Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2007 | 13:29
Trúboðinn hann Geir Jón
Ætli honum fyrirgefist þetta eins og allt annað sem hann segir???
Ég er nú reyndar ekki að segja að Geir Jón segi og geri margt rangt og vitlaust, en mér finnst hann samt miðað við stöðu sína gera það aðeins of oft og nú eiginlega fór hann alveg yfir strikið.
Hvernig getur yfirlögregluþjónn komið fram í einkennisbúningi í útsendingu á sjónvarpsstöð sem rekin er af ofsatrúarsamtökum (skiptir svosem ekki máli) og sagt að fjölgun lögreglumanna í miðbænum um helgar sé EKKI það sem þarf, heldur þurfi trúboða þangað til að berja menn í hausinn með Biblíunni..............WHAT??????????????????
Ég sé það alveg í anda. Heyrru góurinn, elsku drengurinn minn. Hættið nú þessum munnsöfnuði og hættið að sparka í höfuðið á þessum liggjandi, blóðuga manni og lestu frekar blaðsíðu 345 í þessari fallegu bók. Sannið til, þér munuð læra að elska þann sem þér voruð að reyna að lífláta. Sannið til, Guð mun frelsa yður.
Þetta á eftir að svínvirka, ég finn það bara þegar ég skrifa þetta :/
![]() |
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2007 | 16:26
Farsímatæknin og framfarir hennar
Magnað að hugsa til þess að það er ekki nema 20 ár síðan þessi tækni kom fram á sjónarsviðið. Að vísu voru farsímar komnir fyrr, þá NMT kerfið.
Ég eignaðist minn fyrsta GSM síma árið 1996. Þetta var stór og mikill sími frá Motorola, líklega um hálft kg að þyngd. Ég man að það var pínulítið hallærislegt að vera með síma þá fyrir svona almúgamann amk, þótti svolítið snobb og sýndarmennskulegt að standa út á götu eða sitja á Café Paris og tala í síma. Á þessum tíma var ekki einu sinni komið SMS í símana, pælið í því :)
1997 fór ég svo að starfa við sölu á farsímum svo ég er búinn að vera viðloðandi þennan bransa í 10 ár núna.
Þróunin í farsímum er auðvitað bara svakaleg á þessum 10 árum. Fyrir 10 árum var SMS að vísu nýkomið og 1998 komu svokallaðir Triband símar og það þótti rosalega flott að vera með svoleiðis. Triband fyrir þá sem ekki vita þýðir að hægt er að nota símann víðast hvar í USA og jafnvel fyrir fólk sem eingöngu fór þangað einu sinni á ári, eða jafnvel annað hvert ár, þá voru menn og konur tilbúin til að borga miklu meira fyrir Triband síma,.....bara af því að svo gæti farið að þau þyrftu að fara til Bandaríkjanna.
Svo kom Bluetooth og sagan endurtók sig, fólk keypti það í hrönnum án þess að nota nokkuð.
Í dag er fólk hins vegar farið að nota virkilega tæknina í mun meiri mæli en áður enda eru fyrirtæki ýmiskonar farin að styðja mun betur við farsímatæknina og símarnir farnir að styðja betur við aðra staðla.
Já, það er vissulega gaman að rifja upp gamla tíma í farsímunum, tíma þegar hringitónar var það fyrsta sem fólk skoðaði í símunum, tímann þegar titrarahringingin kom fyrst og konur spurðu okkur sölumennina með lágri röddu og roðnuðu um leið "Er titrari í honum?". Á þessum tíma fylgdi því töluvert daður að selja konum farsíma :)
Útvarp, MP3, 5MP myndavél, Videoupptökuvél, GPS staðsetningartæki, Word, Excel, Powerpoint, Acrobat reader, Reiknivél, Sjónvarp, Tölvupóst, Internetið, Bluetooth, 3G, Mini USB, Bloggið, Youtupe, MSN messenger, 8GB minni og fleira og fleira má í dag finna í einum og sama símanum. Pælið í því :)
![]() |
Farsímatæknin orðin 20 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 14:14
Chris Cornell eða Landsleikur ????
Nú get ég með engu móti ákveðið mig hvort ég ætla að fara á Landsleikinn í kvöld eða að fara á tónleikana með Chris Cornell. Þarf að pæla það alveg svakalega vel.
Er hins vegar að velta fyrir hvers konar svakalegt umferðaröngþveiti og bílastæðavandamál verður í og í kringum Laugardalinn í kvöld. Stórir tónleikar á höllinn og landsleikur á vellinum, allt má segja á sama tíma. Leikurinn byrjar kl 20 en tónleikarnir kl 21. Hvernig verður þetta eiginlega???????
Well, ég ætla að pæla í hvorn staðinn ég vel í dag og kemst vonandi að niðurstöðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 22:58
Fyrsti í körfubolta
Jæja, þá erum við vinnufélagarnir loksins byrjaðir aftur að spila körfubolta eftir sumarfríið. Mikið asssskoti er þetta gaman
En það skemmtilega við þetta er nú líka að krafan um færni, hæfni og getu yfirhöfuð er sáralítil eða engin. Amk liggur sú krafa ekki á mér því það get ég með vissu sagt að hittni mín með boltann lagaðist akkurat ekkert í sumar :)
Það er þannig sko að þegar ég skora, þá klappa og fagna bæði liðin. En það vill þó til að ég er ansi góður í vörn,.....svo lengi sem enginn dómari er á staðnum. T.d. þá voru tveir nýir sem tóku þátt í kvöld og einu sinni kallaði annar þeirra "VILLA" vegna einhvers sem ég gerði. En þá sögðu hinir, Nei, ekki þegar það er Steini, hann má flest :):):)
Ég er semsagt trítaður mjög vel á vellinum. Ætli það sé kannski vegna þess að ógnin er svona lítil?
Maður spyr sig,...og jafnvel hváir :)
Takk fyrir kvöldið drengir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 16:47
Vísindamenn hafa fundið út að.............
Vá, ekki grunaði mig þetta. En mikið ofsalega er ég ánægður að vísindamenn skuli vera að vinna vinnuna sína og færa okkur svona mikilvægar upplýsingar. Ég var jafnvel farinn að halda að ég væri eitthvað skrítinn varðandi þetta með fegurðina. En svo er víst ekki og miklu fargi af mér létt.
Takk fyrir vísindin, takk MBL.
Einhver vísindamaður komst einhverju sinni að því að þegar það rignir, þá eru yfirgnæfandi líkur að að það sé skýjað.
Eins er það með Sverri Stormsker sem reyndar er ekki með gráðu í vísindum en ætti kannski að vera það en hann sagði eitt sinn og skrifaði að "Oft er grafinn maður látinn".
En fréttirnar frá vísindamönnunum í dag skýrir nú líka kannski hvers vegna hún amma gamla er ekki með gráðu í vísindum. Hún sagði nefnilega að konur leituðu gáfna. Hún hins vegar hafði rétt fyrir sér varðandi karlmennina. Þó eru nokkur ár síðan hún sagði það svo hún er ansi skörp sú gamla að því er virðist.
![]() |
Karlar vilja fegurð en konur leita ríkidæmis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 14:50
Reykjavik@Night
Í kvöld er ég að fara með nokkra sænska ættingja mína út á lífið í henni Reykjavík, sýna þeim hver munurinn er á Reykjavik @ Night annars vegar og Gautaborg @ Night hins vegar og ætti það ekki að vera mikið mál og líklega bara mjög skemmtilegt líka. Eða það hélt ég..............................
Ég nefnilega ákvað í gær að spyrja þau hvernig tónlist þau hlusta helst á og þá hvernig staðir heilluðu mest. Svarið var á þá leið að ég er bara ekkert viss um hvert maður skyldi fara. Þau eru nefnilega öll rokkarar. Ég er reyndar líka rokkarari en ég fíla þess utan líka allt hitt dótið og þá sérstaklega þegar ég fer út að skemmta mér.
Eina óskin sem þau höfðu var að við færum EKKI á staði sem spila eingöngu búmm ts búmm ts búmm ts tónlist. Og þá vandast nefnilega málið í henni Reykjavík. Hér úir allt og grúir í búmm ts búmm ts búmm stöðum en minna fer fyrir hinum. En svo mundi ég auðvitað eftir Gauknum sem aldrei klikkar. En hvað,.............SPÚTNIK er að spila þar í kvöld og ef það er einhver ein grúbba sem ég bara get ekki hlustað á, þá er það Spútnik. Hún er jafnvel verri en Mika og þá er nú töluvert mikið sagt. Já, þá er það eiginlega steindautt.
Vandi minn í kvöld liggur því í því að ég þarf að leita uppi staði sem spila eitthvað annað en Justin Timberlake, Nelly Furtato og vini þeirra.
Og svo ef Kiddi Bigfoot skyldi nú rekast á þetta blogg, þá má hann alveg fara að vinna í því að gera Gaukinn að því sem hann eitt sinn var. Ég er að tala um tímana þegar Loðin rotta, Jet Black Joe og Bubbi Morthens tróðu upp þarna í bland við Dúndurfréttir og fleiri góða. Hvar er rokkið á Íslandi, það vantar eitthvað fyrir þennan hóp sem ekki vill djamma við búmm ts búmm ts búmm ts tónlist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2007 | 14:24
Markmið - Tilfærsla
Jæja, það er alveg ljóst að ég mun ekki ná markmiði mínu á tilsettum tíma. Því hefur það verið fært fram um einn mánuð.
Leiðinlegt veður í ágústmánuði er helsta ástæða þess að markmiðið náðist ekki en auðvitað líka að einhverjum hluta til að ég var bara ekki nógu duglegur að nýta mér þó þá fáu daga sem þó buðust.
En það er alveg skýrt að markmiðið er ekki fellt niður, eingöngu tilfærsla á tíma.
100 km á innan við 6 klst er því orðið að septembermarkmiði núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 18:34
Sölutorgið á Skjá einum....úffffffffff
Er í alvöru rekstrargrundvöllur fyrir svona "sjónvarpsmarkaði" eins og þetta skelfilega slæma Sölutorg er?
Í fyrsta lagi eru vörurnar þarna, þær sem ég hef séð, alveg ofboðslega lítið spennandi eins og t.d. FRÁBÆRU fatapokarnir, á FRÁBÆRA verðinu, sem eru alveg FRÁBÆRIR til að geyma föt í geymslunni án þess að það komi lykt,........og ef þú kaupir NÚNA, þá færðu pokann á 9.999 kr.
Í öðru lagi, þá er sölumaðurinn svo ofboðslega alvarlegur og uppgerðarlegri sölumann hef ég nú bara ekki augum litið,....fyrir utan hvað orðaforðinn er með allra lakasta móti sbr ofnotkunina á orðinu FRÁBÆRT. Því það er alveg sama þó varan sé hugsanlega frábær, þá verður hún bara ömurleg þegar búið er að segja að hún sé frábær, á frábæru verði og frábær í notkun við frábærar aðstæður í frábæru veðri.
Stundum hugsa ég, þegar ég sé þennan "þátt", af hverju segir honum enginn hvernig þetta er hjá honum??????
NB, ég horfi stundum á þennan þátt og þá með tvenns konar tilgang í huga.
1. Að verða aldrei svona slæmur sölumaður
2. Skemmta mér
Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta, þá bara skora ég á ykkur að horfa í 5 mínútur. Þá vitið þið nákvæmlega hvað ég er að tala um. Já, 5 mínútur duga því restin er eins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2007 | 21:20
Jahérnahér...
Tjahh, ég er ekki viss um að ég myndi skipta yfir á Fréttir á RUV klukkan 19:00 ef Svanhildur og Inga Lind tækju uppá þessu í fréttaskýringaþættinum Ísland í dag.
En úr því að við erum að þessu, þá held ég að ég hvetji þær bara til þess ;)
![]() |
Naktir fréttamenn vekja upp deilur í Japan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 13:52
Nokia and Microsoft to Deliver Windows Live Services to Millions of Mobile Customers
Fréttir af Nokia og Microsoft.
ESPOO, Finland, and REDMOND, Wash. Aug. 23, 2007 Nokia, the worlds largest mobile device manufacturer, and Microsoft Corp., a global leader in online communications and communities, have joined together to provide customers with a new suite of Windows Live services specifically designed for Nokia devices.
Starting today, Nokia customers in 11 countries with compatible S60 devices can download the new suite enabling access to Windows Live Hotmail®, Windows Live Messenger, Windows Live Contacts and Windows Live Spaces. Starting next year, customers who purchase compatible Nokia Series 40 handsets will also have access to these popular Windows Live services.
Nokia and Microsoft are empowering the mobile lifestyle by providing mobile customers with easy access to their world of online relationships, information and interests. By enabling access to Windows Live services on both the Nokia S60 and Series 40 platforms using standard Web services protocols, our mutual customers will have the power to seamlessly move between contacts, e-mail, messenger, phone calls, text messaging, camera, gallery and browsing, all in an integrated way.
By taking advantage of the extensive and agile distribution network that Nokia has, we have the opportunity to bring the power of Windows Live services to Nokia devices, thus ensuring our customers can take their most important online information with them on the go, said Jari Pasanen, vice president, Strategy and Technology, Nokia Multimedia.
Nokia customers who own the Nokia N73, N80 Internet Edition, N95, N76 and the N93i can get the Windows Live services via the Download! application in the following countries: Denmark, Finland, France, Germany, Netherlands, Norway, Spain, U.K., Sweden, Saudi Arabia, and the United Arab Emirates. Initially the service will be available as a free trial, and then customers in select markets wanting to continue using the service may be asked to pay a monthly fee.
Ísland ku komast á þennan lista á þessu ári.
The availability of Windows Live services for Nokias devices demonstrates our commitment to delivering great mobile experiences and extending peoples online lives taking them from the PC to the device, said Steve Berkowitz, senior vice president of the Online Services Business at Microsoft. The alliance will enable a much broader group of consumers to experience the benefits Windows Live has to offer, easily connecting them to the information and people that matter most from virtually anywhere.
Todays announcement builds on the existing cooperation between Nokia and Microsoft, which integrated Microsofts Live Search for Mobile into the Nokia Mobile Search application. Nokia also plans to extend this service onto the Series 40 platform to enhance the search experience across a greater range of devices.
Heimild: http://www.microsoft.com/Presspass/press/2007/aug07/08-22NokiaMSLiveServicesPR.mspx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1294
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar