Færsluflokkur: Bloggar

það er ekki öll vitleysan eins

Þessi lög eru nú stundum svolítið fyndin. Atvinnubílstjórar þurfa ekki að vera með belti vegna þess að þeir þurfa svo oft að fara úr bílnum og HRAÐINN JAFNAN EKKI MIKILL. Ég fæ nú bara verk í magann af hlátri enda sér maður ansi margan atvinnubílstjórann í Rvk beinlínis aka eins og í kappakstri væri.

Eigum við þá kannski að sleppa stefnuljósum því við þurfum svo oft að setja þau á? Hvaða endemis vitleysa er þetta?

Í fyrsta lagi er maður ekki eingöngu að verja sjálfan sig fyrir eigin aksturslagi heldur líka og alls ekki síður, aksturslagi annara í umferðinni. Í öðru lagi, þá þarf ekki mikinn hraða til að stórslasa sig svo jafnvel þó hraðinn væri "jafnan lítill" þá er það algjör rökleysa að setja undanþágu á þennan hóp bílstjóra.


mbl.is Þurfti ekki að vera með öryggisbelti spennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launum listamanna stolið daglega !!!

Minn datt allt í einu í bloggstuð,.......eða eitthvað.

En ég var að horfa á Kastljós, umræðuna um Istorrent (held það heiti það) og þjófnaðinn sem á sér stað á þessari síðu og reyndar miklu víðar. Auðvitað er það ekkert annað en þjófnaður að sækja höfundarvarið efni á netið án þess að borga krónu fyrir. Dettur einhverjum í hug að það sé það ekki????

Las viðtal við Pál Óskar í vikunni einmitt um þetta. Nyja platan hans, sem enn er ókomin út, komst þarna inn og fólk byrjaði að downloada. Hann reyndar gat stoppað það með því að hafa samband við Istorrent og þeir tóku það út. En ef þeir hefðu ekki gert það, þá erum við að tala um að vinnan sem Palli er búinn að setja í þessa plötu hefði ekki gefið honum krónu, eða amk ekki margar.....hvað er það annað en þjófnaður?

Ég fer út í videoleigu og leigi bíómyndir, borga áskrift af nokkrum sjónvarpsstöðvum, kaupi mér bíómyndir, fer einstaka sinnum í bíó, kaupi mér tónlist og svo mætti lengi telja. Með því er ég að taka þátt í að borga nokkrum aðilum laun. Listamanninum, aðilanum sem listamaðurinn samdi við að dreifa efninu og svo framvegis. En fyrst og fremst snýst þetta jú um að borga listamanninum laun fyrir sína vinnu, sitt framlag. Finnst einhverjum í alvöru að listamenn eigi bara að vinna frítt????

Myndir þú vera til í að fá ekki borgað fyrir nema hluta af þinni vinnu,..........AF ÞVÍ AÐ EINHVER STAL HLUTA AF LAUNUNUM ÞÍNUM???????????????

Finnst einhverjum eðlilegra að stela listaverkum en hálsmeni, eða lambalæri, eða bíl, eða mjólk?

Ég styð 300% baráttuna gegn þjófnaði á netinu. Nei, 400% !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

 


Rúm, rúm og aftur rúm..........og eldhús

Núna áðan var ég að klára að rúmvæða fjölskylduna uppá nýtt.....loksins. Semsagt búinn að kaupa ein 6 rúm á árinu.

Fyrst keypti ég mér eitt notað og annað notað barnarúm fyrir prinsinn. Allý var í sínu gamla og Bella kúrði uppí hjá mér. Nú svo í sumar fékk Bella nýtt rúm og Óðinn líka, aðeins stærra og ekki ALVEG jafn barnalegt :) En fyrir stuttu keypti ég mér svo draumarúmið og annað geggjað fyrir Allý enda var hennar IKEA grindarrúm ansi ansi lélegt.

6 rúm á 7 mánuðum er nú bara alveg ágætt og vonandi þarf ég ekki að kaupa fleiri rúm næstu 10 árin eða svo :)

En þetta eru ekki einu framkvæmdirnar því ég er líka að fara að henda eldhúsinnréttingunni út og fá mér nýja um leið og ég endurskipulegg eldhúsið algjörlega. Sný því nánast við. Þegar það verður búið,....vonandi innan næstu 5 vikna, þá verður þessi íbúð eiginlega orðin eins og ég vill hafa hana og ég hlakka ekki lítið til,.............þó svo að ég hlakki ekki beint til framkvæmdanna sjálfra. Nenni þessu ekki. Spurning að ráða pólverja í djobbið og liggja í 10 daga á einhverri strönd í S-Ameríku á meðan þeir græja þetta?????

 


Styðjum hjúkkurnar og aðra sem eru á móti þessu

Ég tek undir þessa áskorun FÍH til stjórnvalda að hafna með öllu hugmyndum um að koma áfenginu í 10-11, 11-11, Krónuna, Bónus og aðrar matvöruverslanir.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, Hagkaup og Nóatún munu ALDREI halda uppi þessu háa þjónustustigi sem Vínbúðirnar eru að gera í dag hvað varðar gæði, úrval og þekkingu á vínum. Fyrir utan að halda uppi mjög öflugu eftirliti með að fólk undir aldri hafi ekki beinan aðgang að áfengi í verslunum.

Ég tel að mjög margir sem eru fylgjandi þessu í dag séu ekki að horfa lengra á málið en það að vilja geta farið á hvaða tíma sem er út í búð til að kaupa áfengi, en gleymi að hugsa um allt hitt, minna úrval og hærra verð. Ekki halda í eina mínútu að verðið hækki ekki.

Höldum áfenginu á sínum stað en höldum bara frekar uppi kröfum um að Vínbúðirnar viðhaldi og bæti sína þjónustu. Rekum svo endahnútinn á þetta með að færa ALLT tóbak í Vínbúðirnar og út úr sjoppum, bensínstöðvum og matvöruverslunum. Það væri vitrænt skref.

Tek það fram fyrir þá sem ekki vita að ég nota bæði áfengi og tóbak. 


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lendingargjöld - 10.000 kall

Ég verð nú að segja að ég er hlynntur því að hækka þessi lendingargjöld á Reykjavíkuflugvelli og það bara alveg um nokkur hundruð prósent. Ekki þó til að fæla viðskiptin frá, alls ekki. En það kom mér alveg svakalega á óvart að heyra það í fréttum í gær að það kostar ekki nema 10.000 kr fyrir 15 tonna einkaþotu að lenda á vellinum. Mér finnst það nú bara vera brandari svo ekki sé meira sagt.

Viðurkenni þó alveg að ég hef ekki hugmynd um hver þessi gjöld eru almennt séð á flugvöllum eða einu sinni hversu há þau ættu að vera. En tíuþúsundkallinn er nú eiginlega alveg útúr kú finnst mér í bransa sem kallast lúxusbransi............það kostar nú ekki minna en 25.000 kr að fá að setjast við borð á Oliver um helgar :)


mbl.is Hærri lendingargjöld fyrir einkaþotur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi í matvöruverslanir !!

Ég bara verð að tjá mig aðeins um þetta mál.

Ég er sjálfstæðismaður og ég nota áfengi. En ég er algjörlega og fullkomlega á móti því að færa áfengið í matvöruverslanir,...alveg 100% á móti því. Ég skil svosem alveg hluta af rökum þeirra sem vilja selja það þar, semsagt opið markaðssvæði og allt það. En það er algjör rökleysa að reyna að halda því fram að svona aukið aðgengi fólks muni EKKI auka á vandann og auka aðgengi unglinga að áfengi. Það er bara hrein og bein firra að halda slíku fram.

En svo er annar flötur á málinu en hann er sá að ég er sannfærður um að úrvalið mun hrynja við þetta. Hvers vegna skyldu Bónus, Hagkaup, Nóatún og allar hinar búðirnar bjóða uppá mörg hundruð gerðir af léttu víni þegar framlegðin í raun kemur bara af 10-20% af því sem í boði er? Nei, þú munt geta valið úr mesta lagi 10-15 gerðum rauðvíns og hvítvíns. Og þá er ég að tala um stærstu of flottustu verslanir Hagkaupa og Nóatúns, ekki minni búðirnar. Það segir sig sjálft að úrvalið myndi hrynja ef þetta fer úr ÁTVR. Sættir þú þig við að geta bara keypt Bláu nunnuna ef þig langar í hvítvín?

ÁTVR myndi seint bjóða uppá sína góðu þjónustu ef þeir fengju eingöngu að njóta þess að selja dýra vínið, þetta sem ekki allir kaupa. Þeir lifa auðvitað að miklu leyti á að selja massann og geta þess vegna einnig haldið uppi úrvali af öðrum vínum. 

Gæti skrifað heila grein um þetta en staðreyndin er bara að ÁTVR er að bjóða uppá afbragðsgóða þjónustu, flottar verslanir með gríðarlega mikið útval, oft mjög þægilegan afgreiðslutíma og í mörgum verslunum eru þeir með sérfræðinga í vínum sem hægt er að leita til. Fari þetta frumvarp í gegn mun úrvalið versna og áfengisvandinn mun aukast. Svo einfalt er það nú.

Ætli Hagkaup og Nóatún myndu ráða til sín vínsérfræðinga til að standa í verslunum ig ráðleggja fólki um val á rétta víninu með rétta kjötinu??? Nei, alveg pottþétt ekki.

Ég nota tóbak líka. Og satt best að segja, þá finnst mér að í stað þess að færa áfengið í matvöruverslanir, þá væri virkilega og mjög svo gott mál að færa tóbakið allt í ÁTVR og minnka þar með aðgengi að því til muna. Held að heilbrigðisráðherra ætti að beita sér frekar fyrir því en að styðja það að auka á áfengisvandann eins og hann er að gera núna,.........svo ótrúlega sem það nú hljómar.


mbl.is Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

London

Síðustu helgi eyddi ég í þeirri geggjuðu borg, London.

Verð að segja að það er ekkert smá gaman að koma þangað því ég hef bara einu sinni áður verið þar og einhvern vegin var ég ekkert heillaður þá svo ég hef bara ekkert sótt í að fara þangað aftur. En þessi helgi var bara í alla staði alveg mögnuð, alveg æðisleg og mynd mín af borginni er gjörbreytt.

Auðvitað tók maður ágætis verslunarpakka í miðbænum og svo borðuðum við á frábærum Indverskum stað sem heitir Tamarin. Mæli 200% með honum. Prófuðum reyndar líka svolítið alveg sérstakt en það var að kíkja í Te á Ritz. Mjög enskt svo ekki sé meira sagt og alveg hillaríus að sjá ensku snobbkvinnurnar dreypa á bollunum á meðan þær pössuðu sig út í hið óendanlega að sitja nú örugglega rétt :)

Þessi ferð var reyndar ákveðið uppgjör líka svo það var ekkert allt bara gaman og skemmtilegt. En helgin verður lengi í minnum höfð. Svo mikið er víst. 

En London er geggjuð og þangað fer ég vonandi aftur fljótlega.


Ísprinsessan Camilla Läckberg

Nú er búið að gera 2 þátta sjónvarpsmynd um tvær bóka Camillu, Ísprinsessuna og Predikarann. Þær hafa báðar komið út á íslensku.

Myndirnar verða sýndar hvor um sig í tveimur hlutum á föstudagskvöldum í nóvember á sænsku sjónvarpsstöðinni SVT1. Fyrsti hluti byrjar 2. nóvember kl 21:00 að sænskum tíma en mjög margir hafa einmitt aðgang að þessari sjónvarpsstöð í gegnum Digital Ísland og hugsanlega Skjáinn líka.

Þeir sem vilja skoða trailerinn þá er hann hérna http://svt.se/svt/road/Classic/shared/mediacenter/index.jsp?&d=74984&a=929674

 

Góða skemmtun :)

 


Ojjjjjjjjjjjjj

Þetta er nú með því ógeðslegra,..............segi eiginlega ekki annað. Dýr sem fer upp í nefið á manni og nærist á heilanum. Töluverður hrollur fylgir því að velta þessu fyrir sér.
mbl.is Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Kompás - Kynferðisbrot gegn börnum

Sit hérna heima og er að horfa á Kompás sem í kvöld meðal annars fjallar um kynferðisbrot gegn börnum. Virkilega þarft málefni að ræða aftur og aftur og aftur og aftur. Og ég held að þjóðin ætti að þakka Kompás fyrir hversu mikla áherslu þau eru að setja í þessi mál.

Mig hryllir við þeirri tilhugsun að HUGSANLEGA endi Tálbeitumálið með þeim hætti að ólöglegt hafi verið að beita tálbeitu. Mér finnst að í svona málum, þá eigi bara beinlínis að vera leyfilegt að beita öllum tiltækum ráðum til að koma höndum yfir barnaníðinga. ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM. Við erum jú að tala um að verið er að brjóta MJÖG alvarlega á börnum, börnunum okkar, börnunum ykkar. Og í flestum ef ekki öllum tilfellum eru ör á sál þessara einstaklinga sem fyrir þessum ógeðum verða alla ævi.

Þetta kemur okkur öllum við og þetta blogg er mitt opinbera þakklæti til Kompáss fyrir að taka á þessum málum burtséð frá hugsanlegum lögsóknum vegna hugsanlegra ólöglegra aðferða við finna þessi ógeð.

Takk Kompás og haldið áfram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband