Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2009 | 14:15
Djók...............
Hvers konar grín ríkisstjórn verður eiginlega sett saman í dag?
Ég óska okkur svosem öllum að þessum hóp takist að laga það sem laga þarf. Ekki hefur vantað yfirlýsingarnar frá þeim hingað til að þau kunni og muni gera allt betur en fyrri Ríkisstjórn.
Það má hins vegar ekki heldur gleyma að helmingur fráfarandi Ríkisstjórnar er sá flokkur sem mun stýra þessu samstarfi.
Það verður "gaman" að sjá hvernig þau ætla að tækla málin.
Formlegar viðræður hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.1.2009 | 01:11
Þorrablót á Reyðarfirði
Átti ótrúlega góða helgi austur á Reyðarfirði um helgina þegar ég og Katla sys ákváðum ásamt frænkum okkar og fleiri góðum að skella okkur til æskustöðvanna á Þorrablót. Sjálfur hef ég aldrei komið á Þorrablót á Reyðarfirði en síðasta blót sem Katla sat þar var örlagaríkt kvöld í janúar 1984 svo fyrir okkur bæði var þetta töluverð upplifun.
En fyrst og fremst var alveg hreint æðislegt að hitta alla sem við hittum og við fundum það svo um munar hversu velkomin við vorum og erum ekkert lítið þakklát fyrir þessar móttökur sem við fengum. Þarna voru margir gömlu vinirnir, jafnaldrarnir, foreldrar þeirra og svo ungir en fullorðnir reyðfirðingar sem voru bara leikskólabörn þegar ég fór frá staðnum fyrir 25 árum síðan,....jafnvel ekki fæddir þá. Ótrúlega stór hópur fólks sem ég hef marga hverja ekki séð eða talað við svo árum eða áratugum skiptir en samt var bara eins og ég hefði alltaf verið þarna.........ótrúlega sterkar taugar sem maður getur haft til fólks og staða sem maður er ekki í daglegum tengslum við.
Þetta er reyndar í annað skipti á innan við ári sem ég fer austur til að hitta fólk og dvelja í meira en nokkrar klukkustundir því ég fór þangað á árgangsmót síðasta sumar. Sama upplifun, sama tilfinning. Löngun til að búa þarna alveg ótrúlega mikil. Aðstæður hins vegar leyfa það ekki. Ég hef í mörg ár talið að ég myndi aldrei geta aftur búið í litlum bæ úti á landi,.......en svei mér þá, held bara að það sé akkurat það sem ég gæti og myndi bara líða vel. Kyrrðin og róin er svo mikil og maður er ekki 45 mínútur að komast keyrandi heim úr vinnu. En þetta eru nú mest draumórar í mér núna sem ég er að setja niður á blað. Eins og ég segi, aðstæður leyfa þetta ekki í dag og ekki næstu árin. Kannski getur maður í staðinn eytt einhverjum hluta sumarsins þarna :)
En þorrablótið var æðislegt og ekki ósennilegt að þetta verði endurtekið 2010. Það eina sem vantaði í ferðinni var að sjá glitský sem stundum sjást þarna,...allt annað fengum við, keyrðum meira að segja fram á stóra Hreindýrahjörð á leiðinni suður aftur, vorum bara í 100 m fjarlægð við þau :)
Já, mér þykir ekki lítið vænt um Reyðarfjörð og reyðfirðinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 21:02
Meiri endaleysan......
Mér finnst það alveg með ólíkindum að stjórnin skuli ekki boða til kosninga, það er klárlega vilji flestra. Það kemur berlega í ljós í öllum þessum mótmælum og það kemur berlega í ljós í skoðanakönnunum. Það er engin forysta í gangi, bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru búin að drulla uppá bak í aðgerðaleysi sínu. Og hvað Samfylkinguna varðar, þá hljóta þetta að vera einhver mestu vonbrigði sem stuðningsmenn hennar geta orðið fyrir. Ingibjörg Sólrún og co eru semsagt þegar allt kemur til alls nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem Samf, er búin að gagnrýna mestalla sína tíð. Engin segir af sér, enginn lýsir yfir ábyrgð, enginn segir af sér. Allir bara voða ánægðir með starfið sitt.
En varðandi mótmælin, þá styð ég þau. Mér finnst hins vegar að orka mótmælenda sé að beinast um of í rangar áttir, þ.e. að lögreglunni. Lögreglan verður að sjálfsögðu að sinna starfi sínu, getur ekki bara sleppt því. Og ef gengið er of langt, þá verður lögreglan að gera slíkt hið sama, að ganga einu skrefi lengra. Að ganga á eftir lögreglumanni og lemja priki í hjálminn hans er bara ögrun við lögregluna, ekki krafa um kosningar. Að henda eggjum eða steinum í lögregluna er bara ögrun, ekki krafa um kosningar.
Stríðið er ekki gegn lögreglunni þó hún hafi þá skyldu að verja þinghúsið. Lögreglan úðar ekki piparúða á mann sem hendir eggi í Alþingishúsið. En ef þessi sami maður hendir eggi eða steini í lögreglumanninn sjálfan, þá gæti hann átt á hættu að fá úðann yfir sig. Það segir sig sjálft.
Höldum áfram að mótmæla en hættum að ráðast á lögregluna.
Lögregla beitir úða og kylfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.1.2009 | 20:42
Já einmitt.......
Þetta er svona eiginlega eins og Ríkisstjórnin lagði upp með,.....að varlega yrði farið í grófar innheimtuaðgerðir meðan þjóðin er að ganga í gegnum þessa erfiðu tíma. Nei, nú ætlar þessi herramaður að láta handtaka fólk hægri vinstri.
Fannst Stónsaranum of langt síðan hann komst í fréttirnar núna?????
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2009 | 12:27
Mikið til í þessu en.........
Ég lifi nú og hrærist í farsímaheiminum og pæli því mikið í einmitt þessu, hvað fólk í raun notar lítið af möguleikum þeim sem margir símar bjóða uppá, jafnvel þótt einfalt sé.
Sá fídus sem flestir nota umfram það að hringja og senda SMS er vekjaraklukkan. Aðrir tæknieiginleikar eru miklu minna notaðir sem mér finnst í raun mjög merkilegt ef litið er til þess hvað það er einfalt að nota þá og hvað það einfaldar mikið málin sömuleiðis að nota þá. Má þar kannski númer eitt nefna tónlistarspilarann. Hvers vegna skyldi maður vera með tvö tæki á sér þegar eitt tæki dugar, t.d. í ræktinni eða úti í göngu/hlaupatúr? Tónlistarspilarinn í MJÖG mörgum farsímum er hreint ekki síðri en vinsælustu tónlistarspilararnir á markaðinum.
Nú svo er það myndavélin. Auðvitað eru mjög mismunandi myndavélar í símunum og margar þeirra varla nothæfar sem slíkar en margar hverjar eru bara ansi hreint góðar. Sérstaklega þar sem um 3.2 - 5 megapixla myndavélar er að ræða. Og það er mikið úrval síma með slíkum myndavélum.
Nú svo er ýmislegt tengt netinu sem ekki margir átta sig á hversu einfalt er að nota. Má þar nefna bæði Facebook og MSN. Svo ofan á þetta allt saman er búið að setja í marga síma GPS staðsetningartæki, ekki ólíkt Garmin, sem getur nýst alveg ótrúlega. T.d. getur það staðsett allar myndir sem teknar eru á símann, skráð landfræðilega staðsetningu þeirra, hjálpað fólki að rata í útlöndum, og fyrir útivistarfólk eru möguleikarnir mjög miklir.
Ég gæti auðvitað skrifað heilmikla grein um allt sem farsímar bjóða uppá annað en að hringja úr þeim því það er nánast allt hægt. Ég get t.d. notað símann minn sem hallamál :) Ætla þó ekki að eyða mikið fleiri orðum í tæknina hér og nú.
En í raun skil ég alveg það sem sagt er, að símar geti verið flóknir í augum þeirra sem ekki leita að öðru en tóli til að hringja úr. En það sem ég hef nefnt hér að ofan, tónlistarspilarinn, myndavélin og GPS staðsetningartækið,.......þetta eru hlutir sem ekki bara einfalda fólki málin heldur sparar því einnig peninga.
Flóknir gemsar pirra notendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.1.2009 | 20:32
11. janúar
Í gær, sunnudaginn 11. janúar varð hann Óðinn Örn sonur minn 3 ára gamall :)
Við héldum auðvitað veislu og það var bara eitt sem hann vildi, Sjóræningjaveislu takk. Það var því farið á stjá að leita að hinu og þessu sem tengist sjóræningjum og verð ég að viðurkenna að það kom á óvart hversu lítið úrval er í rauninni á skreytingamunum fyrir barnaafmæli. Allir eiga greinilega að vera í sama mótið steyptir. Fann þó eitthvað í þessu þema sem við leituðum að. Og svo bakaði ég sjóræningjaköku.
En að honum Óðni mínum. Hann er svo mikill gleðigjafi þessi litli engill. Hann spjallar svo ótrúlega mikið við mig og ekkert alltaf hægt að skilja það sem hann er að segja en hann reynir þá bara að umorða eða útskýra þangað til maður skilur. Hann er alveg óhræddur við að reyna aftur og aftur :) Svo er bara svo margt að breytast og gerast hjá honum núna,.....þvílíkur orkubolti og þvílíkur strákur og hann er að læra svo ofboðslega margt núna. Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum Og svo bræðir hann mann nánast daglega þessa dagana þegar hann segir "Ég elga þig pabbi minn
Hérna er svo ein mynd frá því að hann var á sínu fyrsta ári :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 12:27
Dæmi um hátæknifyrirtæki sem lætur sig þessi mál varða !
Ætlað aðeins að senda link á síðu Nokia sem útskýrir hvernig Nokia vinnur að umhverfismálum og orkusparnaði.
http://www.nokia.com/A41039019
Framtíðin er græn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 21:22
Assskoti stóð hann sig vel í Kastljósinu...........þ.e. Sigmar !
Ekki veit ég hvort hann Bjarni kom út úr Kastljósinu eins vel og hann ætlaði sjálfsagt að gera. Ég met það svosem við hann að koma fram og viðurkenna mistök sín við uppbyggingu fjármálakerfisins, gefa sjálfum sér falleinkunn. En ég held samt að hann hafi búist við einhverju öðru í Kastljósinu, búist við að vera hrósað hægri vinstri fyrir að skila til baka einhverjum 370 milljónum sem hann fékk í starfslokasamning. Þessar 370 milljónir voru samt bara dropi í hafið af því sem maðurinn gekk út með við starfslok sín.
Bjarni gjörsamlega pakkaði sjálfum sér saman í þessu viðtali því um leið og Sigmar byrjaði að þjarma að honum, þá reyndi hann að verja þetta allt. Sagði þetta nú ekki alslæmt, hann hefði nú komið á fót hinu og þessu. Sagðist hafa trúað um of á hið góða. En sagði svo í sömu setningu að hann hefði ekki haft trú á þessu sjálfur,......halló!!!!
Já, ég er ekkert sérlega ánægður með Bjarna og hans líka sem eins og hann sagði sjálfur, byggðu upp spilaborg sem hrundi vegna þess að hún var byggð kolvitlaust og verkefnið rekið áfram af græðgi.
Hitt veit ég að ég keypti bíl í júlí 2007 á 4,2 milljónir með myntkörfuláni frá Glitni. Hætti svo í kringum bankahrunið að geta staðið undir þessu láni þar sem afborganir voru orðnar miklu hærri en ég réði við. Glitnir tók því bílinn til sín og sendi mér reikning fyrir eftirstöðvum uppá 7,7 milljónir króna með þeim orðum að ef ég ekki greiði þær innan 7 virkra daga, þá verði þetta sent lögfræðingi til innheimtu. Helvítis fokking fokk segi ég bara..........
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.1.2009 | 17:52
Gengur eitt yfir alla?
Ég vissi ekki betur en að skammbyssur væru hreinlega ólöglegar á Íslandi, þ.e. sem byssur í einkaeigu. Amk er innflutningur þeirra ólöglegur. En hvers vegna er þá faðir þessa drengs með svona byssu undir höndum og þar að auki með tilskilin leyfi? Getur það verið vegna þess að um lögreglumann er að ræða? Gilda önnur lög, aðrar reglur um þá?
Skaut úr skammbyssunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2009 | 19:53
Í dag ætla ég að reykja.........
.....en á morgun,................. á morgun er ég hættur !
Ég held ég hafi aldrei byrjað nýtt ár með einhverjum loforðum um að hefja eða hætta einhverju. En nú verður smá breyting þar á því auk þess að hætta að reykja þá er nú stefnan tekin á ræktina en inná líkamsræktarstöð hef ég ekki komið af neinni alvöru síðan 2001. Hef stundað ýmislegt annað sport samt :)
Sú staðreynd að það kostar mig í dag ca. 270.000 krónur ári að reykja er alls ekki eina ástæða þess að nú ætla ég að hætta. Ástæðurnar eru margar og flestar hverjar mun veigameiri en krónur og aurar. Nú þurfa bara þeir sem umgangast mig hvað mest að þola mig meðan ég fer yfir "leiðinlega" skeiðið. Ég kalla það þessu nafni því síðast þegar ég hætti, þá var ég vinsamlegast beðinn um að byrja aftur eða flytja út í Hrísey :)
En já, ræktin líka. Verð að viðurkenna að það sér nú bara á kallinum eftir nýliðna jólahátíð en svo er gamli líka að detta í fertugt í maí komandi og þá er nú markmiðið að líta þokkalega út og þurfa ekki að henda Armani fötunum í víkkun
Enga öfga, stefnum bara á þetta til að byrja með :)
Jæja,....þá er þetta orðið opinbert og mikið djö.... verður gott að vera laus við sígósullið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar