Færsluflokkur: Bloggar

Stuðmenn og miðbær Reykjavíkur um helgar

Það er nú aldeilis búið að skeggræða Stuðmenn og "stuðið" sem þeir komu öllum í á tónleikum KB Banka á Laugardalsvelli í síðustu viku. Ætla svosem ekki að bæta mikið við þá umræðu. Hins vegar ætti Borgarstjórinn og Lögreglustjórinn að velta fyrir sér möguleikunum sem klárlega opnuðust þegar á allt þetta er litið.

Jú, menn eru að velta því fyrir sér hvernig megi bregðast við öllum þessu látum í miðbæ Reykjavíkur um helgar, að fólk hangi þar of lengi. En þegar tónleikarnir á Laugardalsvellinum eru skoðaðir, þá sést það greinilega að völlurinn byrjaði að tæmast uppúr því þegar Stuðmenn voru búnir að spila í 5 mínútur plús mínus 3.

Hvernig væri að fá Stuðmenn til að halda útitónleika á Lækjartorgi allar helgar og láta þá hefjast milli kl 3 og 4 um nóttina? Bærinn myndi líklega tæmast á innan við klukkutíma.

Þetta og bann við sölu á köldum stökum bjórdósum í miðbænum myndi sennilega snúa öllu til betri vegar,......................right?? 


Camilla Läckberg

Í dag kom hún Camilla frænka mín frá Svíþjóð í heimsókn. Hún er fyrst og fremst hingað komin sem einn vinsælasti og farsælasti spennusagnarithöfundur svía og mun eiga hérna fréttamannafund á morgun ásamt því að Kastljósið mun ræða við hana.

Einnig mun hún lesa úr tveimur af 4 bókum sínum í Norræna húsinu annað kvöld. Bækurnar tvær sem hún les uppúr eru þær tvær sem búið er að þýða og gefa út á Íslandi. Ísdrottningin og Predikarinn.

Gaman að hitta þessa gullfallegu frænku mína aftur en við hittumst síðast fyrir alltof löngu síðan. Skelltum okkur að sjálfsögðu í Bláa Lónið ásamt syni hennar og pabba gamla. Frekar leiðinlegt veður reyndar en það skiptir svosem ekki miklu máli þar. Lónið stendur alltaf fyrir sínu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Línuskautamenningar"nótt"

Jæja, það var gerð tilraun til að negla 100 km túrinn í gær, en varð því miður að bíta í það súra að ég bara hafði ekki orku í meira en 70 km. Það er þó persónulegt met, svo ég græt það ekki. Ég hef jú ennþá einhverja daga til að loka þessu markmiði mínu á tíma, þ.e. fyrir ágústlok.

En já, ég semsagt hnýtti á mig skautana snemma í gærmorgun. Eftir skautana kíkti ég í bæinn og verð að segja að þessi dagur var alveg geggjaður í alla staði, frábær stemning í bænum, mikið á boðstólnum og veðrið æðislegt. Við félagarnir ákváðum svo að hittast um kvöldið og hjálpa til við að mála bæinn rauðann. Eitthvað klikkaði þó í því þar sem aðstæður hjá þeim breyttust.

Kvöldið fór því á endanum þannig að við Raggi skelltum okkur bara í bíltúr um miðbæinn klukkan eitt í nótt og vá,............þvílíkur fjöldi, þvílík stemning, þvílít fyllerí, þvílíkt drasl. En þetta var samt bara mjög skemmtilegt :)

Ég er alltaf að sjá það betur og betur að Reykjavík er líklega ein skemmtilegasta borg heims. Amk fyrir íslendinga, reykvíkinga :)


100 km á línuskautum????

Tjahh, ég veit það ekki. Í maí setti ég mér það markmið að ná að fara 100 km á línuskautum á innan við 6 klst og klára það markmið fyrir lok ágúst. Heilmikil þjálfun fór í gang en um miðjan júlí og til dagsins í dag hafa ýmsar utanaðkomandi aðstæður komið í veg fyrir mikla þjálfun.

Ég hins vegar fór 40 km núna áðan og brá svolítið við að komast að því að allt í einu eru 40 km bara alveg ógeðslega erfiðir, ég er amk algjörlega búinn á því núna. 40 km og jafnvel 50 voru fyrir mánuði síðan ekki endilega svo mikið mál. Þetta þýðir ekkert annað en brjálaða þjálfun, herþjálfun, þessa 18 daga sem eftir eru af mánuðinum því markmiðinu SKAL ég ná.

Að skrifa þetta markmið niður á opnu bloggi er ein aðferðin til að berja sjálfan mig áfram.

Svo leggst ég bara á hnén núna að veðrið haldist á svipuðum nótum og var t.d. í dag, þó svo að örlítið minni vindur væri til bóta :)

En markmiðið er amk komið hér á blað og fjandakornið, fu***** do it.


Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Hvern hefði grunað að ég myndi, á gamalsaldri, fara til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð? Well, ekki hefði mig grunað það amk fyrr en ég var allt í einu búinn að taka ákvörðun þess efnis að sjá hvað þarna færi fram.

Ég verð bara að segja þetta var ótrúleg upplifun og ég hreinlega skil ekki hvers vegna þeir sem mig þekkja og hafa farið þangað, hafa ekki sannfært mig fyrr um að þetta sé eitthvað sem allir verði að sjá. Umgjörðin, flugeldasýningarnar, blysin, tónlistin, brekkusöngurinn, listamennirnir, veðrið, hvítu tjöldin, lundi með smjöri og jólaöli.............þetta var æðislegt allt.

Í mínum huga, svona fyrirfram, þá var þetta hálfgerð unglingahátíð,...eða að minnsta kosti þá væri ég orðinn heldur gamall og "ráðsettur" til að taka þátt í svona brjálæði. En þarna voru bara allir. Aldur er eitthvað sem hefur ekkert með Þjóðhátíð að gera því ég sá 5 mánaða gömul börn og ég sá háaldraða einstaklinga líka. Meira að segja Menntamálaráðherra var þarna klukkan 4 um nóttina að dansa og syngja fyrir framan sviðið. Hún var auðvitað bara flottust :)

Jónsi, Toby, Magni og Bubbi stóðu sig frábærlega en því miður get ég ekki fyrir minn smekk sagt það sama um Stefán Hilmars, hann vantaði sárlega að hafa Sálina á bak við sig.

Þetta var mín fyrsta heimsókn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,...............en alls ekki sú síðasta.

Til hamingju Eyjamenn með frábæra hátíð og takk fyrir mig. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað er eiginlega málið????

Er í alvöru í lagi að nauðga á Íslandi, er bara alveg sama hversu greinilegt er að um nauðgun hafi verið að ræða, að nauðgara skulu nær alltaf vera sýknaðir?????

Það beinlínis sýður á mér og eitthvað verður að gerast til að breyta þessari þróun og þeirri staðreynd að nauðgarar á Íslandi fá ekki dóm nema þeir hafi hreinlega verið staðnir að verknaðinum sjálfum.

Hvers eiga fórnarlömb nauðgana á Íslandi að gjalda og hvernig eiga fórnarlömb nauðgara að sjá einhverja hvatningu í því að þurfa að sitja fyrir framan fjölda manns og rifja upp atburðinn sem síðar er sagður af sama hóp vera bara hróp á kynlíf, daður eða vilji.

Enn og aftur sýna dómarar hversu blindir þeir eru í nauðgunarmálum.

Hvað er að ????


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Phone of the future ?????

Well, I dont know :)

Mobile phone


iPhone

Hmmm,...hvað er hægt að segja um iPhone, tæki sem svo ofboðslega margir elska að elska en aðrir elska að hata? Tjah, maður spyr sig.

Ég er nú ekki beint aðdáandi en á móti er ég ekki andstæðingur í þeim skilningi. Mér finnst hins vegar alveg með ólíknindum hvað tekist hefur að hypa upp þessa græju miðað við hvað hún er ofsalega takmörkuð, já alveg svakalega takmörkuð miðað við aðra farsíma sem eru á markaðinum. Svo ekki sé talað um þá síma sem eru nýjir og væntanlegir frá öðrum framleiðendum.

Ég ætla ekki að fara að telja þetta allt upp, nenni því alls ekki núna. En þetta er samt alveg með ólíkindum. Í mínum huga er þetta svona eins og Yamaha setti loksins bíl á markað og þessum bíl yrði hrósað í hástert fyrir þær nýjungar að vera sjálfskiptur og með regnskynjara á framrúðu. Semsagt annars vegar eitthvað sem er í mjög mörgum bílum og hins vegar tæknibúnað sem ekki er í mörgum bílum en er svo sannarlega ekki nýjung.

Já, þeir kunna þetta hjá Apple, kunna að nappa fólk til að kaupa vöruna þeirra, BARA vegna þess að hún lúkkar vel.


« Fyrri síða

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband