Færsluflokkur: Bloggar
29.2.2008 | 15:56
Ertu ekki að djóka Leoncie........lol :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 15:26
1. mars 1989 - The B-Day
Magnað að hugsa aftur til þessa dags, þegar bjórinn var leyfður á Íslandi. Gleymi þessu seint, þvílík upplifun sem þetta var hahahah :)
Sko, ég bjó nú í foreldrahúsum á þessum tíma og man eftir því að pabbi hafði boðið til mikillar bjórveislu þennan dag. Hann keypti einn kassa af Löwenbrau, einn af Budweiser, einn af Beck's og tvo af að mig minnir Gullinu og svo var byrjað að þjóra úr sérstökum póstulíns bjórkrúsum sem mamma hafði málað fyrir alla karlkyns fjölskyldumeðlimi er aldur höfðu til að drekka ölið.
Rosalega fannst mér þetta merkilegur dagur og rosalega fannst mér ég stórmannlegur að sitja þarna, í heimahúsi, á Íslandi, með pabba, Palla mági mínum og nokkrum öðrum velvöldum að drekka bjór sem ekki var samsettur úr Pilsner og Vodka. Já, þetta var svona eins og að sitja á Strikinu í kóngsins Köben. Þannig leið mér. Þetta var svona fullorðins.
Ég er ekki mikill bjórmaður en ég ætla nú samt, svona í tilefni þess að 19 ár eru liðin frá þessum stóra degi að opna einn á laugardaginn meðan ég mála eldhúsið. Þá finnst mér að þessi maður eigi skilið að fá sér einn Thule.
![]() |
Nýr bjór kemur á markað um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 09:41
Meira af Nokia Morph, framtíðarmargmiðlunartækinu
Future shaping with Morph by Nokia
If you have accidentally felt that you may be riding the tech wave with your super latest high tech gadget, Nokia might just be able to prove you wrong. Nokia Research Center and the University of Cambridge (UK) have put a lot of effort into creating the Morph.
The Morph is mobile handset indeed, but there's more to it. It's a nanotechnology-driven concept device, which is on display at the New York Museum of Modern Art for a taster of the time when today's super gadgets will be museum exhibits of prehistoric knowledge.
The Morph is a concept that shows what nanotechnology can bring to mobile devices: flexible materials, transparent electronics and self-cleaning surfaces. Stretchable and foldable, transformable to any shape a user can think of, Morph is the ultimate transformers gadget changing its shape according to the user's wishes. One day you have a bracelet, the next - you are up with a QWERTY device for messaging.
With Morph the door is just ajar and it will be years before some of the innovations it explores will start to appear in actual high-end handsets.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 17:20
Flugleiðir - Framhald af töskuvandræðum
Eins og ég sagði frá um daginn þá lentum ég og félagar mínir í vandræðum með farangurinn okkar á leið okkar til Barcelona, þ.e. hann týndist. Þeir fengu sínar töskur þó loksins rétt áður en við yfirgáfum Barcelona en mína vantaði enn.
Ég fékk hins vegar hringingu frá Flugleiðum í gærmorgun þar sem mér var tjáð að taskan væri komin til þeirra. Ég var spurður hvort ég vildi ekki fá hana og jú, auðvitað vill ég það. Sú sem hringdi tók þá niður símanúmer og heimilisfang og spurði mig hvort ég yrði ekki heima milli kl 19 og 21 sama dag, í gær semsagt. Jú sagði ég, ég verð heima. Flott, þá sendum við þér hana.
Klukkan 20:20 í gærkvöldi hringdi svo einhver drengur í mig og spurði hvort eitthvað hefði breyst, hvort ég hefði ekki örugglega viljað fá töskuna á Drekavelli í Hafnarfirði. Nei, sagði ég, ég vill ekkert fá hana þangað, ég vill fá hana heim til mín, á það heimilsfang sem ég gaf upp fyrr um daginn. Nú ok, segir hann. Einhver misskilningur. En hún er blá er það ekki, spyr hann. Uhh nei, hún er svört segi ég. Ó!, ehh heyrðu, hún er víst svört segir hann. Flott, þá renni ég henni til þín núna. Frábært segi ég og þakka fyrir. Taskan kom nú samt ekki og þessi gaur hringdi úr leyninúmeri svo ég gat ekki hringt til baka.
Ég hringdi hins vegar í Flugleiðir í morgun og spurðist fyrir um þetta eftir að hafa sagt þeim hvað gerðist í gærkvöld. Sú sem fyrir svörum var ætlaði að kanna málið strax og hringja í mig aftur. Hún hefur ekki enn hringt og vinnudeginum lokið á þeim bænum.
Taskan er samsagt ekki enn komin til skila og ég velti því fyrir mér hvort hún sé núna í Hafnarfirði. Gæti það verið???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 16:00
Latabæjar-maraþon
Nú er ég búinn að vera heima með Óðinn veikan í tvo daga. Prinsinn greyndist með streptokokkosýkingu á föstudaginn var og ákvað að skella sér á hlaupabóluna með, svona úr því að hann ætlaði að verða veikur á annað borð. Hann byrjaði að láta á sjá á sunnudaginn og strax á mánudaginn var hann orðinn alþakinn bólum greyið.
Á meðan á þessum veikindum hefur staðið hefur hann gert lítið annað en að horfa á Latabæ á DVD. Aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ég er farinn að kunna allar sögurnar utanaf. Verð nú bara að hrósa honum Magga Schev fyrir þetta, algjör snilld finnst mér :)
Núna er prinsinn byrjaður að hressast og ofaní heilsuáróðurinn í Latabæ ákváðum við feðgar að tími væri kominn á súkkulaðiköku sem í þessum töðuðu orðum er í ofninum og verður senn tilbúin. Okkur finnst súkkulaðikaka ekkert vond, sérstaklega ekki mér
Hann fer svo til mömmu sinnar núna á eftir og ég skelli mér í körfuboltann í kvöld.
Núna um helgina er svo pælingin að halda áfram með þetta blessaða eldhús sem ég hef sett á smá hold síðan um Jól. Fékk bara uppí kok af rykinu og drullunni af þessu blessaða gifsi og það get ég sagt að þetta er bæði í fyrsta og síðasta skipti sem ég vinn við gifsi. Aldrei aftur skal það verða og ræð ég hverjum sem er frá því að velja það framyfir spónarplötur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 13:14
Þurfti vísindamann til að komast að þessu?
Að sjálfsögðu hefur það góð áhrif á börn, unglinga og síðar fullorðið fólk að hafa verið og vera í góðu sambandi við báða foreldra. Það segir sig nú sjálft.
En svo segir vísindamaðurinn:
Reyndar er ómögulegt að segja til um hvort það er vegna þess að feðurnir taka virkan þátt í uppeldinu eða vegna þess að móðirin getur betur sinnt uppeldinu ef hún hefur stuðning,
Ja hérna,......mér liggur við að skellihlægja.
![]() |
Pabbar auka hamingjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2008 | 14:21
Bannað að nota farsíma í flugi.....
.....en stundum bara verður maður að óhlíðnast smá
En það var svolítið gaman að prófa að kveikja á GPS staðsetningarkerfinu í fluginu á leið til Spánar, sjá svona hvernig þetta allt virkar um borð í Boeing 757 á cruising speed
Þessa mynd tók ég af Nokia N95 8GB símanum mínum með Nokia N82 símanum mínum. Myndin sýnir semsagt hvar við nákvæmlega vorum staðsettir þegar ég tók stöðuna yfir miðju bretlandi
Svo auðvitað kallaði ég fram upplýsingar um hraða, hæð og staðsetningu í breiddar- og lengdargráðum. Hraðinn var semsagt rúmlega 847 km á klukkustund í ca 12 km hæð
En þetta er auðvitað stranglega bannað sko
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 16:16
Ævintýraleg ferð til Barcelona
Jæja, nú sit ég á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn að bíða eftir flugi heim. Það verður mjög gott að koma heim úr þessari ævintýralegu ferð á hina árlegu 3GSM farsímaráðstefnu í Barcelona.
Upphaf ferðarinnar var á mánudaginn þar sem við þurftum að fljúga í gegnum París á leið okkar til Spánar. Við létum Flugleiðir tékka töskurnar okkar alla leið en sjálfir þurftum við að tékka okkur aftur inn í París til að fá brottfararspjald. Flugstöðin í París er nú ekki beint sú skemmtilegasta til að bíða í en það slapp nú samt fyrir horn. Svo þegar við erum að tékka okkur inn, þá kemur í ljós að flugfélagið sem við áttum að fara með er ekki í neinum slíkum samningum svo miðað við þetta þá hefðum við aldrei fengið farangurinn okkar. Við þurftum því að fara aftur inn í Arrival svæðið, finna töskurnar okkar og koma svo aftur í check-in. Eini gallinn á því var hins vegar sá að innbókun átti að ljúka eftir hálftíma svo við urðum að hafa hraðar hendur.
Auðvitað voru töskurnar ekki þar sem þær áttu að vera svo það hófst leit. Sú leit var tekin á spretthlaupum dauðans með tilheyrandi rugli og veseni því það er skelfilegt að rata í þessari byggingu. Við þurftum að fara fram og tilbaka vegna ýmissa skráninga og við vorum komnir á alveg sérsamning hjá öryggisgæslunni,...sem kemur nú svolítið á óvart miðað við hvað frakkar eru ekki beinlínis vanir að sýna útlendingum einhvern sérstakan skilning þegar upp koma vandamál.
En semsagt, á endanum fengum við að vita að búið væri að finna 3 töskur af 4. Ein semsagt týnd og tröllum gefin, so far. Töskurnar áttu að berast okkur á mettíma svo við næðum nú fluginu örugglega en eftir töluverða bið var ljóst að þær kæmu ekki svo nú var staðan sú að við urðum bara að fara af stað án þeirra og láta senda þær með næsta flugi sem var nokkrum klst síðar. Vissum þó að amk ein taska væri týnd en vissum ekki hver þeirra það var. Við brunuðum af stað í check-in með eingöngu handfarangur og náðum fluginu.
Málið er nú svolítið þannig að það er ekkert æðislegt að vera á leið í viðskiptaferð, á ráðstefnu og vera eingöngu í gallabuxum, hvítum bol og strigaskóm. Hreint ekki spennandi tilhugsun og það var alveg ljóst að við myndum ekki ná til Barcelona fyrir lokun verslana. Allir fundir fyrsta daginn byrjuðu því á því að við vorum að afsaka útganginn á okkur. Allan daginn vorum við í sambandi við Flugleiðir vegna þessa en það verður ekki sagt að þeir hafi gert svo mikið sem að lyfta litla fingri við að aðstoða við að leysa úr þeirra eigin klúðri. Þeirra klúður var jú að bóka töskurnar alla leið þegar slíkt var hreint ekki í boði.
En semsagt, að loknum fyrsta degi á gallabuxunum þá rúlluðum við út á flugvöll því við höfðum fengið þær gleðifréttir að töskurnar þrjár væru komnar þangað. Air france ku hafa reddað því. Þegar við komum þangað kannaðist hins vegar enginn við neitt og engar töskur að finna þar. Þetta var þriggja tíma pakki. Við urðum því að bruna niðpur í bæ aftur og komast í verslun sem seldi allt. Þarna keypti ég jakkaföt, skyrtu, bindi, bol, skó, sokka, nærbuxur, raksápu, rakvél, deo og hárgel. Það allra nauðsynlegasta semsagt. 100 þúsund króna pakki takk fyrir. Mér var hins vegar hreint ekki skemmt því í töskunni minni voru annars vegar Boss jakkaföt og hins vegar Armani jakkaföt ásamt ýmsu öðru. 100 þúsund er því bara djók í þessu samhengi. Við komumst loksins til að fá okkur að borða klukkan 11 um kvöldið. Við vonuðum auðvitað að töskurnar myndu skila sér daginn eftir, á öðrum degi sýningarinnar. Það hins vegar gerðist ekki heldur :(
Kvöldið áður en við lögðum af stað heim, semsagt í gærkvöld, þá fengum við hins vegar símhringingu þess efnis að töskurnar þrjár væru komnar í leitirnar. Þess fjórðu vantaði hins vegar ennþá. Við vorum með veðmál í gangi hver ætti þessa tösku sem enn var týnd. Tryggvi var sá eini af okkur sem var með tvær töskur svo líkurnar voru honum í óhag. Ég gladdi hann þó með því að staða hans væri skárri fyrir þær sakir að ég er bara einstaklega óheppinn oft.
Þessu töskuævintýri lauk svo að mestu í morgun þegar við fórum frá Barcelona og fengum loksins töskurnar. Og ég reyndist sannspár, það var mín taska sem ekki var með. Og það veit enginn hvar hún er niðurkomin. Ég þarf því að fara að kanna hvað tryggingarnar dekka mikið af því tapi sem ég hef sannarleg orðið fyrir.
Á hinn bóginn var gaman í Barcelona, maturinn auðvitað geggjaður eins og alltaf, veðrið fínt og sýningin áhugaverð. Fórum svo í alveg svakalegt lokapartý hjá Nokia í gær þar sem margir frægir tróðu upp. Má þar nefna Robbie Williams, Kylie, Abba, Elvis Prestley og Freddie Mercury. Og ég er ekki að djóka,....alveg magnað show og engu líkara en að þarna væru þessar persónur í raun.
Maturinn var eins og ég sagði geggjaður og við fórum að sjálfsögðu á steikhúsið góða sem við fórum á í fyrra. Nautasteikin þar er bara einhver sú besta sem ég hef smakkað og það sem meira er, eftirréttirnar algjört namminamm og þeir sem mig þekkja vel vita að ég er mikill eftirréttamaður. Ég pantaði að sjálfsögðu 3 eftirrétti eins og svo oft áður, vanilluís, súkkulaðiköku og Créme brulei :)
Við sitjum núna á Kastrup semsagt að bíða eftir flugi en það er 6 klst bið á vellinum. Það verður mikið gott að koma heim, MIKIÐ GOTT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar