Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2008 | 13:49
Þarf að velta þessu fyrir sér??
Það er auðvitað af og frá að við samþykkjum það að ríki sem hefur sett okkur í hóp hryðjuverkamanna og ríkja, komi svo hingað til að verja lofthelgi okkar. Verja fyrir hverjum? Rússum? Sem við eigum í viðræðum við um lánveitingu?
Halló, vaknið! Nei takk Gordon Brown, við kærum okkur ekki um "vernd" frá þér.
Mér finnst hins vegar að við ættum að íhuga það hvort rússar eru tilbúnir til að hafa hér eins og 8 stk MIG-29 vélar tiltækar til að verja okkur fyrir bretunum?
Árétta andstöðu við loftrýmisgæslu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 10:36
Toys´R´Us Leikfangabúð - Harður heimur
Ég fer stundum með tæplega 3 ára son minn í þessa búð, honum til skemmtunar og jú, stundum til að kaupa eitthvað. Ég á þó örugglega eftir að fækka þessum ferðum eftir lestur þessarar fréttar af Vísi.
Lögregla var kvödd að versluninni ToysRUs í Kópavogi í gær eftir að þriggja ára drengur reif gat á umbúðir utan um leikfangabíl. Móðirin hafði neitað að greiða fullt verð fyrir ólaskaðan bílinn. Vaida Karinauskaite leit af syni sínum, Kristófer, örskotsstund inni í versluninni og í millitíðinni reyndi hann að ná bílnum úr umbúðunum með fyrrgreindum afleiðingum.
Starfsmenn kröfðust þess að Vaida greiddi fullt verð bílsins, fimmtán þúsund krónur, vegna umbúðaskemmdanna þótt bíllinn sjálfur hefði aldrei verið snertur.
Ég var ekki með nógu mikinn pening með mér og sagði þeim það," segir Vaida, sem furðar sig á hörðum viðbrögðum starfsfólksins og ætlar aldrei aftur að skipta við verslunina. Það var svo niðurlægjandi að fá lögregluna strax á staðinn," segir hún.
Lögregluþjónn, sem mætti á vettvang, lét sér fátt um finnast og lyktaði málum þannig að fjölskyldan fór án þess að borga.
Verslunarstjóri ToysRUs vildi ekki tjá sig um málið. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins einn gæti talað fyrir þeirra hönd en hann væri í Finnlandi og farinn úr vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 11:08
Tökum Geirinn á þetta Dorrit
Auðvitað ætlar hann ekki að tjá sig um þetta. Hann ætlar bara að fara sömu leið og Geir og aðrir í ríkisstjórninni og þegja þunnu hljóði. Allt sem við fáum að heyra og vita um stöðu mála er úr erlendum fjölmiðlum tekið, haft eftir erlendum embættismönnum. Hérna kjósa allir að steinþegja þangað til fréttir eru á allra vörum og þá koma þessir sömu menn og segja um misskilning að ræða eða ónákvæmni.
Mér finnst allt þetta pakk vera svo gjörsamlega vanhæft til að leysa úr vanda þjóðarinnar, vanda sem þeir áttu stóran þátt í að skapa.
Fréttir af ummælum forseta ónákvæmar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 15:55
Nú erum við að tala saman :)
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
7.11.2008 | 12:01
Hvers vegna ætti hann að hætta?????
Ég sé bara ekki hvers vegna formaður Verslunarmannafélagsins ætti að víkja þrátt fyrir þetta. Það er bara ekki hefð fyrir því á Íslandi að menn axli ábyrgð gjörða sinna. Það dettur aldrei nokkrum stjórnmálamanni eða embættismanni að segja af sér, alveg sama hvað klúðrið er stórt. Og peningastrákarnir, hvílík firra að láta sér detta í hug að einhver þeirra fari að gera það.
Guðmundur Árni er sá eini sem á man eftir að hafa sagt af sér í kjölfar klúðurs. En það var nú ekki meiri meining á bak við það en sú að maðurinn er sendiherra Íslands.
Auðvitað styð ég það og krefst að formaður VR segi af sér. En að ég láti mér svo mikið sem detta í hug að hann geri það er eitthvað sem mér finnst vera fjarstæða.
Vilja stjórn VR burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.11.2008 | 22:40
Vangaveltur um kosningar og fylgi
Samfylkingin með mesta fylgið? Ég skil vel að Sjálfst.flokkurinn hafi hrunið í fylgi, það segir sig sjálft. En mínar vangaveltur snúast um það hvers vegna það sama á ekki við um Samfylkinguna. Er ekki Samf. í þessari stjórn líka, og þar að auki með bankamálaráðherra? Hvað hefur Samfylkingin gert í þessari stjórn?, hvað í alvöru?
Guð hjálpi okkur svo ef Vinstri Grænir komast til valda. Ekki vildu þeir álverin, sem þó eru kannski eitt af því dýrmætasta sem við eigum nú óskipt eftir. Eitt af því.
Ég er hins vegar ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ljósið í myrkrinu núna, langt í frá. En ég velti því fyrir mér hvort yfir höfuð sé eitthvað einasta vit í því að efna til kosninga núna því ég held að þetta kaós ástand sem ríkir myndi ekki leiða af sér neitt gott í kosningum. Við erum öll reið, við erum hrædd, við erum algjörlega ráðvillt og við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Er það góður tími til að taka stórar ákvarðanir? Þó ný stjórn tæki við á morgun væri ennþá sama vandamál í gangi.
En formann Sjálfstæðisflokksins skil ég samt alls ekki núna. Er það af einskærri þrjósku sem hann heldur áfram að segja að það sé ekkert í spilunum sem bendi til að rétt sé að svo mikið sem huga að því að setja formann Seðlabankastjórnar af? Er það kannski af hlíðni og/eða óttablandinni virðingu við hann? Það er greinilega krafa þjóðarinnar að Davíð fari frá, leikur lítill vafi á því. Það er sömuleiðis krafa samstarfsflokks Sjálfst.flokksins í Ríkisstjórn og allra annara flokka á Alþingi. Þessi krafa er útum allt en alltaf sama svarið. Eða er þetta bara vegna þess að Geir vill ekki láta segja sér fyrir verkum?
Mér finnst þetta beinlínis heimska hjá honum að sprengja ekki á þessu kýli sem Davíð virðist vera, réttilega eða ranglega. Geir er ekki að gera flokknum sínum vel með því að bregðast ekki við, hann er því alls ekki að gera Ríkisstjórn sinni vel heldur og eykur daglega á þá hættu að þessi stjórn springi,.....á tíma sem bara má alls ekki. Geir, stundum þarf maður að vera vondur til að vera góður og nú er stundin til þess.
það má svo seinna velta fyrir sér hvort einhver þarf að segja af sér vegna alls þessa máls. Það væri hins vegar saga til næsta bæjar ef íslenskur stjórnmálamaður segði af sér. En kosningar á þessum tíma er að mínu áliti ekki rétt af ofangreindum ástæðum. En Geir H Haarde myndi klárlega minnka þrýstinginn frá þjóðinni um kosningar með því einu að setja Davíð af. Mér finnst stundum eins og það vanti alla strategíu í stjórnmálamenn.
Varðandi Davíð þá ætla ég að gera orð innheimtufyrirtækisins Intrum (sem væntalega á eftir að stórgræða á ástandinu) að mínum þegar ég beini því til Forsætisráðherra (ef hann þá les bloggið mitt hehe ) að EKKI GERA EKKI NEITT !!!!!
Samfylking með langmest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2008 | 17:24
Jæja, þá byrjar ballið
Í dag byrjaði veiðitímabilið fyrir rjúpuna og það er ekki að spyrja að því, strax þarf að sækja skyttu með aðstoð björgunarsveit og þyrlu. Þetta ætti að minna menn á hversu mikilvægur stuðningurinn við hjálparsveitirnar er, þó oft sé áminningin harðari, hér fór allt vel.
Svo ættu allar skyttur sömuleiðis að taka með sér GPS tæki á veiðar, eða síma með GPS tæki innbyggðu. Þeir eru orðnir ansi margir slíkir á markaðinum. Þetta bæði tryggir það að menn rati til baka þó skelli á þá þoka en tryggir það líka að menn geta gefið upp staðsetningu ef upp koma vandamál, menn týnast eða slasast.
Þyrla sótti rjúpnaskyttuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 11:06
Bíddu nú við, hvort er það?
Einn daginn segja menn að stýrivaxtahækkunin hefði verið skilyrði Gjaldeyrissjóðsins og næsta dag segja menn að þetta sé ákvörðun Seðlabankans.
Ef þetta var ákvörðun Seðlabanka þá spyr ég nú bara, ætlar Seðlabankinn og þá Ríkisstjórnin ekki að gera NEITT til að slá á ástandið gagnvart heimilum og fyrirtækjum? Hver eru eiginleg rök fyrir því að hafa stýrivexti svona háa?
Hefði þurft að breyta lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2008 | 17:54
Þjóðin hafnaði því og Forseti vor líka
Ekki veit ég, frekar en líklega nokkur annar, hvort það hefði einhverju breytt, en hefði hugsanlega fjölmiðlafrumvarpið sem reynt var að koma á, tryggt nú að þessi stóri fjölmiðill væri ekki í þeirri hættu sem hann ku vera í? Ég veit það ekki en ég neita því ekki að ég velti því fyrir mér.
Og reyndar hef ég velt því fyrir mér undanfarið hvort sú staðreynd, að þjóðin og svo Forseti Íslands, höfnuðu þessu frumvarpi svo rækilega sem raunin varð, að möguleikar á að hefta eignasöfnun auðmanna hefðu endanlega verið hent út af borðinu? Var lokað á slík höft með því að hafna þessu frumvarpi? Hefði ekki sama fólkið og sami Forseti hafnað öllum slíkum hugmyndum í framhaldinu líka?
Er það ekki eitthvað sem bara verður að gerast, að setja einhver höft á að fáir menn geti hreinlega eignast allt sem þeir vilja?
Ég vona svo heitt og innilega að bæði 365 Miðlar og Skjárinn lifi þetta af. Það skiptir ekki litlu máli. Það skiptir ótrúlega miklu máli fyrir fólkið í landinu, fjölskyldurnar og auðvitað fyrirtækin líka. Því á þeim erfiðum tímum sem framundan eru, þá er sú afþreying sem fjölskyldur njóta á skjánum heima í stofu mikilvæg.
Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2008 | 16:30
Hvað á maður að segja ?
Hvaða hálfv..... datt í hug að kjósa þennan mann á þing?
Taka upp færeysku krónuna? Er maðurinn endalega að missa vitið?
Árni Johnsen vill færeyska krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar