiðandi heims? Það sama á við um MP3 spilara. Og bráðum, ef ekki orðið nú þegar, þá er Nokia einnig stærsti söluaðilinn á GPS staðsetningartækjum. Magnað !!!


mbl.is Hringitónn Nokia veldur streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistari Jón Baldvin

Í mörg ár, já mörg ár hef ég sagt að mín skoðun sé sú að Jón Baldvin Hannibalsson sé einn merkasti pólitíkus okkar tíma. Ég stend harður á því. Reyndar hef ég ekki hingað til aðhyllst stefnu Samfylkingarinnar EN.........ef JBH gæti nú bara andskotands í pólitík aftur, og þá líklega Samfylkinguna, þá þarf ég ekki að hugsa um það í eina mínútu, ég myndi kjósa hana. Ég sagði alltaf að Jón Baldvin og Davíð Oddson væru öflugustu pólitíkusarnir okkar. Eini munurinn er sá að JBH er alltaf jafn góður eða betri á meðan Davíð versnar og versnar.

Viðtalið við Jón Baldvin í Silfri Egils var mjög gott eins og alltaf. Þetta viðtal var ekkert að opna augun mín varðandi hann, en styrkti hins vegar mikið þá skoðun mína sem ég hef haft á kallinum um árabil.

Jón Baldvin Hannibalsson í pólitíkina aftur takk !!!!

Davíð úr Sjálfstæðisflokknum, sem hann virðist ennþá stjórna.


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austur-Evrópa? Þarf að spyrja?

Enn eina ferðina eru það útlendingar sem sýna af sér hegðun sem verður bara að segjast að íslenskir glæpamenn hafa ekki so far sýnt. Ég held að ég sé alls ekkert að sjá þetta öðruvísi en það í rauninni er, pólskir og litháeskir glæpamenn sem hingað hafa hópast eru að ganga miklu lengra.

Það er vegna þessara manna sem það er að verða nauðsynlegt fyrir lögregluna að vopnast við almenn löggæslustörf, NB Almenn lögæslustörf eins og í tilfelli þessarar fréttar. Það sagði það einhver um fréttir af þessari árás að árás á lögregluna er árás á þjóðfélagið. Rosalega er ég sammála því.

Það verður að veita lögreglunni meira svigrúm og frelsi til að vinna sína vinnu. Neikvæð umfjöllun síðustu ára, t.d. Gas dæmið og 10-11 dæmið svo bara örlítið sé kallað fram, hafa gert það að verkum að lögreglan bara varla má lyfta litla fingri í starfi sínu gegn fólki sem þarf að taka úr umferð tímabundið,...eða bara hafa afskipti af. Lögreglan verður að fá það svigrúm að dómgreind þeirra sé ekki dregin í efa við minnsta frávik. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því sem sumir tala um að þetta verði lögregluríki ef þeir fá meiri völd,....halló, íslenskir lögreglumenn eru ekkert að leika sér að því að hafa afskipti af eða handtaka menn að ástæðulausu. Þetta vita nú allir þó sumir kjósi að sjá eitthvað allt annað.  

Það er alltof mikil vanvirðing á Íslandi gagnvart lögreglunni og því þarf að breyta. Ástæðan er sú að það er almennt vitað að ef svo mikið sem nögl brotnar á manni/konu sem verið er að hafa afskipti af, þá gæti viðkomandi lögreglumaður átt á hættu að verða vikið úr starfi. Fáránlegt.


mbl.is Grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andsk.....bretar

Það er nú farið að fara allískyggilega í mann þessar árásir breta á Ísland. Það er eins og við höfum beinlínis gert árás á landið þeirra. Ég skil alveg reiði manna yfir töpuðum peningum og allt það,....en fyrr má nú rota en dauðrota.

Er reyndar sáttur við að okkar ráðamenn séu farnir að herða aðeins orðavalið gegn þessum árásum þeirra en ég held að það verði bara að ganga aðeins lengra núna. Það er eins og Bretland og breskir fjölmiðlar séu með það mission í gangi að leggja allt sitt í að eyðileggja orðspor Íslands.

Afþökkun breska flughersins væri klárlega fyrsta skrefið. Og svo má einnig gera eitthvað mun róttækara.


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æææææ, þvílík óheppni

En heppnir samt að þetta skyldi hafa gerst á svona afskekktum stað svo enginn slaðaðist.

 Whistling


mbl.is Tveir bílar brunnu eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúxus

Það rignir yfir þessa frétt fúkyrðum ýmsum og árásum. Ég ætla að taka annan pól í hæðina og kannski finnst einhverjum ég flakka um í skoðunum mínum á efnahagsástandinu. En ég viðurkenni það líka alveg :)

Peningarnir sem fóru í þetta, hótelið, þotuna, snekkjuna, voru til alveg eins og við áttum öll meiri pening fyrir nokkrum vikum og nokkrum mánuðum en við eigum núna, leyfðum okkur öll miklu meira en við leyfum okkur núna. Í sumum tilfellum voru það bara peningar af nafninu til, verðbréf, hlutabréf og þess háttar og í sumum tilfellum beinharðir peningar.

101 Hótel, þotan og snekkjan er geggjað dæmi og ég ætla mér ekki í eina sekúndu að halda því fram að ég myndi ekki vilja taka gott frí með öllu þessu including. Það er svona lúxusgen í ansi mörgum okkar, gen sem reyndar bara fáir fá að næra. En það er þarna í ansi hreint mörgum okkar. Getur fólk virkilega neitað því? Ég las það einhversstaðar að þetta með hótelið, þotuna og snekkjuna væri business dæmi hjá þeim hjónum, semsagt ekki eingöngu ætlað til einkanota. Ætluðu semsagt að selja lúxusferðir í þetta. Af hverju ekki? Ekki vantar markaðinn fyrir það þó svo að íslenskur markaður fyrir þetta hafi hrunið.

Atlanta átti einu sinni lúxux Júmbóþotu. Ekki var ælt yfir því. Samt var Atlanta alveg pottþétt fjármagnað á sama hátt og önnur íslensk milljarðafyrirtæki og mörg erlend líka.

Ég sagði það um daginn og segi enn, ég ætla eftir bestu getu að benda ekki á einhvern einn eða einhverja fáa sem sökudólga á því ástandi sem nú varir. Það kemur bara í ljós síðar. Og gleymum því ekki algjörlega og með öllu að Ingibjörg og hennar maður hafa nú alveg látið ýmislegt af hendi rakna til þjóðfélagsins umfram það sem þeim var skylt.

Nú verð ég líklega hengdur á blogginu,...hehe. So what!


mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband