Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2008 | 11:52
Tímataka
Ætti maður semsagt að fara að mæla tímann á þessu og komast að hvoru megin við meðallagið maður er? Tjahh, veit reyndar að þessar 7,2 mínútur duga ekki svo ég bíst við að ég sé yfir meðallagi. En er gott að vera yfir meðallagi í tíma eða er það jafnvel bara verra? Fer það eftir partnerinum eða fer það kannski bara miklu frekar eftir andrúmsloftinu á hverjum tíma? Jú, ætli það ekki.
En fokk,.....1 mínúta eins og nefnt er þarna. Djöfull mega sumir vera fljótir að þessu. Að vísu sagði mér það ein kona fyrir fáum árum síðan að hún hefði einmitt eitt sinn verið að deita 1 mínútu mann. Yndislegur maður og allt það,........eeeeeeen ekki alveg að gera sig sagði hún.
![]() |
Úthald ekki lykillinn að góðu kynlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.4.2008 | 15:23
Hátækni gefur farsíma
Í kjölfarið á þessari skelfilegu frétt var haldinn fundur í dag í Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi og ákváðum við þar að taka ekki lengur þátt í þessu fjöldamorði sem á sér stað í þjóðfélaginu. Ákveðið hefur verið að leggja fyrirtækið niður og gefa allan lager sem til er af Nokia farsímum.
"Við ætlum að setja það í hendur fólksins sjálfs hvort það drepur sig á símanum eða ekki" var haft eftir framkvæmdastjóranum þegar hann var inntur eftir svari hvers vegna þessum morðtólum sé ekki bara eytt. "Byssur heimsin hefur ekki verið eytt er það?" spurði framkvæmdastjórinn.
![]() |
Farsímar hættulegri en reykingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 12:55
Frábært - Algjörlega en......
....hvernig fer stöðumælavörður að því að vita að búið er að greiða fyrir stæðið ef hann sér það ekki í glugga bílsins eða á stöðumælinum sjálfum? Þarf hann kannski að hringja til leggja.is og kanna hvern og einn bíl? Og ef svo er, hvernig er þá samt hægt að staðfesta að búið sé að greiða fyrir lagningu í akkurat þetta stæði en ekki eitthvað annað stæði 10 mínútum áður?
Pælingar
![]() |
Hægt að greiða í stöðumælinn með GSM símanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2008 | 11:26
Amma Gull
Í fyrradag ákvað hún amma mín að kveðja. Hún var að verða 91 árs gömul og sem betur fer fékk hún að fara án þess að berjast við mikil veikindi.
Það eru margar góðar minningar sem tengjast Ömmu Gull eins og hún var kölluð af okkur systkynum. Það er svolítið skrítið til þess að hugsa að hún sé farin því amma hefur alltaf verið til.
Ein af mínum stærstu æskuminningum um hana og mig var að þegar ég dvaldi hjá henni á Víðimelnum sem var nú oft, svona í minningunni amk, þá rölti ég alltaf um kl 11 á morgnana til hennar í vinnuna til að borða með henni hádegismat, skyr og rúgbrauð oftast, en hún var að vinna hjá Póst & síma í Landsímahúsinu við Austurvöll. Mötuneytið var í gamla Sigtúni sem nú heitir Nasa. Og einhvern veginn, þá minnist ég alltaf þessara heimsókna til ömmu þegar ég fer á Nasa því engin stór breyting hefur átt sér stað á salnum síðan þetta var.
Blessuð sé minning ömmu Gull
Hérna er svo ein af síðustu myndunum af henni en með henni er Óli systursonur minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 11:32
Gáta - Veistu hvað þetta er?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
18.3.2008 | 10:32
Bölvuð vitleysa er þetta
Ég lýsi því hér með yfir að ég styð konur í baráttu sinni UM að fá að vera berbrjósta í sundi. Og ég geri það HEILSHUGAR.
Í raun er þetta heilbrigðismál ef vel er skoðað. Jú, ef konur mæta berbrjósta í sund, þá mæta fleiri karlmenn í sund. Sund er heilsusamlegt og því er þetta heilbrigðismál.
Heilbrigðisráðherra! Drífa sig nú.
![]() |
Bannað að bera brjóstin í Hveró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 20:19
Úr ýmsum áttum
Langt síðan ég hef sagt eitthvað af viti hér en ætla aðeins að fara yfir liðna daga og vikur.
Skellti mér á Sálartónleikana á föstudaginn og damn, djöf... voru þeir góðir strákarnir. Minnist þess reyndar ekki að hafa orðið vitni af því að þeir klikki en þetta var bara skelfilega gaman og ég sparaði röddina ekki eina sekúndu. Það er kannski bara bjánalegt, en mér fannst nú ekkert leiðinlegt beint að fara svo fljótlega eftir tónleikana í partý með hljómsveitinni Maður er nú búinn að fylgja þessum gaurum í einmitt 20 ár. Sá þá fyrst á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina 1988.
Verð líka að segja frá því að ein kona úr hópnum sem ég var með sá mann þarna álengdar sem hún kannaðist alveg svakalega við og varð mjög upprifin af því að hitta hann. Gekk að honum með bros á vör og hendurnar tilbúnar að taka utan um hann. Brosið á honum þurrkaðist þó alveg út þegar hún kallaði "Hey!!!! Geiri Sæm!!!". Flest okkar þekkja manninn undir nafninu Richard Scobie
Nú svo er ég má segja búinn með eldhúsið :) Loksins !!! Ahhh,....að vísu á ég eftir að kaupa gólflista og setja á og hugsanlega geri ég það um Páskana. Svo er eitthvað smávægilegt eftir líka,...en í heildina BÚIÐ.
Annars voru krakkarnir hjá mér síðustu helgi og við höfum í margar vikur, ég og Óðinn, rætt það að klippa hárið. En hann hefur alltaf guggnað þegar hann hefur séð skærin. Í gær fylltist hann hins vegar miklu hugrekki og sagði þegar hann kom uppúr baðinu, "Pabbi, kippa árið". Hann var því settur í stólinn og ég byrjaði að klippa. Hann grét allan tímann, beygði sig og sveigði. Þetta tókst svona la la,..miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem ég klippi hár. Og það er líka alveg óhætt að segja hann hafi verið hamingjusamur á eftir.
Eins og sjá má, þá fór ég ekki í Iðnskólann til að læra hárskurð
En annars er bara allt við það sama þannig séð. Er farinn að hlakka hrikalega til sumarins. Ekki síst vegna þess að það hefur verið svolítið vor í lofti undanfarið. En svo verður líka bekkjarmót í loki maí á Reyðarfirði og ég bara get varla beðið eftir því. það verður æðislegt að hitta alla gömlu bekkjarfélagana. Nú svo get ég auðvitað ekki beðið eftir að fá að komast á línuskautana því síðasta ár var extra stutt þar sem það rigndi frá 19. ágúst og má segja án afláts í 2 mánuði.
En já, gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 14:15
Rausnarlegt
Tjahh, nú er bara að gefa þeim lögreglubíla líka svo þeir komist milli staða því eins og kunnugt er hafa verið lagðir "vegir" víðsvegar á vestfjörðum.
Nei svona í alvöru, eru fjarskiptatæki lögreglunnar eitthvað sem Dómsmálaráðherra á að þurfa að gefa lögregluumdæmi? Er þetta ekki bara hluti af gírnum sem þeir þurfa og eiga að vera með???
Maður spyr sig, og jafnvel hváir.
![]() |
Ráðherra færði lögreglunni á Vestfjörðum tetrastöðvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 14:56
Gott mál en......
Af hverju erum við fyrst núna, árið 2008, að sjá dóm vegna nauðgunar sem hæfir eða fer nær því að hæfa glæpnum? Ég fagna því hins vegar að strikið hafi færst ofar nú.
Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort það hafi eitthvað með að gera að þarna var pólverji að verki? Ekki að vilji ekki að honum sé refsað á sem versta máta en ég vona svo sannarlega að þetta sé skref í átt að því að nauðgarar fari að fá alvöru dóma fyrir glæpi sína. Það bara verður að senda þau skilaboð út í samfélagið að nauðgun er einhver alversti glæpur sem hægt er að fremja á annari manneskju, hvort sem fórnarlambið er barn, kona eða karlmaður.
![]() |
Hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 15:20
En ekki hvað.....
Þetta er nú bara sjálfsagður hlutur og löngu þekkt og virkar þar að auki svo gjörsamlega í báðar áttir. Ég hef alltaf verið viljugari til kynlífs með konum sem kunna að bora í veggi, þrífa og bóna bíla, ekki ein einasta spurning
![]() |
Fleiri húsverk - meira kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar